Vísir - 19.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 19.08.1975, Blaðsíða 1
obTárg. —Príoiudagur i9. ágúst 1975— 186. tbl. HELVI SIPILA KVENNAÁRSKONAN Á ÍSLANDI LVsír6 „Settum kerfi póst- hússins nœstum úr sam- bandi síðustu dagana" — sagði Jóhanna Þróinsdóttir ó Ferðaskrifstofu ríkisins „Þaö hefur þurft að líta i ýmis horn”, sagði Jóhanna Þráinsdótt- ir á Feröaskrifstofu rikisins, cn sú skrifstofa hefur annazt um ferðir i sambandi við lögfræð- ingaþingið. Jóhanna sagði, að undirbúning- ur hefði staðið vel þetta ár og til dæmis hefðu útlendingarnir veriö búnir að velja sér innanlands- ferðir fyrir mörgum mánuðum. Hún sagði, að fyrsti hópurinn, sem kom á laugardag, hefði farið til Akureyrar og Vestmannaeyja. A sunnudag komu siðan 3 flugvél- ar og fjórar i gær. Siðustu þrjár vélarnar koma i dag, en það eru Flugleiðir, sem flytja allan hóp- inn. Þeir, sem komu með seinni ferðunum, komast fæstir lengra en að Gullfossi og Geysi áður en þingið byrjar. Jóhanna sagði að gestirnir væru dreifðir um öll hótel bæjar- ins. Hún bætti við, að segja mætti að þingiö væri of fjölmennt til að hægt væri með góðu móti að taka á móti fólkinu. Jóhanna sagði, að Feröaskrif- stofan hefði sent öllum gestunum farseðlana og hefðu það verið upp i 300 seðlar á dag. Þetta hefði næstum sett alla starfsemina á pósthúsunum úr skorðum. Hún sagði, að flestir hinna 1100 þátttakenda færu heim á laugar- dag og sunnudag, en þó yrðu nokkur hundruð manns eftir. Þeir hygðust skoða landið öllu betur en kostur gefst til, meðan á þinginu stendur. —BÁ B Aukning mest á létta víninu 10-15% söluaukning á áfengismagni i julimanuði: ,,Þó að vin hafi hækkaö um 100% á rúmu háifu ári, hefur orðið 10—15% aukning á sölu á- fengis i júlimánuði á þessu ári út af lager A.T.V.R., samanbor- iðvið sama mánuð i fyrra. Þá er miðað við magn en ekki krónu- tölu”, sagði Svava Bernhöft, innkaupastjóri A.T.V.R. „Aftur á móti minnkaði sölu- magnið innan við 1% að meðal- tali fyrri hluta þessa árs — sam- anborið við i fyrra. En reynsla okkar hefur verið sú, að það hef- ur alltaf verið minni sala á áfengi fyrri hluta árs”. Ekki er gott að segja, hvers vegna þessi aukning á sölunni hefur átt sér stað i júlimánuði nú, það gætu til dæmis hafa ver- ið fleiri ráðstefnur erlendra gesta, eða þá verzlanirnar hafi birgt sig betur upp af áfengi nú en i fyrra, eða þá raunveruleg aukning á áfengisneyzlu lands- manna hefur átt sér stað. Þó er ef til vill ekki ástæða til svartsýni ennþá, þvi aðalsölu- aukningin Ut af lager hjá okkur það sem af er þessu ári hefur átt sér stað i léttum vintegundum, eins og borðvinum, sherryteg- undum og púrtvinum. En salan á sterkum vintegundum hefur jafnframt minnkað. Til dæmis er það i fyrsta sinn i mörg ár, sem hefur átt sér stað minnkun á sölu Vodka, en lengi vel hafði verið stöðug söluaukning á þeirri vintegund”, sagði Svava. Sala á vintegundum eins og Viskii, Rommi, Gini og Sériever hefur einnig minnkað stöðugt, eftir þvi sem vinið hækkaði. Aft- ur á móti hefur orðið töluverð söluaukning að magni til á is- lenzku brennivini, sem er nokk- ru ódýrara en hinar sterku vin- tegundirnar,” sagði Svava að lokum. HE Það má búast við mikilli umferð fram hjá húsinu viö Laugarásveg 12 eftir viöurkenninguna, sem fallegasta húsið i borginni. Hér er hús- móðirin, Margrét Sigurðardóttir, ásamt dóttur sinni, Margréti Dóru og barnfóstrunni Sigriöi. Ljósm.: Bj. Bj. fSðngur lóunnor — fólk ekur jafnvel á röngum vegarhelmingi til þess að sjó fallegasta einbýlishúsið í Reykjovík „Það er mjög skemmtilegt fyr- ir arkitektinn að húsið skuli fá þessa viðurkenningu, og við erum auðvitað mjög ánægð”, sagði Margrét Sigurðardóttir, þegar við heimsóttum hana i húsið við Laugarásveg 12 i morgun, en það hús hlaut viðurkenninguna falleg- asta einbýlishúsið i Reykjavik. Margrét býr þar ásamt eigin- manni sinum Ragnari Halldórs- syni, forstjóra ISAL, og fjórum börnum þeirra. Húsið virðist eitt það bezta# standa vel fyrir sinu, enda vekur það athygli vegfarenda. „Maður hefur bara áhyggjur af þvi, að það verði einhvern tima á- rekstur hérna fyrir utan. Fólk ek- ur stundum á röngum vegar- helmingi til þess að sjá húsið bet- ur”, sagði Margrét. „Það viröist aðallega vera þakiö, sem vekur athygli, en svo er ekki hægt að neita þvi að húsið er fallegt hjá arkitektinum”. Þau hjón hafa aðeins búið þrjá mánuði i húsinu en bjuggu áöur i næsta nágrenni. Eitt af þvi, sem Margrét sagði að sér likaði bezt við að búa á þessum stað, væri söngur lóunnar og svo útsýniö. Það er Helgi Hjálmarsson, sem teiknaði húsið, og þó að margir hafi skoðað það utan frá hingaö til, má búast við að þeim eigi eftir að fjölga eftir viöurkenninguna. —EA Hlustum á Bretana — segir Einar Ágústsson — Við ætlum að hlusta á það, höfum ekki sett nein fyrirfram sem Bretar hafa að segja, og við skilyrði, sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, við VIsi i morgun. Ekki hefur verið tekin endan- leg ákvörðun um, hvenær viðræðurnar um 200 milna fisk- veiðilögsögu hefjast, eða hvaða form verður á þeim. Brezkum stjórnvöldum er hins vegar um- hugað um, að það veröi sem fyrst. Sendiráð íslands I London mun væntanlega hafa milligöngu i þessu máli. Það eina, sem virðist hafa verið ákveðið á þessu stigi, er að viðræðurnar fari fram iReykja- vik. Ekki er vitað, hver veröur fyrir sendinefnd Breta, en þaö var Roy Hattersley, ráðuneytis- stjóri I brezka utanrikis- ráðuneytinu, sem kom beiöni um viðræður á framfæri við Niels P. Sigurðsson, sendi- herra. -ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.