Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 9. ágúst 1975 vísm ÍJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjóri: Fréttastjóri: y Ritstjórnarfulltrúi:, Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Þorsteinn Fálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf. Breytingar á vinnulöggjöfinni Við höfum nú búið við óbreytta vinnulöggjöf frá árinu 1938. Setninglaga um stéttarfélög og vinnu- deilur á sinum tima var merkt framfaraspor, og þessi lög hafa að ýmsu leyti reynzt vel. Hinu er ekki að leyna, að þau eru samin við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en við búum við i dag. Af þeim sökum er eðlilegt, að menn velti fyrir sér á hvern hátt sé unnt að breyta þeim þannig, að þau falli að nútima háttum i atvinnu- og félagsmál- um. Umræður um þetta efni hafa einkum skotið upp kolli, þegar vinnudeilur hafa staðið sem hæst. 1 sjálfu sér er eðlilegt, að einmitt við slikar aðstæð- ur leiði menn helzt hugann að þessu viðfangsefni. Á hinn bóginn er alveg ljóst, að það er óheppileg- asti timinn til þess að hreyfa við breytingum á þessu sviði, þegar aðilar vinnumarkaðarins deila um kaup og kjör. Og enn minni von er til þess, að umræður af þessu tagi geti borið árangur, þegar verkföll standa yfir. Hitt væri miklu skynsamlegra að nota timann milli samninga til þess að ýta við þessum málum. Þá er meiri von til þess, að um raunhæfan árang- ur gæti verið að raBða. Frumkvæðisskylda hvilir hér á heildarsamtökum launþega og vinnuveit- enda. Þessir aðilar hafa margsinnis lýst yfir þvi, að þeir væru tilbúnir til viðræðna um þetta efni. En á þessu sviði sem mörgum öðrum hafa menn látið nægja að sitja við orðin tóm. Margvislegar hugmyndir hafa verið settar fram um hugsanlegar breytingar á vinnulöggjöf- inni. í þvi sambandi má t.d. nefna hugmyndir um allsherjaratkvæðagreiðslu sem skilyrði fyrir verkfallsboðun. Einstök verkalýðsfélög hafa haft þennan háttinn á, en önnur hafa staðið að slikum aðgerðum samkvæmt ákvörðunum örfárra for- ystumanna. 1 öðru lagi má nefna hugmyndir um aukið vald sáttasemjara. Hann gæti t.a.m. orðið fastur embættismaður, er hefði ákveðin undirbúnings- störf á hendi milli þess sem aðalsamningavið- ræðurnar standa yfir. Þá gæti hann hugsanlega haft ákvörðunarvald um að fresta verkföllum. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa verið settar fram m.a. með það i huga að koma i veg fyrir, að fá- mennir starfshópar geti nýtt aðstöðu sina á svipaðan hátt og flugmenn hafa gert. Það eru þvi næg verkefni fyrir höndum, sem full ástæða er til þess að ihuga af gaumgæfni. Hér er á hinn bóginn um að ræða spurningu um þjóð- félagsleg völd. Verkalýðsforingjarnir hafa mikil völd eins og vera ber og þeir sitja yfirleitt mjög lengi i forystusætum i félögum sinum. Trégða þeirra við að taka þessi málefni ákveðnum tökum byggist að nokkru leyti a.m.k. á þvi, að þeir ótt- ast, að þessi valdaaðstaða geti raskazt. En til- gangur þessara breytinga á ekki að vera sá að draga úr áhrifum verkalýðsfélaganna til þess að semja um kaup og kjör, enda munu forystumenn- irnir ekki óttast það svo mjög. Hitt er sennilegra, að þeir fari svo hægt i sakirnar vegna þess, að þeir óttast að missa persónuleg áhrif. Stjórnmálaflokkarnir eru undir sömu sök seld- ir. Þeir hafa ekki þorað að ræða þessi málefni opinskátt, svo að nokkru nemi. Þeir óttast hags- munahópana. Það er þó skylda þeirra fyrst og fremst að hefja umræður um þetta viðfangsefni og móta ákveðna stefnu. Spurningunni um, hvort manninum ætti nokkurn tlma eftir að verða auðið að komast til tunglsins, hefur veriðsvarað. En eftir er aðsvara þvl, hvort llf finnist á Marz. Þetta er ljósmynd, sem geimfarið Mariner 9 hefur sent tii jarðar af yfirboröi Marz. Hún er af norðurpó! stjörnunnar, en hægra megin sést hún stækkuð sérstaklega. Nœsti ófangi er Marz Bandaríkjamenn, sem hafa látiö einn af elztu draumum mannsins ræt- ast, þegar þeir komu manni til tunglsins, hef jast nú handa i næstu viku við að leita svars við annarri áleitinni