Vísir


Vísir - 06.08.1975, Qupperneq 4

Vísir - 06.08.1975, Qupperneq 4
4 Vlsir. Miövikudagur 6. ágdst 1975 Hópurinn er a6 „stússa” sig áöur en fariö er af staö. íslenzki vinsœll t>eir voru alsælir, krakkarnir, sem við hittum á reiöskóla þeim, er Hestamannafélagið Gustur I Kópavogi rekur. Þetta voru krakkar á aldrinum 8-16 ára. Sumir höfðu aldrei komiö á hestbak, þegar þeir byrjuöu, aðrir fóru þarna til aö bæta viö þekkingu sina. Gréta Jónsdóttir sér um skól- ann annað sumarið i röð. Hún er borgarbarn, en sagðist vera mikil hestakona. Nam á sinum tima hjá Ragnheiði, sem lengi rak reiðskóla. Gréta sagði, aö krakkarnir væru á hestum, sem leigðir hefðu verið af hestaeig- endum i Gusti. Hestarnir eru mjög fallegir, en nokkuð virka þeir stórir fyrir 8 ára börn. Aðstoðarmaður Grétu er Freyja Hilmarsdóttir. Hún kvaðst hafa öölazt gifurlegan áhuga á hestum, þegar hún var 11 ára. Enginn hestur hefði þá verið i eigu fjölskyldunnar. Hún er i Hestamannafélaginu Fáki. Margrét Sigurðardóttir er með eldri hestamönnum i hópn- um. Margrét er þrautþjálfaður hestamaður og á 2 hesta. Hún sagðist vera komin þarna til að fræðast betur um meðferð hesta og ekki sizt, hverju má ala þá á. Hún hefur sjálf verið i kennslu. Þegar við yfirgáfum hinn glaða hóp, sem i eru 12 krakkar, voru þeir að þeysa „eitthvað út I buskann”. Reiðtúrarnir standa 2 1/2 klukkustund upp um fjöll og firnindi. Allir sátu hinir keik- ustu i hnakknum og það siðasta, sem við sáum, var reyk- mökkurinn undan hestunum. —B.Á. hesturinn er hjá börnunum Þaö er ekki annaö aö sjá en sá stutti ætli aö klára sig áf. þvi aö komast á bak. ( Ljósm. BG) Ánœgður eigandi íslenzks hests í Þaö hafa fleiri dálæti á hestunum okkar en tslendingar. Charlotte Poulsen, sem býr í Danmörku, skrif- aöi blaöinu BTog sagöi: ,,Ég fer alltaf I sumarfri meö Islenzka hestinum minum, sem heltir Blesi, og ég fer með hann með mér á ströndina”. ap/UntEbR UTLÖND í MORGUN ÚTLOND Grunar að Hoffa sé ekki á b'fí 200.000 dala verð- launum hefur verið heitið hverjum þeim, sem veitt geti upplýsingar um, hvar ÍJimmy Hoffa, fyrrum leiðtoga vagnstjóra- samtakanna i Banda- rikjunum, er að finna. — Fjölskylda hans og vinafólk hefur lagt fram verðlaunin. Það var sonur Hoffa, lög- fræðingurinn James, sem kunngerði þetta i gær. — „Við skorum á hvern, sem vera vill i Bandarikjunum, til þess að veita lögreglunni hverjar þær upplýsingar, sem hann kann að luma á.” En þeir, sem að rannsókninni vinna og leita Jimmy Hoffa, eru orðnir vonlitlir um, að hann sé ennþá lifs. Ekkert hefur spurzt til hans i heila viku. Sá grunur hefur vaknað að honum hafi verið rænt og fyrirkomið. Þeir svartsýnustu telja jafn- vel litla von til þess að llk Jimmy Hoffa muni nokkurn tima finnast. Þykir þeim hvarf hans bera svipaðan keim og mörg dularfull hvörf manna, sem glæpaflokkar hafa i gegn- um árin komið fyrir kattarnef i Bandarikjunum. Fæst þeirra hafa verið upplýst. Fjölskylda Hoffa neitar hins vegar að trúa þvi, að hann muni dáinn. FBI, alrikislögreglan, leitar einnig að Charles O’Brien, 41 árs gömlum stjúpsyni Hoffa, en ekkert hefur heldur til hans spurzt, siðan Jimmy Hoffa hvarf. O’Brien gegndi stundum lifvarðarstarfi fyrir Hoffa. Alger Hiss fœr mólflutnings- réttindin aftur Alger Hiss, sem fundinn var sekur um meinsæri i einu umtalaðasta njósnamáli Bandarikjanna 1952, hefur nú aftur öðlazt málflutningsréttindi, en þeim var hann sviptur um leið og hann var dæmdur á sinum tima. Hiss, sem nú er sjötugur orðinn, var á sínum tima grunaður um að hafa tekið þátt i þvi að láta kommúniska njósnasendla hafa leynilegar upplýsingar. Hiss gegndi um það leyti opinberu embætti. Sjálfur hefur Hiss ávallt haldiö fram sakleysi sinu. Maðurinn, sem átti að hafa veitt upplýsing- unum viðtöku, Whittaker Chambers, játaði hins vegar að hafa verið erindreki kommúnista. Hiss afplánaði 44 mánuöi af 5 ára fangelsi, sem hann var dæmdur i. Hann hefur slðan barizt fyrir þvi, að birt yrði efni þeirra leyniskjala, sem honum var gefið að sök að hafa látið Chambers hafa. Hafði hann sitt mál loks fram núna á dögunum. 1 nóvember s.l. sótti hann enn- fremur um að fá málflutnings- réttindi sin aftur og úrskurðaði hæstiréttur Massachusetts hon- um i vil i gær. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.