Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 09.08.1975, Blaðsíða 16
16 .______________________________________________________________________________________________________________Vísir. Laugardagur 9. ágúst 1975 r ÍOAG 1 Q KVÖLD | D □AG | Q KVÖLD | □ □AG | Sjónvarp kl. 18,50 ó sunnudag: Kapla- skjól Nýr brezkur framhalds- myndaflokkur fyrir börn byrj- ar i sjónvarpinu á sunnudag- inn. Hefur myndaflokkurinn hlotið nafnið Kaplaskjól i is- lenzkri þýðingu. Myndin gerist á búgarði i Englandi, þar sem roskinn hershöfðingi hefur komið á fót eins konar hvildar- og hress- ingarheimili fyrir gamla hesta. Það er mikið að gera á þessu ágæta heimili og eftir að Dóra, sem er frænka hershöfðingj- ans, kemur þangað til dvalar, tekur hún virkan þátt i dagleg- um rekstri búsins og lendir i margs konar erfiðleikum og ævintýrum. Þýðandi er Jóhanna Jó- hannsdóttir. Útvarp kl. 14,00: Staldrað víð ó Patró Það er ljómandi gaman að koma á þessa staði úti á landi. Fyrst er maður litinn hornauga, þvi að fólk botnar ekkert i, hvað maður ætlar að fara að gera. Þegar ég fer að kynnast þessum stöðum og fólkinu, sem þar býr nánar, liður mér yfirleitt mjög vel, sagði Jónas Jónasson útvarpsmaður sem hefur gert viðreist um landið, til að taka fólk tali. Yfirleitt dvel ég nokkra daga á staðnum, til að finna eitthvað þema til að vinna eftir. Ég leita ekki að neinum sérkennum á þeim stað, sem ég heimsæki, heldur lýsi honum eins og hann er í dag og gær og verður ef til vill á morgun, sagði Jónas. Ég vil taka það serstaklega fram, aðþetta eru viðtöl við ein- staklinga, sem búa þarna, og það verður rætt um fleira en Patreksfjörð og það, sem þar fer fram. Ég mun tala við alls konar fólk i margvislegum störfum, til dæmis tala ég við gamlan mann, sem heitir Þórður Guð- bjartsson. Hann hefur átt heima mjög lengi á Patreksfirði. Ég tala við aflakóng, læknana á staðnum, skólastjóra tónlistar- skólans og barna- og unglinga- skólans, danska konu, sem er búsett á Patreksfirði, sveitar stjórann og fleiri og fleiri. Það verða ekki flutt nein skemmtiatriði i þættinum, en i Þistilfirði, þar sem ég var að taka upp þátt, sem verður i Ut- varpinu bráðlega, þá bjó ég á bóndabæ, þar sem alltaf var eins konar kvöldvökustemmn- ing að vinnudegi loknum, þá var skotið á mann sögu og farið með vfsur. Þetta mun ég m.a. nota i þeim þætti. Ég hef flutt þætti, sem eru i svipuðu formi og þessi frá Patreksfirði, þar sem mannlif- inu er lýst eins og það birtist i öllum sinum fjölbreytileika. Þessir þættir hafa verið frá Eyrabakka og Blönduósi. 1 næstu þáttum heimsæki ég Vopnafjörð og frá þeim stað flyt ég fjóra þætti. Ég heimsæki einnig Þórshöfn, Þistilfjörð, Raufarhöfn, Kópasker og Leir- höfn. —HE. Útvarp kl. 20,45: Hvaða aðferð nota karl- menn til að heilla konur? llvað verður i þættinum hjá þér að þcssu sinni Sigmar? — Þriggja daga vinnuvika á tslandi? Ég kcm með „patent” lausn á þvi, hvernig hægt væri að gera þann draum að veruleika. Siðan kúvendi ég og fer að tala um konuna, m.a. kemst ég að þeirri niðurstöðu, að hún sé ekki veikara kynið, heldur sterkara kynið. Góð eiginkona á að vita, hvað manninum finnst bezt að borða, en eiginmaðurinn, veit hann