Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 9. ágúst 1975 cTVIenningarmál Ekki á klafa hjá neinum MYNDUST Magnús Tómasson myndlistarmaður hef- ur staðið framarlega i starfsemi SÚM undan- farin ár, bæði i skipu- lagningu sýninga, og með framleiðslu ó- venjulegra verka úr margskonar efni, svo sem úr járni, blikki, plasti, tré gúmmi og fleirum. Einna þekkt- ust af verkum hans er „Stóra Flugan” sál- uga. En Magnúsi er fleira til lista lagt og er nú m.a. að ljúka við að breyta gamalli hlöðu i vinnustofu og ibúð i Vesturbænum. A.I.: Þinn ferill er að mörgu óvenjulegur Magnús, t.d. fórst þú beint á Dönsku Akademiuna 1963 tvítugur maður, án þess að hafa komið við I Myndlistar- skóla hér. Hvernig stóð á þvi? M.T: Það var þessi oflátungur i manni. Ég var að gutla i Menntaskóla fram i fimmta bekk en hætti svo og vildi komast út i listina. Þá hafði Jóhannes Geir verið mér mjög alúðlegur og haukur i horni hvað listáhuga minn snerti. Þá sendi ég myndir út til Akademl- unnar og Svavar Guðnason var svo elskulegur að mæla meö mér, eins og hann gerði fyrir Tryggva Ólafsson og Eyjólf Einarsson. Þar var Egill Jacob- sen, gamall kollega Svavars við völd og ég var tekinn inn. A.I: Nú varst þú með einka sýningu 1963, áður en þú fórst út. Hvað var að sjá á henni? M.T.: Báta og landslag, þetta venjulega — undir alls- konar áhrifum. Ég hef lúmskt gaman af þeim þegar ég sé þær, annars eru þær týndar flestar. Það voru þesskonar myndir sem ég sendi út. A.I.? Hvaða þýðingu hafði svo Akademian fyrir þig? M.T.: Málaraskólinn sjálfur var afskaplega gamaldags, maður gat alveg eins verið heima hjá sér og teiknað. En ég var ákveðinn i að fá eitthvað út úr verunni þar sem ég ætti ekki kost á að læra heima og fór i Grafik og Rýmisdeild Steerup-Hansens. Þar fór fram mikil tilraunastarfsemi með plast, járn, allt mögulegt. Myndhöggvaradeildin var bara steinrunninn akademismi. Það mætti e.t.v. segja að ég hafi haldið mig við tilraunir siðan. Það var ákaflega skemmtilegt að búa i Höfn þá og sjá hvernig tiðarandinn breyttist — frá majonis og smörre-brödstiman- um til pornótimans. A.I.: Hvernig var svo þinu sambandi við FIM og SÓM háttað á þessum lærdómsárum þínum? M.T.: SÚM var að sjálfsögðu búið að sýna frá 1965, Hreinn Friðfinnsson, Jón Gunnar og Sigurjón Jóhannsson höföu sýnt undir merki þess, en þar eö ég var að mestu I Höfn var mitt samband við þá ekki eins náið og skyldi. En svo hafði ég unnið einhverja samkeppni 1967 og þótti tækur I FÍM um leið. 1968 kom ég svo heim og þá hafði Kristján Guðmundsson náð i þetta húsnæði sem varð Galleri SÚM. Það var áður trésmiða- verkstæði og við tókum það á leigu, gerðum það upp, klædd- um veggi, máluðum o.s. frv. — allt af litlum efnum. Siguröur Guðmundsson var svo fyrstur til að sýna þar. A.I.: Hverjar voru svo for- sendur SÚM, að þvi er þér fannst? M.T.: SCM var einfaldlega hópur af ungu fólki sem vildi sýna það sem þvi sýndist, án þess að utanaðkomandi hefðu einhverja stjórn á. Þetta var félagslegt fyrirbæri, samstarf án manifestó — það hefði i raun verið erfitt að