Vísir - 09.08.1975, Side 8

Vísir - 09.08.1975, Side 8
Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn með skróð lögheimili í Vestmannaeyjum , Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum með skráð lögheimili i Vestmannaeyjum, og ekki hafa þegar skilað skýrslu um nöfn viðkomandi starfs- manna ásamt nafnnúmeri, heimilisfangi og gjalddaga launa, að gera það nú þegar. Athygli er sérstaklega vakin á, að beitt verður heimild i fyrrgreindri reglugerð þannig að vanræki launagreiðandi skyldur sinar samkvæmt ofangreindu eða vanræki hann að halda eftir af launum samkvæmt kröfu verða gjöld launþegans innheimt hjá atvinnuveitandanum svo sem um eig- in skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Vestmannaeyjum. FATASKAPAR Hafið þér kynnt yður fataskápana frá Stíl — Húsgögnum? Ef svo er ekki en yður vantar rúmgóðan fataskáp, þá höf- um við skápinn sem passar, þeir passa hvar sem er og eru fyrir hvern sem er. Léttir í flutningi og auðveldir í uppsetningu Sendum um allt land. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Stíl — Húsgögn Auðbrekku 63, Kópavogi. Simi 44600. Lager og skrifstofuhúsnœði til leigu að Ármúla 21, Vatnsvirkinn hf. Simi 15223. Storf við kvikmyndir Laust er frá og með 1. september starf aðstoðarmanns i safninu. Verkefni eru út- lán og viðhald kvikmynda, skrásetning og fleira. Starfið er i 15. launaflokki opin- berra starfsmanna. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist safninu sem fyrst. Fræðslumyndasafn rikisins Borgartúni 7 PASSAMYIVDIR teknar i litum tilftiútiar strax I harna & f lölsftsyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Vísir. Laugardagur 9. ágúst 1975 GERÐUR EÐA OIDTMANN? Fyrir skömmu voru settir upp vegíegir gluggar eftir Gerði heitina Helgadóttur i nýrri kirkju i Ólafsvik sem virðast eff ir ljósmyndum að dæma vera hin mestu listaverk. Eiga þeir skilið rækilega umfjöllun sem verður þó að biða betri tima. Uppsetningu glugganna önnuð- ust að venju hinir viðfrægu handverkssnillingar Oidtman bræður i Linnich, i Þýskalandi, en þeir unnu með Gerði allt frá þvi hún gerði gluggana fyrir Skáiholtskirkju 1959 og fram til dauðadags hennar. Þeir ólafsvikingar voru að vonum ánægðir með verkið og hafa nú ákveðið að láta setja fleiri steinglerglugga i kirkjuna. Samdist þeim svo við þá Oidt- man bræður er þeir voru staddir hérlendis við uppsetninguna á gluggum Gerðar, að þeir mundu hanna þá glugga sem eftir væru i kirkjunni i stil listakonunnar. Allt þetta hefur verið i fréttum og engar athugasemdir hafa verið gerðar við samning þenn- an. En hér ber að gæta margs. 1 fyrsta lagi komum við hér inn á það vandamál hvað gera skal við verk listamanns sem skyndilega fellur frá að þeim óloknum. Þetta er skylt þeim vanda sem blasti við fornleifa- fræðingum á 19. öld, er þeir voru að flytja griskar og rómverskar styttur til safna um alla Evrópu. Margar voru þær skaddaðar, höfuð, fætur og hendur vantaði og er þeir limir ekki fundust, tóku þeir gjarnan það ráð að láta þeirra tima myndhöggvara bæta þeim við, svo stytturnar yrðu sem næst þvi sem þær upp- runalega voru. Thorvaldsen vann m.a. við slikar „endurbæt- ur” á ferli sinum. En nú hefur tiðarandinn breyst og flestir gervilimir veriö fjarlægðir af þessum styttum. Ástæðan er sú að við nútimamenn höfum lært að virða handbragð og persónu- leika einstaklingsins i lista- manninum, þótt hann sé eins fjarlægur okkur i tima, og nafn- laus, eins og þessir grisku og rómversku listamenn. Þótt sárt sé aö sjá þessar styttur skemmdar, höfuð- og handa- lausar, — þá er enn sárara aö sjá þær endurtúlkaðar af nú- tima listamönnum sem sjaldan vita nákvæmlega hvernig stytt- urnar voru I sinni upprunalegu mynd, og það er I raun hroki gagnvart þessum gleymdu listamönnum að ætla sér að „ljúka” verkum þeirra. Þetta hefur gilt 120. aldar list, meö örfáum undantekningum. Það hefur enginn látið sér detta i hug aö „ljúka” þeim skissum i leir sem myndhöggvarinn Rod- in lét eftir sig, þótt samningur hafi verið gerður við hann um tiltekið verkefni meöan hann liföi. Verkin eru maðurinn og þegar hann deyr er ekki hægt að bæta við verk hans, nema hann hafi látið eftir sig nákvæm og ákveðin fyrirmæli og Itarlegar teikningar þar aö lútandi. Hvaö snertir nútima lista- menn koma aö sjálfsögöu fjár- munir inn I spiliö, fólk eöa stofn- anir hafa pantaö verk og e.t.v. greitt mikinn hluta þeirra fyrir- fram. En hér verður Dauðinn aö hafa