Vísir - 13.08.1975, Síða 1
65. árg. — Miðvikudagur 13. ágúst 1975 —181. tbl.
Olöglegar
bílaleigur
í borginni?
— bls. 3
Fiskverðið féll úr
1,3 millj. í 30 þús. kr.
— Baksíða
fyrir borgarráð: Nýja leikhúsið kostar milljarð
HBHHH
■■Hjm
Hann er óbanginn þessi pilt-
ur. Hann hefur þann starfa
að snurfusa brúna yfir ölfus-
á, sem flokkur manna málar
af kappi þessa dagana. — Sjá
baksiðu
Allt sem við gerðum í
gœr eyðilagðist í nótt
— sagði Brandur
Stefánsson, vega-
verkstjóri, um
ástand og horfur
við Múlakvísl
Astandið hefur ekkert batnað.
Allt það, sem við gerðum i gær,
eyðilagðist aftur i nótt,” sagði
Brandur Stefánsson, vegaverk-
.stjóri i Skaftafellssýslu, i viðtali
við VIsi i morgun.
Brandur sagði, að unnið hefði
verið að þvi i gær með þremiy
stórvirkum jarðýtum að veita
Múlakvisl undir brúna á öðrum
stað, en flaumurinn hefði rifið það
niður i nótt. „Það er mikið vatn i
ánni”,sagðiBrandur, „en þóekki
meira en venjulegt er á sumrin.
Hins vegar er áin svo breytileg,
að hún getur breytt sér frá degi til
dags og stundum jafnvel á hverj-
um klukkutlma. Nú verða mér
æðri menn að koma til og gera
skyndiráðstafanir. Það er aug-
ljóst, að sú viðgerð, sem nú verð-
ur að fara fram, verður ekki til
' frambúðar.”
Ekki verður farið yfir brúna
öðruvisi en gangandi, og fólk
kemur ekki að brúnni öðruvisi en
eiga vist far hinum megin. Áætl-
unarbilarnir hafa mikið að gera
og gengur vel, þvi að sérleyfis-
hafinn hefur bila báðum megin
br.úar — og fólksflutningar hans
hafa aukizt við þessa vegartálm-
un.
Einnig fer margt fólk Fjalla-
baksleið, og hefur verið unnið að
þvi þar að gera við verstu farar-
tálmana. Ferðafólk á þeirri leið
hefur fengið aðstoð þar, sem til
hefur þurft, þótt opinberir hjálp-
arbilar séu þar engir. Sú leið er.
ekki talin fær litlum fólksbilum.
—SHH
KEKKONEN KOMINN I LAXINN
Uhro Kekkonen, forseti Finn-
lands, kom i heimsókn til
fslands klukkan 11 i morgun.
Hann kom I einkaflugvél sinni,
sem lenti á Reykjavikurflug-
velli. Aðaltilgangurinn meö
heimsókninni er að veiða lax I
Viðidalsá, en forsetinn mun
heimsækja Vestmannaeyjar og
Akureyri. Forseti Islands, herra
Kristján Eldjárn, tók á móti
Kekkonen á flugvellinum og fór
með hann til Bessastaða, þar
sem þeir snæddu saman
hádegisverð. — OT.(MyndBG)
Teikningar og likön af nýju
borgarleikhúsi voru lagðar fyrir
fund borgarráðs, sem haldinn
var I gærdag.
Frestað var að visa málinu til
Byggingarnefndar, þar eð
Albert Guðmundsson óskaði eft-
ir að gera sérstaka bókun, sem
hann var ekki tilbúinn með, þar
eð mál borgarleikhússins var
sett mjög snögglega inn á dag-
skrá fundarins I gær.
Teikningar og likön af húsinu,
sem unnar hafa verið af
arkitektunum Guðmundi Kr.
Guðmundssyni og Ólafi Sigurðs-
syni, eru mjög nýtizkulegar og
jafnframt frábrugðnar þeim út-
linum, sem viö eigum að venjast
af Þjóðleikhúsinu og öðrum
eldri leikhúsum.
Aætlaður kostnaður við smiði
hússins er um 1000 milljónir og
mun gert ráð fyrir, að borgin
standi straum af miklum’ meiri-
hluta þess fjár.
Visir hafði i morgun samband
við Albert Guðmundsson, borg-
arráðsmann til að kanna efni
þessarar sérbókunar, sem hann
vildi gera við afgreiðslu máls-
ins.
— Leikfélagið er þannig upp-
byggt, að það er I eigu mjög
fárra aðila. Ég tel rétt,-þegar
verja á þúsund eða jafnvel tvö
þúsund milljónum I byggingu
nýs leikhúss, að stjórn félagsins
verði endurskoðuð frá þvi, sem
nú er, sagði Albert.
— Leikfélagið leigir sitt hús-
næði'. I dag og þvi er ekki óeöli-
legt, að aðeins einn fulltrúi
borgarinnar sitji i stjórn fé-
lagsins, En þegar byggja á
yfir félágið fyrir slikar upphæð-
ir og hér er'um að ræða, tel ég
borginni skylt að hlutast frekar
til um reks'tur ög stjórn félags-
ins, sagði Albert Guðmundsson.
Albert sagði jafnframt, að
hann teldi fjármagnshraða
vegna byggingar nýja hússins of
mikinn og jafnframt, að borg-
inni væri skylt að sinna húsnæð-
isvanda laglegusjúklinga og
aldraðra, áður en ráðizt væri i
að byggja jafn dýran munaö og
nýja leikhúsið væri. _jb
Það er svona sem nýtt borgarleikhús kemur til meö aö líta út I nýja miöbænum. Glæsileg bygging
og dýr (Ljósmynd Visis BG).