spurningu:--------- Skyldi vera líf á Marz? Geimferðarstofnun Bandarikj- anna (skammstöfuð NASA) ætlar að senda tvö nákvæmlega eins geimför sin hvora ferðina til þessarar dularfullu rauðu plánetu — 700 milljón kilómetra vega- lengd. Hvort farið um sig á að skilja eftir sig böggul á köldu, þurru yfirborði Marz. Þeir eiga að lenda mjúklega á stjörnunni, þvi að báðir hafa að geyma næm og viðkvæm mælitæki. Fyrra geimfarinu verður skotið á loft núna á mánudaginn. Þessi nýja geimferðaráætlun er kölluð „Viking”. Hún verður sú stórbrotnasta af þeim geimferð- um, þar sem menn eru ekki i för. Tilgangurinn með henni er að leita upplýsinga um það, hvort lif sé að finna á Marz, annað hvort i fortið eða nútið. Ferðin til Marz mun taka um það bil eitt ár og lýkur, þegar tveim vasaútgáfum af rann- sóknarstöð, algerlega sjálfvirk- um, hefur verið komið fyrir á Marz. Þessum rannsóknarstöðv- um er ætlað að kanna samsetn- ingu jarðvegsins á Marz og sömu- leiðis þvi andrúmslofti, sem þar er að finna. Geimskipiö, sem flytur þessar athugunarstöðvar, verður á braut umhverfis plánetuna. Það veröur útbúið til mælinga og myndatöku af plánetunni og til að senda upp- lýsingar og myndir jafnharðan til jarðar. Með þessum tviþættu athugun- um öðlast visindamenn mögu- leika á að fá gleggri heildarmynd af Marz, skoðað úr minni fjarlægð en hingað tii og siðan fylla upp i þá mynd með upplýsingum um smærri atriði, fengnum frá at- hugunarstöðvunum, sem lenda. Menn vonast til þess að geta, að fengnum þessum upplýsingum, gert sér grein fyrir, hvernig lofts- lagi og veðurfari er háttað á plánetunni, segulsviði hennar og ýmsum eðliseiginleikum. En Vikingáætlunin er þó i grundvallaratriðum til þess að kanna, hvort lif fyrirfinnst á ná- grannaplánetum okkar. Lendingarstöðvarnar, sem geimfarið flytur til Marz, mun i þvi skyni gera ýmsar tilraunir og athuganir á jarðvegssýnishorn- um. Sérstök kló klórar upp sýnis- hornin, sem sjálfvirk tækin taka siðan til sundurgreiningar. t einu hólfi þessa apparats verður gerð tilraun með eftirlik- ingar með efnastarfsemi plantna, eins og hún er hér á jörðunni. Verður þvi að flytja ýmis nær- ingarefni, sem plöntur krefjast, með geimfarinu og athugunar- stöðinni alla leið til Marz. Einn liður athugananna lýtur að könnun á formbreytingum efnis, úr föstu yfir i fljótandi og áfram yfir i gas. Niðurstöðum verður siðan öll- um komið til skila aftur til jarðar, s.vo fremi sem ekki hendi eitthvað óhapp i lendingunni, sem skaðað geti tækin. Þessi könnun á þvi, hvort lif leynist á Marz, byggist ekki á þvi, að vfsindamenn telji, að „litlir grænir karlar” fyrirfinnist á plá- netunni. Sú hugmynd er löngu komin úr tizku, þótt menn hafi sumir trúað þvi hér eitt sinn, að einhverjar slikar furðuverur hefðu grafið skurðina, sem stjörnusjónaukar hafa greint á yfirborði stjörnunnar. En hitt ætla visindamenn sér að ganga úr skugga um, hvort skil- yrði séu til lifs á Marz eða hafi kannski einhvern tima verið. Það gæti orðið þeim að liði við að svara spurningum um uppruna lifs á jörðunni. Þessar rannsóknir verða þvi mjög itarlegar og nákvæmar. Koma þar að góðu haldi sjón- varpsmyndavélarnar i geimfar- inu, sem útbúnar eru svo næmum linsum, að þær gætu greint bletti á stærð við knattspyrnuvelli. Mjög reynir á tölvu- og transist ortæknina, þvi að sjálfvirknin ræður öllum gangi þessara til- rauna. Tækin verða að vinna allt sjálf —eða sem allra mest, þvi að skilaboðin væru svo lengi að ber- ast þessar 700 milljónir km (eða 1400 milljónir km báðar leiðir), að það tæki alltof langan tima með fjarstýringu héðan a'f jörðu. Stefnubreytingar á geimfarinu verða gerða'r af rafreiknum um borð i þvi sjálfu: Lendingin sjálf veröur stýrð af slikum tölvum. Menn geta rétt gert sér i hugar- lund, hvernig til tækist, ef Viking- geimfarið þyrfti að senda skila- boð til jarðar og biða i fjörutiu minútur eftir réttum viðbrögðum, þegar það ætti kannski aðeins 10 metra ófarna niður á yfirborð þessarar dularfullu stjörnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.