hvað konunni þykir bezt að borða? Þessa spurningu lagði ég fyrir nokkra eiginmenn, sem ég hitti fyrir utan verzlunina Glæsibæ, rétt fyrir hádegi einn daginn, sagði Sigmar. Árið 1921 skrifaði kona nokkur grein i „Visi” og sagði þar, að það væri gagnslaust fyrir konur að læra á hljóðfæri, þær ættu heldur að læra tungumál. Ég skýri nánar frá þessu kynlega máli. Siðan segi ég frá mjög merki- legri rannsókn, sem erlendir visindamenn hafa gert, En þessir menn komust að þvi, að „náttúru- leysi” væri mjög algengt hjá ung- um og miðaldra mönnum. Visindamennirnir brutu ákaft heilann um hvernig á þessu gæti staðið. Komust þeir að þvi, að flestir þessara manna höfðu verið giftir, fengið leið á konunum sin- um, skilið. Siðan fóru þeir út á galeiðuna og hittu fyrir ungar stúlkur, sem vildu eiga frum- kvæðið að þeirra kynnum, en þetta verkaði mjög kyndeyfandi á karlpeninginn. Ég brá mer út á götu og spurði nokkra karlmenn, hvaða aðferð þeir notuðu til að heilla konur ■' HE r Utvarp kl. 16,25 á sunnudag: Skemmtilegar fréttir úr Vísi og Tímanum „i þessum þætti legg ég áher/.lu á að kynna lög á tólf laga plötum, sem ckki hafa orð- ið vinsæl, cn á bak við þessi lög liggur ekkert minni vinna en þessi 2-4 lög, sem ef til vill ná miklum vinsældum á svona stórum plötum”, sagði Svavar Gests í viötali við Visi. „Auk þesa ætla ég að flytja ýmiss kenar fróðleik og skritlur, m.a. úr vestur Isienzkum blöð- um. Inni á milli þessara dagsk.rar- liða les ég skemmtilegar fréttir upp úr Visi og Timanum. Vert er að geta þess, að fréttin úr Visi er mun skemmtilegri , sagði Svavar. Þegar blaðamaður Visis spurði hæversklega, hvaða fréttir þetta væru, þá var hon- um sagt að fara niður i bæ og kaupa sér útvarp og kveikja sið- an á þvi á sunnudaginn! HE. Útvarp kl. „Hálf fimm" laugardag: Þingvallavegur í brennidepli Jökull Jakobsson sér um þátt með blönduðu efni t ágúst og september mánuði ætlar Jökull Jakobsson að spjalla um allt og ekkcrt eins og hann oröaði það, i úlvarpsþætti sinum „Hálf fimm, þegar Vis- ir hringdi i hann i gær. Þátturinn i kvöld fjallar þó að miklu leyti um Þingvöll og þá einkum Þingvallaveginn. Þegar blaðamaður spurði að þvi hvernig á þvi stæði að Þing- vallavegurinn væri allt i einu orðinn svona merkilegur að það þyrfti að gera heilan þátt um þann veg, þá sagði Jökull, að það myndi skýrast rækilega fyrir hverjum sem æki þann ágæta veg! Inn á milli þessa fróðleiks um Þingvelli og veginn, sem við þann fallega stað er kenndur, þá spilar Jökull létta tónlist við allra hæfi. he Útvarp Björn Bjarman rithöfundur spjallar við hlustendur Þrjá næstu sunnudaga ætlar Björn Bjarman rithöfundur að spjalla við útvarpshlustendur i léttum tón. Hann kallar þetta spjall sitt „Að selja tékkávisun i Helsing- fors”. Þar lýsir hann þvi, sem honum datt i hug, meðan hann var að leysa út tékka frá Lands- banka tslands, þá staddur i Helsingfors i Finnlandi. Þessi spjallþáttur Björns kemur í staðinn fyrir þætti Jón- asar Guðmundssonar, rithöf- undar. HE Bandarisk bíómynd frá árinu 1951 er í sjónvarp- inuíkvöld. Meö aðalhlutverk fara Kirk Douglas, Jan Sterling, Bon Arthur og Billy Wilder.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.