siðasta orðið eins og venju- lega og væntanlegir kaupendur eiga þá rétt á að fá peninga sina til baka úr dánarbúi eða þá hiö ókláraöa listaverk. Annað væri siðferðilega rangt. Nú er ekki aö efast um snilld þeirra Oidtman bræðra og tryggð þeirra viö Gerði Helga- dóttur. Handverk þeirra á is- landi ber þeim fagurt vitni. Og það þarf heldur ekki að lá ólafs- vikingum þótt þeir hafi viljað fá gluggana sina á réttum tima, og eftir Gerði. En eins og kemur skýrt fram i viðtali við Ludovicus Oidtman i Morgunblaðinu (1. ágúst), þá hafði Gerður ekki lokið við þessa glugga áður en hún lést og „var ekki á staðnum til að skera MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson úr um túlkunina”. En þeir Oidtman bræður töldu sig þekkja Geröi svo vel sem lista- mann að þeir komust „að sam- eiginlegri niðurstöðu um það hvað hún heföi viljað” og eru vissir um að „gluggarnir eru framleiddir I hennar anda”. Þessi ummæli má túlka á tvo ólika vegu, sem tryggð við lista- konuna og jafnframt ómeövit- aðan hroka gagnvart lista- mannseðlinu. Það þekkir enginn góðan listamann svo vel að hann geti skorið úr um túlkun á verki hans að honum látnum, þótt hann hafi unnið með honum i 15 ár, eins og I þessu tilfelli. Það kemur einnig fram i viðtalinu við Lucovicus Oidtman aö Gerður átti það til að deila um einstök atriði við hjálparmenn sina á verkstæðinu. Eins og stendur virðist það þvi liggja ljóst fyrir að glugg- arnir i Ólafsvik eru eftir Gerði ogOidtman verkstæðið, en ekki eftir Gerði eina, og þegar teikn- ingar hennar verða birtar — vonandi sem fyrst, getum við gengið úr skugga um hversu mikið listakonan á I verkinu á móti verkstæðinu. Hér er alls ekki veriö að kasta rýrð á verkið sjálft, en við og ólafsvikingar eigum rétt á þvi að vita hver á hvað. Þótt deila megi um höfund þeirra glermynda i Ólafsvikur- kirkju sem þegar hafa verið settar upp, þá er samningur þeirra Oidtmanbræðra og Ólafsvikinga um viðbótar- glugga mun alvarlegra mál. Oidtmanverkstæðiö hefur, eins og áöur hefur veriö sagt, boðist til aö gera glugga I „stil Gerö- ar”, — vegna þess aö þeir „þekktu hana og verk hennar til hlitar”, eins og segir i fyrr- greindu viðtali. Hér leyfa þeir Oidtmanbræð- ur sér þá spámennsku að geta upp á þvi hvernig still Gerðar myndi þróast, værihún enn á lifi og hafa jafnframt tekið sér nokkurskonar „patent” á þeirri framleiðsiu. Megum við þá ekki alveg eins búast við þvi að „le style Gerður” verði boðinn öðrum aðilum og kirkjum til kaups á næstu árum? Allavega yröi sá still ódýrari, þvi ekki þyrfti að greiða milliliði fyrir uppdrætti. En það er einmitt eitt af höfuöeinkennum góöra lista- manna að still þeirra breytist og þroskast stöðugt. Sjáum t.d. hvernig still Gerðar sjálfrar breytist frá Skálholtsgluggun- um til Kópavogsglugganna. í þessu tilfelli væri eðlilegast að öðrum islenzkum listamanni yrði fengið það verk að hanna þessa afgangsglugga I Ólafsvik, og hann mundi þá taka fyllsta tillit til þeirra glugga sem fyrir væru. Til eru mörg dæmi um það að slikt „samstarf” hefur tekist, án nokkurs ósamræmis. Vonandi bera ólafsvikingar gæfu til að leiða þetta mál til lykta á giftusamlegan hátt, — og sjálfsagt er að fá Oidtman- bræörum það verkefni að setja gluggana upp. i samtalinu i Morgunblaðinu við Ludovicus Oidtman kemur það einnig fram að þeir hafa boðist til að „ljúka” nokkrum bronsverkum hennar, m.a. fyrir Hamrahliöarskólann, Sam- vinnubankann o.fl. Hér ættu hlutaðeigendur einnig að athuga sinn gang og fara fram á að fá að athuga nákvæmlega þær teikningar og módel sem Gerð- ur heitin haföi gert I sambandi við þessi umsömdu verk, og einnig væri rétt að leita upplýs- inga um það hvort hún hefur I erfðaskrá sinni eða öðrum pappirum minnst á örlög þess- ara verka. Það þarf að ganga úr skugga um hvort hún sjálf hefur verið nægilega ánægð með þau á þvi stigi sem þau eru á vinnu- stofu hennar nú og hvort hún hefur gefiö einum eða neinum umboð til aö „ljúka” þeim. Það þarf alls ekki að vera trygging fyrir þvi að verki sé lokið frá hendi listamanns, þótt teikning- ar og nákvæm módel af þvi séu til staðar. Oft eru slikar teikn- ingar og módel aðeins fyrsta skref hans I átt að fullsköpuðu verki. Það kaupir að visu enginn köttinn I sekknum er hann kaup- ir verk eftir þá Oidtmanbræöur, —- en það er ekki hið sama og kaupa verk eftir Gerði Helga- dóttur. Ludwig Oidtmann og Heinrich Beyss

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.