Tíminn - 10.09.1966, Page 5
LAUGARDAGUR 10. æptember 1966
Clrgeranai: rKAivibUKNMKri.uiv.K.uKinlN
Framkvæmdastjóri: Kristján Bencdiktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
iýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Áukið framtak krefst
aukins lánsf jár
MDl. er frægt fyrir það að vera seinheppið í málflutn-
ingi. Sennilega hefur Mbl. þó aldrei verið slysnara en þeg-
ar það fór að eigna Framsóknarflokknum höftin á árum-
um 1947—49. Þessi höft voru nefnilega sett að frum-
kvæði núv, stjórnarflokka og framkvæmd af þeim í sam-
einingu.
Höftin á árunum 1947—49 áttu upphaflega rétt á sér
vegna þess fjármálaöngþveitis, sem hlotizt hafði af
stefnu og störfum nýsköpunarstjórnarinnar. Öllum hin-
um mikla gjaldeyrisforða, sem safnaðist á stríðsárunum.
hafði verið eytt og fjárhagslegt hrun var framundan.
nema gripið væri til róttækra ráðstafana. Þess vegna
verða Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ekki
áfelldir fyrir það, þótt þeir gripu til haftanna 1947—49,
en hinu verður heldur ekki mótmælt, að framkvæmd
haftanna fór þeim illa úr hendi, svo e'kki sé meira sagt.
Gjaldeyrisafkoma þjóðarinnar hefur verið slík á und-
anförnum árum, vegna góðra aflabragða og hagstæðs
útflutningsverðlags, að ekki hefur þurft að beita inn-
flutningshöftum eins og á árunum 1947—49. Það hefur
þó ekki dregið úr haftastefnu stjórnarflokkanna. Þeir
hafa fundið upp önnur höft, þegar innflutningshöttm
voru ekki lengur réttlætanleg. Þessi nýju höft þeirra
lánsfjárhöftin, eru atvinnuvegunum enn skaðlegri og
miklu auðveldara að misbeita þeim en nokkrum öðrum
höftum. Sú hefur líka orðið reyndin.
Nýlega lét af störfum þekktur bankastjóri í Noregi,
A. Berglöff, sem lengi stjórnaði Arbeidernes Landsbank.
Norska blaðið Aftenposten átti tal við hann í tilefni af
því. Það, sem þessi reyndi bankamaður lagði mesta á-
herzlu á að skilnaði, var þetta: Aukið framtak krefst
aukins lánsfjár. Ef norskt atvinnulíf á að eflast og
blómstra, má ekki þrengja að því með lánsfjárhöftum.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins
brestur alveg þeninan skilning. Þess vegna „frysta” þeir
vaxandi hluta sparifjárins meðan fjöldi fyrirtækja á í
margs konar erfiðleikum sökum lánsfjárskorts og rekstur
þeirra verður því miklu óhagkvæmari og dýrari en ella.
Þetta er nú stærsta vandamál fjölda framleiðenda í iðn-
aði, landbúnaði og sjávarútvegi.
Stjórnin segist beita þessum höftum til að draga úr
verðbólgunni. Þessi höft hafa þó löngu reynzt gagnslaus
í þeim efnum. Þar þarf allt önnur úrræði. En stjórnin
neitar að sjá staðreyndir. Hú<n heldur bara dauðahaldi í
lánsfjárhöftin sín.
Sérhagsmunaflokkur
Sjálfstæðisflokkurinn þykist öðrum flokkum fremur
vilja efla heilbrigðan einkarekstur. Samt er niðurstaðan
sú, að undir stjórn hans býr einkareksturinn við síversn-
andi aðstöðu. þrátt fyrir góðæri Verðbólga. lánsfjárhóft
og vaxtaokur valda hér mestu. Gegn öllu þessu ætti Sjálf-
stæðisflokkurinn að sporna, ef hann vildi efla almennt
framtak einstaklinganna. Flokksforustan gerir hins vegar
hið gagnstæða. Ástæðan er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn
er ekki sá, sem hann læst vera. Hann er fyrst og fremst
klíka fárra fjáraflamanina og braskara. Að þeim hlynn-
ir hann með alls konar sérréttindum, en stendur á sama
um alla hina.