koma saman sliku plaggi þvi einstaklingar innan SÚM höfðu ákaflega mis- munandi skoðanir. Sumir voru pólitiskt sinnaðir, aðrir ekki og allt i lagi með það. Einnig voru kynntir nýir straumar i er- lendri myndlist. SÚM var án efa eina lifsmarkið I islenskri list á þessum tima. A.I.: SÚM var þá ekki stefnl gegn FÍM eins og Bragi As- geirsson vill meina? A.I.: Gátu þá allir sem vildu fengið inngöngu i SÚM? M.T: Nei, þvi SÚM var ekki hugsað sem stéttarfélög og gat ekki tekið að sér slikt hlutverk upp á eigin spýtur. SÚM var félags fólks með svipað hugar- far. A.I.: Hver var svo þin per- sónulega afstaða til list- sköpunar? Voru þin verk fyrst og fremst experiment, eða kom csþetikin einnig inn i spilið? M.T.: Ég hef alltaf verið fagurkeri i mér. En „fallegt” er svo afstætt hugtak. Margt af þvi sem fólk kallar „ljótt” við min verk, finnst mér sjálfum fallegt. Við getum e.t.v. sagt að ég sé á hötturn eftir nýrri fagurfræði. Magnús Tómasson i vinnustofu sinni. —Ljósm.: Bragi. M.T.: Langt frá þvi. Bragi er búinn að ljúga þessu svo oft að hann er farinn að trúa þvi. Það var enginóvildá milli. En það er eins og margir eldri listamenn séu haldnir paranóiu, þeir halda að öllu nýju sé stefnt gegn þeim. A.I.: Hvernig urðu svo sam- skipti SÚM og FÍM næstu árin? M.T.: Ég og nokkrir aðrir yngri menn sem vorum i FIM gerðum itrekaðar tilraunir til að fá félagið til að taka inn ungt myndlistarfólk. En alltaf var verið að þrengja inntöku- skilyrðin og gera þetta aö exklúsifari félagsskap, svo við sögðum okkur úr FÍM. En ég vil taka það fram að mér finnst viðhorfin hafa breyst og i stjórn FIM eru nú margir ágætis- menn. En við vildum gera FIM að hreinu stéttarfélagi og Guð veit að slikt félag er lifs- nauðsyn. Rikið notar mynd- listarmenn sem skrautfjöður I þjóðhátiðarhatt eða aöra hatta, þegar þvi sýnist, en vill ekki borga brúsann. Sigurður Guðmundsson bar fram ágæta tillöguum,að FÍM yrði gert að slikum félgsskap, og fengju allir inngöngu sem teldu sig af fyllstu sannfæringu vera að búa til myndlist — án gæðaprófs. Hann tók sem dæmi að i Dagsbrún þyrfti verkamaður ekki aö sýna fram á hversu stóran skurð hann gæti grafið til að 'fá inngöngu. En stundum leiði ég esþetikina alveg hjá mér, og þá er ég að reyna að koma af stað hug- kveikjum, hugmyndatengslum, — og þá stundum með snert af meinhæðni. Þetta gæti t.d. átt við „landslagsmyndir” minar. Þingvallamynd eftir mig er innrammaður mosi og vatn i krukku, hvort tveggja frá Þing- völlum. Þetta er kjarni mynd- efnisins, ekki satt. Mér fannst þetta sjálfum reglulega fallegt. A.I.: Einnig er mikið um Ijóöræna leiki i verkum þinum. M.T.: Þau eru mörg „litterer”. Ævintýri og söngur, eins og um Litlu gulu hænuna. Svo langar mig að gera máls- háttamyndir. Annars les ég ekki ljóð, ég er alveg steinhættur að lesa nokkurn skapaðan hlut, nema til þess að svæfa mig. Proust er t.d. ágætur við svefn- leysi. A.I.: Það er erfitt að tala um stilþróun eða heildarsvip I sam- bandi við þin verk — þarna eru „relief” myndir, dósin stóra, kassarnir, gúmmipúturnar og flugur, flest