Vísir


Vísir - 01.08.1975, Qupperneq 2

Vísir - 01.08.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Föstudagur 1. ágúst 1975 fjsntsm: — Hvernig bil dreymir þig um að eignast? Jón Kristjánsson, fiskifræöingur: — Liklega 4 manna station bil. Ég nota nefnilega jeppa i vinnuna. Þar að auki er fólk með allt of mikla jeppadellu, að minu áliti. Páll Einarsson, vélstjóri: — Ja, það er nú erfitt að svara þvi. Lik- lega 4 manna litinn lúxusbil. Hann hæfði vel sem f jölskyldubill og eyðir litlu bensini. Guðjón Magnússon, biistjóri hjá Osta- og smjörsölunni: — Land- rover. Þeir eru sterkir. Já, bensinbll, ég keyri ekki það mik- iö. Guðlaugur Sverrisson, sendill 14 ára: — Pontiac Firebird. Ég myndi keyra út á Vesturlandsveg og prófa hann þar. Jú, ég myndi keyra eins hratt og hann kæmist. Þorsteinn Pétursson, atvinnu- laus: — Ég myndi vilja eiga Audi, 5manna bil. Þeir eru kraftmiklir, sterkir og skemmtilegir I keyrslu. Ég er þvi miöur of blankur til aö geta keypt einn. Óiafur Arni Bjarnason, 13 ára sendill: Bronco. Hann drifur mest og er flottastur. Ég myndi keyra hann austur um sveitir og auövitað i torfærum. „Tilraunin hefur gefið mjög góða raun og verða væntanlega haldin fleiri slik námskeið,” sagði Guðfinnur Kjartansson, formaður Taflfélags Reykjavikur. Félagiö gengst nú fyrir fyrsta skáknámskeiöinu fyrir börn og unglinga og er það haldiö i skiöa- Teflt uppi ó fjalli: Guðfinnur og Kristján fylgjast með skákmönnunum, Jóhann Hjartarson er annar til hægri éní framtíðarinnar? Friðrik flettir skákblöðum meðan hann silur hjá. skála KR á Skálafelli. Þar dvelj- astnú 15strákará aldrinum 8—14 ára viö skákiökan daglangt. Guöfinnur sér um aö flytja þangaö heitan mat i hádeginu, en Kristján Guðmundsson lltur eftir strákunum. „Ég telst vist elda- buska lika,” sagöi Kristján, sem sjálfur er mikill skákmaður. Strákarnir voru mjög misjafn- ir, þegar þeir komu en allir kunnu þeir mannganginn. Nokkrir höföu sigraö á taflmótum. Sumir þeirra hafa engan til að tefla viö og gerir Taflfélagiö sér vonir um uppgötv- anir þarna. Námskeiöiö stendur i viku og er ýmislegt fleira gert en að tefla. Forláta borðtennisborð er i skál- anum og umhverfið gæti ekki hugsazt betra, þegar veður er sæmilegt. Gönguferöireru farnar tvisvar á dag. Strákarnir skiptast á um að þjóna til borðs og þvo upp og voru þeir aö sögn lftt hrifnir af þvi I upphafi. Fæstir af drengjunum þekktust áöur en þeir komu að Skálafelli, en flestir koma þeir af Stór- Reykjavikursvæöinu. Umsóknimar voru 15, sem þýöir, að einn verður alltaf að sitja hjá, þegar teflt er. Skákmót fer fram þessa daga, sem nám- skeiðið stendur, og fá fimm efstu verölaunapeninga. Friörik Hallbjörn, sem á heima I Sæviðarsundi, sat hjá i þeirri umferð, sem tefld var. Hann lét sér ekki leiðast, heldur las. Friö- rik, sem er 9 ára, hefur teflt frá þvi að hann var 6 ára gamall. Hann hefur ekki verið hjá ókunn- ugum áöur, en lætur vel af dvöl- inni og segist hafa kynnzt strák- unum mjög vel. Jóhann Hjartarson, sem er aö- eins 12 ára, vann unglingameist- aratitilinn á siðasta Islandsmóti. Hann hefur teflt i 4 ár og les mikið skákbækur. Hann hefur ekki marga til aö tefla viö af félögum sinum, en raðar upp skákum eftir skákbókum. Jóhann haföi unnið allar sinar skákir, það sem af er mótinu. Sá, sem lengst að er kominn, er Ólsari, sem heitir Kristján Hjelm. Hann er 12 ára gamall og kveöst taka þátt i taflmótum fyrir vestan og vera i skákliði Ólafs- vikur. Hann sagðist hafa komið seinna en hinir strákarnir, þar sem auglýsingin heföi fariö fram hjá sér. En um leið og hann vissi af þessu námskeiði fór hann suð- ur og kom degi á eftir hinum. Er við kvöddum skákmennina, ætluöu þeir að rétta aðeins úr sér frá skákinni og fara i gönguferð um nágrennið, en um kvöldið var Bragi Kristjánsson skákmaður væntanlegur. Kristján færir samvizkusamlega hjá sér alla leiki. Góð einkunn Arelius Nielsson skrifar: „Varla mun sá unglingur til, að ekki vilji hann fá góða eink- unn. Agætiseinkunn gleymir enginn. Þetta er eðlilegur og hollur metnaöur, undirstaða mann- gildis og sjálfstrausts, ef hé- gómagirnd nær ekki tökum. Eins gæti verið um heila þjóð. Nú er framundan eitt helzta þeirra prófa, sem Islendingar taka árlega um miðsumar. Prófið er i háttvisi og haldið um svonefnda verzlunarmanna- helgi um allt land. Fjöldi fólks kemur saman i sumardýrð á fegurstu stöðum landsins. Reyndar hefur oröið aö loka sumum þeirra og banna aðgang harðri hendi undanfarin ár, vegna þeirra, sem versta einkunn hlutu. En nú er meiri von en áður um góðar einkunnir. En sú von er bundin við þær staðreyndir, sem minnzt var á hér I bréfi nýlega. Engin hvitasunnuundur. Ekk- ert 17. júni hneyksli. Minni ólæti á almannafæri. Þetta eru einkunnirnar I þrem flokkum. En þær eru góðar. Sýna að við erum á uppleið. Þarna þarf ekki að vera vond- ur yfir nöldri „gamalla presta” og „ofstæki óþolandi bindindis- postula”. Það eruð þið sjálf að verki. Eða við sjálf, sem berum ábyrgðina. öll erum við ís- lendingar. Og það á að vera einn helzti heiður i heimi. Þann heiöur þarf að vernda, alla tið.Ekki sizt I þetta sinn, þegar heilt þjóöarbrot brott- fluttra Islendinga fagnar I anda uppruna sinum við hið yzta haf. Trúir, þótt það búi I farsælu frjósemdarlandi, aö hér sé lifs- trúarlindin — „nóttlaus vor- aldar veröld” viðsýnis og menntar. Látum þær einkunnir ekki til skammar verða. Stöndumst prófið um verzlunarmannahelg- ina. 011 með góða einkunn I hátt- visi, hófsemi, manngildi. Góða skemmtun.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.