TÍMINN
S
Gunnar Myrdal, prófessor:
Bandaríkin líkleg til sigurs
í „stríðinu við fátæktina"
MEGINHLUTI evrópskra inn
flytjenda hefur samlagazt hin
um velmegandi meirihluta, sem
nýtur innbyrðis jafnréttis i
Bandaríkjunum. Þeir hafa að
minnsta kosti hlotið fulla viður
kenningu hvað atvinnurétt
snertir. Innflytjendum af Gyð
ingaættum hefur ekki hvað
sízt farnazt vel efnalega. Mis
réttið, sem þeir verða að búa
við, er einkum félagslegs eðlis,
Eftir stríðið hefur bætt veru
lega úr fyrir negrum og öðrum
hörundsdökkum Bandaríkja-
þegnum, einkum þó um mennt
un og jafnrétti að lögum En
negrunum hefur ekki vegnað
eins vel efnalega. Urn það bil
fimmtungur íbúa Bandarikj-
anna er blásnauður, eins og við
höfum verið minnt allrækilega
á að undanförnu. Þetta verður
enn alvarlegra, þegar þess er
?ætt, að meðal þessa fimmtungs
er fjórðungur allra barna þjóð-
arinnar Til þessarar undirstétt-
ar heyrir miklu hærrí nundraðs
hluti hörundsdökkra manna en
hvítra. Samt sem áður eru tveir
þriðjungar hennar hvírir menn
þar á meðal margir „gamlir
Bandaríkj amenn“.
Mikill hluti hinn hvítu fá
tæklinga býr i fátækrahverfum
í sveitum og starfar ss.m land
búnaðarverkamenn eða éin
yrkjabændur. Margir búa í út
jaðri hinna smærri borga og lifa
af þeirri vinnu, sem fellur til
við og við. Þeir flytjast þó í sí
auknum mæli til fátækrahverfa
stórborganna, þar sem þeir búa
í þröngbýli við negrana. Fátæk
ír og ómenntaðir negrar frá suð
urfylkjunum og hvítir fátæk-
lingar flytjast einkum til borg-
anna í norður-fylkjunum. Þar
hafa þeir þrátt fyrir allt meiri
möguleika á að fá einhvers kon
ar vinnu en annars staðar, og
félagsleg aðstoð er þar auð-
fengnari.
MARGT veldur því, að lítil
bót verður á þessu ástandi,
jafnvel þó að almenn efna-
hagsþróun sé hagstæð. Fátækra
hverfi er að öllu leyti óheil-
næmt umhverfi, einkum fyrir
börn og unglinga. Einangrun,
misrétti og fátækt firrir allt,
sem við teljum til menningar,
og dregur úr framtaki og hæfni
til samlögunar. Fátækt, ásami
öllu, sem henni heyrir til, verð
ur að lífsmáta, sem gengur .
arf frá kynslóð til kynslóðar
hugarfarið, sem þessu um
hverfi fylgir, er jafnve) enn
meira þrúgandi en efnahags-
lega aðbúðin, þröngbýlið. nrörn
andi hús og óhreinindi.
Skólarnir í fátækrahverfun
um eru lélegir eins og allt ann
að, sem samfélagið á að sjá
um. Svo lítur út, sem almenna
um gæðum skólanna í fátækra
hverfunum, búnaðinum og
kennslunni sjálfri hafi hrakaö
á síðustu árum. þrátt fyrir
margar tilraunir yfirvalda ti)
að ráða bót þar á Þetta stafar
fyrst og fremsi af mjög örri
fjölgun barna í stórborgun ,
um. en þar búa sjaldan þeir
þegnar, sem betur mega sín.
hafa fasta atvinnu og eiga sér
bjarta framtíð.
Hr fylgir síðari hluti greinar Gunnars Myrdals um kjör
undirstéttanna í Bandaríkjunum. Niðurlagsorð hans eru þessi:
„Ég hef ætíð verið bjartsýnn á þróunina í stjómmáliun,
félagsmálum og efnahagsmálum Bandaríkjanna, þegar Banda-
ríkjamenn eru á annað borð bnir að opna au,gu sín megnar
ekkert að koma í veg fyrir, að eir vinni fullnaðarsigur í stríð-
inu gegn fátæktinni. Ég er sannfærður um, að einum manns-
aldri liðnum eða svo verða engin fátækrahverfi til í Banda-
ríkjunum og engin undirstétt, sem svift er möguleikum til
jafnréttis sem þegnar „hins
Enn ljósara verður, hve al-
varlegt mál þetta er, þegar við
gerum okkur grein fyrir, að
skólarnir í fátækrahverfunum
þyrftu að vera betri en skól
arnir i borgunum, til þess að
vega á móti þrúgandi áhrif-
um umhverfisins. Þar þyrftu
kennarar að vera að mun fær-
ari og auk þess þyrfti að njóta
við aðstoðar ýmissa opin-
berra stófnana, til þess að
vernda börnin fyrir þeim öfl-
um, sem ógna heilsu þeirra,
framagirni og siðferðisþreki.
Af þessu leiðir þörf fyrir mun
hærrí útgjöld vegna hvers barns
í fátækrahverfunum en annars
staðar.