gjörólikt. Breytir þú til af ásettu ráði? M.T.: iÉg hef ekki hugsað mikið um þetta. Min starfsævi hefur skipst nokkuð eðlilega i vissar „periódur”, sem gjarnan stjórnast af einhverri vissri tækni. Tæknin hefur mikil áhrif á það sem maður gerir hverju sinni. Ég bý til fjöldann allan af verkum i huganum og svo steypi ég, hamra, móta eða negli saman eftir þvi sem hug- myndirnar kefjast. Ég á mér ekkert uppáhaldsefni til að vinna úr. A.I.: Er e.t.v. hægt að segja að eitt einkenni á þinum verkum sé að teflt er saman hinu lifræna og vélræna? M.T.: Jú, stundum. Þar er e.t.v. á ferðinni ákveðinn meinhæðni, t.d. hvað snertir nútima neytendaþjóðfélag. A.I.: Hvar hefur þú getað unnið sum af stærri málmverk- um þínum? M.T: I verksmiðju J. B. P. hérna i nágrenninu. Þeir hafa verið mér framúrskarandi hjálplegir, sérlega annar eig- andi verksmiðjunnar, Pétur Kristinsson. Þeir hafa umborið mig og eru alls ekki hneykslaðir á þvi sem ég er að gera. A.I.: Snúum okkur sem snöggvast að tveimur verkum, Niðursuðudósinni, gerð 1969, og Stóru Flugunni, gerð 1970, sem bæði vöktu mikla athygli. Hver var tilgangurinn á bak við þessa griðarstækkun á tiltölulega hversdagslegum fyrirbærum? M.T.: Ég vil nú láta fólk að einhverju leyti sjálft um að túlka min verk. Það mætti kannski segja að ég hefði verið að reyna að skapa undrunar „móment”, með þvi að snúa stærðarhlutfallinu alveg við fyrir áhorfanda. A.I.: En slik „móment” eru varla langlif, ekki satt? M.T.: Ja, maður vonaðist alltaf eftir nýjum áhorfendum. Flugan fannst mér ákaflega fallegt, „konstrúktift” verkefni I sjálfu sér. Það má kannski geta þess að i barnæsku gerði ég margar athyglisverðar tilraunir með fiskiflugur. En ég hugsaði ekki um „Stóru Fluguna” sem „myndlist”, það var algert aukaatriði. „Dósin” hefði getað verið viss tilraun til meinhæðni um neytendaþjóðfélag. Svo mætti skoða „Flugnaherinn”, sem ádeilu á múgmennsku, og þar kom kveikjan e.t.v úr Science Fiction. A.I.: Hver urðu svo örlög Stóru Flugunnar? M.T.: Hún var fyrir mistök send til Kaupmannahafnar af Stedelijk safninu i Amsterdam og þar var ég rukkaður um flutningsgjöld fyrir hana. Ég var þá hér heima og sendi peninga, en ekki nógu snemma og flugan var brennd af Nótarius Públikus á öskuhaug- um Kaupmannahafnar. A.I.: Er það tilfellið að flest þin verk hafi lent á öskuhaug- um ? M.T.: Það er rétt. Þeir eru minn besti kúnni. Bæði er það að ég hef verið á harkhólum með vinnustofur og verkin hafa skemmst á flakki. Svo hef ég ekki nennt eða haft aðstöðu til að gera við, og keyrt þau beint á haugana. Svo er ég lika lélegur sölumaður og hef ekki getað komið þeim frá mér á þann hátt. Þetta gerir ekkert til, þau eru til á ljósmyndum. A.I.: Við höfum komið inn á það að mörg verk þin eru ádeilur og taka ákveðna þjóð- félagslega afstöðu. Má þvi ekki kalla þau pólitisk? M.T.: Sum þeirra innihalda privatpólitik. Ég er ekki á klafa hjá neinni stefnu. Þau byggjast á persónulegum húmanisma. A.I.: Hvað viltu segja um „ástand og horfur” I myndlist á tslandi i dag? M.T.: Astand og horfur. Það er erfitt