ATvInNULEYSÍÖ 4" Baucfa
ríkjunum gerir þetta mál enn
orfiðara viðfangs. Alvarlegast
er, að atvinnuleysið er sérlega
mikið meðal æskumanna, nem
ur um 10 af hundraði alls í
landinu, er auðvitað mun meira
í fátækrahverfunum en annars
staðar og venjulega tvöfalt
meira meðal negra en hvítra
manna. Erfiðleikarnir á að fá
vinnu þegar skólanámi er lok-
ið, hafa mjög slæmar afleiðing
ar.
Margir hinna eldri íbúa fá-
tækrahverfanna eru í raun og
veru alveg ómenntaðir, þar sem
þeir hafa notið lélegrar skóla-
menntunar. Þetta á einkum við
um þá, sem komnir eru frá
suðurfylkjunum. Fjölskyld-
Síðari grein
unum hættir til að sundrast.
Tæplega tveir þriðju hlutar
negrabarna. búa hjá báðum for
eldrum sínum
Barnafjöldi er meiri í ta-
tækrahverfum borga og sveita
en annars staðar vegna meiri
frjósemi. Þar eru einnig hlu’
fallslega fleiri sjúklingar, bæKl
að fólk og gamalmenni Banda
ríkin eru eftirbátur annari a
auðugra ríkja um heisugæzhi
félagslegt óryggi yíirleitt
MEÐAL þess. sem viðheld-
ur undirstétt, sem ekk) hefur
verulega möguleika til að sam
lagast bandarísku ojóðlífi má
nefna bá staðreynd. að velmeg
unin eykst, og lífskjörin batna
hjá meirihluta bjóðarinn
ar. Vegna nútima heimilisvéla
og tízkubundinnar hneigðar til
að „gera hlutina sjálfur“ þurfa
mikla þjóðfélags”.
heimilin minna og minna á að-
stoð að halda til hinna fábrotn
ari starfa. Þegar kunnátta í
barnauppeldi, hreinlæti og
menntun eykst, verða starfs-
kraftar frá fátækrahverfunum
síður eftirsóttir en áður, bæði
á heimilum, barnaheimilim í
veitingahúsum og verzlunum.
Þegar sjálfvirkni í athafnalíf-
inu eykst og auk þess brestur
verulega á fulla atvinnu, verð-
ur að sjálfsögðu erfitt fyrir
æskufólkið að komast að við
framleiðsluna, nema öldruð-
um starfsmönnum sé þá um
leið(vikið á dyr, en þeir lenda
þá oft í fátækrahverfunum eins
og aðrir, sem við félagslega eða
efnahagslega annmarka búa.
Þegar menntun verður í sí-
auknum mæli skilyrði til hvers
konar starfa, verða þeir, sem
lítillar skólagöngu hafa notið,
meira og meira útundan, eink
um þó, þegar um er að tefla
öruggar stöður, sem veita mögu
leika til bættrar afkomu.
Á þennan hátt stuðla marg
ir þættir nútímaþróunar í
Bandaríkjunum að ákveðn-
ari afmörkun undirstéttar, sem
sífellt verður meira og meira
utangarðs. Hið dáða, frjálsa
bandaríska þjóðfélag, sem veit
ir öllum möguleika til að skapa
sína eigin framtíð, verður að
lífslygi gagnvart þessari undir
stétt. Þetta hefur þó verið
kjarni bandarískra hupjóna
saman ber the selfmade man.
Hugsjónin um jafna mögu
leika allra hefur frá önd-
verðu verið meginstyrkur þjóð
arinnar, og hvöt, en ekkert get
ur verið meiri andstæða henn-
ar en andstæðurnar, sem undir
stéttin býr við.
HINN mikli, félagslegi ójafn
aður byggist einnig á gamalli
hefð í Bandaríkjunum, eins og
ég benti á í fyrri grein minni
og Bandaríkjamenn eru að því
leyti sjálfum sér ósamkvæmir
Þeír viðurkenna upphátt — og
að minni hyggju í einlægni,
hin göfugustu sjónarmið. sem
þeir svo oft og einatt brjóta,
við uppbyggirgu lífs síns og
þjóðfélags.
Ávallt hafa verið til einstakl
mgar og samtök. sem hafa bar-
izt fyrir að bandarískri jafn
réttishugsjón "æri framfylgt bet
ur en raun ber vitni Þeim
hefur oft orðið verulega ágengt
en við og við hafa komið aftur
kippir Einn slíkur kippur varð
þegar negrarnir voru ofurseld
ir hinum hefndarþyrstu hvítu
mönnum eftir málamiðlunina á
áttunda tug nítjándu aldarinn
ar. Annar afturkippur varð svo
fyrir skömmu með hinni
Fremhald á bls. 15.