að gera úttektir. Það má t.d. minnast á gagnrýnend- ur. Hér eru tveir málarar sem skrifa um málara. Þeir eru eins og Kexverksmiðjan Frón og Kexverksmiðjan Esja og skrifa hvor um annars kex, ota sinum eigin tota — eða þá stjórnast af einhverjum annarlegum hvöt- um I skrifum sínum. Þá skortir oft alla ábyrgð, og vel meinandi Aðalsteinn Ingólfsson rœðir við listamenn fólk tekur skrif þeirra sem heilagan sannaleika. Það má einnig svara þessari spurningu út frá ökonomisku hliðinni. Listamenn þurfa að eiga stéttarfélag til að vernda rétt sinn fjárhagslega gagnvart rikinu og einkaaðilum. Eins og ég ympraði á hér áðan, telur rikisvaldið sig geta leitað enda- laust á náðir listamanna, þegar mikið liggur við, en slettir svo i þá nokkrum verðbólgukrónum einu sinni á ári. Það má spyrja hvort þjóð sem tekur þessa af- stöðu til listamanna sinna geti verið menningarþjóð. Það var táknrænt að haldin var sýning i minningu málara á þjóðhátiðar- árinu, en Sigurður var einmitt drepinn úr hor af samlöndum sinum. Rithöfundar hafa náð að breyta lögum sér i hag, að ein- hverju leyti. Myndlistarmenn þurfa einnig að fara að ihuga þessi mál. Ljósmyndari fær t.d. greitt fyrir ljósmynd af lista- verki I blöðum, en sá sem lista- verkið skóp fær ekki krónu. Hér þarf höfundarétturinn að koma til. Svo geta menn braskað með málverk listamanna, sem enn eru á lifi og búa við slæman kost. Listamaður ætti að geta fengið prósentur af endursölu eigin verks. Einnig mætti ihuga nefskatt á sýningargesti og berjast fyrir þvi að „heimild” um skreytingar bygginga verði að lagaákvæði. Svo þarf að styrkja Listasafnið betur og sá peningur þarf að dreifast viðar. Nú, sköpunarhliðin sjálf mótast að einhverju leyti af þessum ökonómisku vanköntum. Það er samt ýmislegt að gerast ef að er gáð og ég hugsa að þau fræ sem SÚM hefur sáð eigi eftir að skila sér. SÚM er meira að segja farið að hafa áhrif á eldri málara, ég hef orðið var við miklar framfarir hjá þeim. Annars varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með verk yngri manna á siðustu SÚM-sýningu. Eitthvert áhugaleysi var rikjandi meðal þeirra gagnvart þessari sýningu, einhver tor- tryggni. Sýningin sjálf var ekki nógu breið og vantaði mikils- verða menn. En það sem er reglulega gleðilegt er þessi nýja gróska i grafík og aukin tækni grafikmanna. A.I.: Hvaöer á döfinni hjá þér sjálfum: M. T.: Það er fyrst og fremst þetta stóra myndverk fyrir Essó á Suðurlandsbrautinni. Þar hef ég unnið með arkitektunum Guðmundi Kr. KristinSsyni og Ferdinand Alfreðssyni, sem hefur verið mjög ánægjuleg reynsla. Essó hefur verið mjög jákvætt og ánægjulegt aö þeir skuli láta hluta af oliugróðanum drjúpa i vasa minn. Tema verksins sjálfs er „siðasti oliu- dropinn’. Svo langar mig að gera seriu af barnabókum fyrir minn eina og tryggasta aðdáanda, son minn fjögurra ára — ef hann hefur þá ekki for- framast i útlöndum og kann ekki að meta verk min lengur. Þá er bara um tvennt að velja, gera út á grásleppu eða bjóða sig fram i forsetakjör.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.