Vísir - 23.08.1975, Side 6

Vísir - 23.08.1975, Side 6
6 Vísir. Laugardagur 23. ágúst 1975 VISIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Ititstjóri: Þorsteinn Pálsson (titstjórnarfuiltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 línur Dreifing valds í stjórnmálum hefur lengi staðið grundvallar- ágreiningur milli þeirra, sem vilja byggja upp sterkt miðstjórnarvald i þjóðfélaginu og hinna, er telja dreifingu valdsins skynsamlegri. Flestir stjórnmálaflokkar telja sér það til framdráttar að skipa sér á bekk með formælendum vald- dreifingar. Slikar yfirlýsingar eru þó oft á tiðum fremur i orði en á borði. Lýðræðisskipulagið er i eðli sinu umgjörð um þjóðfélag sátta. Þar verður að taka tillit til ólikra sjónarmiða og hagsmuna, meirihlutinn á hverj- un tima getur ekki fótumtroðið minnihlutann. Hér á landi vilja flestir stjómmálaflokkar telja sig málsvara valddreifingar. Engum vafa er undirorpið, að við höfum á ýmsum sviðum reynt að dreifa efnahagslegum og stjórnmálalegum völdum i þjóðfélaginu. Miðstjórnar- og flokks- ræðishugsunarhátturinn er eigi að siður um of ráðandi. Hér hefur jafnan verið að þvi stefnt, að sem flestir gætu átt sinar eigin ibúðir. Á þessu sviði höfum við náð lengra en flestar aðrar þjóðir. Nú heyrist stöku sinnum það sjónarmið, að þessu verði að snúa við: íslendingar eigi að búa i leigu- húsnæði opinberra aðila eða stórra byggingar- félaga. Engum blöðum er um það að fletta, að það yrði mikið óráð, ef brugðið yrði út af þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið fram til þessa. 1 þessu sam- bandi verða menn að hafa i huga, að fátt hefur tryggt á áhrifameiri hátt efnalegt sjálfstæði borgaranna en einmitt almenn einkaeign á ibúðum. Fyrir þær sakir eigum við að halda óbreyttri stefnu. Á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn keppzt við að lýsa áhuga sinum á byggðastefnu. Þá er átt við, að menn vilji efla byggðir utan þétt- býlisins við Faxaflóa. í sjálfu sér er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að stjórnvöld geri sérstakar ráðstaf- anir til þess að koma i veg fyrir, að einstakir landshlutar dragist aftur úr i efnalegu- og félags- legu tilliti. Stjórnmálamenn hafa hins vegar ekki fengizt til þess að mæla fyrir um eða hugleiða, hvernig skynsamlegast sé að haga slikum að- gerðum þannig, að þær komi að sem beztum not- um. Engum stjórnmálaflokki hefur flogið i hug að tengja aðgerðir i byggðamálum við dreifingu valds i þjóðfélaginu. Þó virðist nokkuð auðsætt, að raunhæfum árangri verður ekki náð i þessum efnum, nema með þeim hætti. Þau handahófs- kenndu vinnubrögð að ausa fjármunum eftir flokkspólitiskum leiðum úr miðstýrðum sjóðum i Reykjavik koma aldrei að sömu notum. Landsbyggðarþingmenn virðast hafa ákveðna tilhneigingu til þess að auka fremur miðstjórnar- valdið en hitt. Fólkið úti á landsbyggðinni þarf þá i auknum mæli að sækja til þeirra og fyrirgreiðsl- an verður þá þeim að þakka. Vafalaust ráða þessi sjónarmið ekki alfarið, en margt bendir til þess, að þau vegi þungt á metunum, þó að allir lands- byggðarþingmenn séu ekki undir sömu sök seldir i þessum efnum. í þessu máli kemur glöggt fram, að allt tal stjórnmálaflokka um valddreifingu er miklu fremur orðagjálfur en raunverulegur vilji. Þær skoðanir eru jafnvel settar fram nú, að visasti vegurinn til þess að efla Alþingi sé að auka flokksræði i opinberri stjórnsýslu. En á þessu sviði eins og mörgum öðrum er höfuðnauðsyn, að við teygjum okkur meir i átt til dreifingar valds en verið hefur. Josef ina Del Valla er há- vaxin, lagleg og dökkhærð kona um þritugt, einkarit- ari eins af helztu verk- fræðingum Kolombíu, sem hef ur skrifstof ur á 30. hæð í skýjakljúfi í Bogota. En hún er líka norn. Og yfirmaður' hennar, hinn 49 ára gamli Simon Gonzales, er galdrameist- ari. Þessi tvö eru aðalhvatamenn fyrstu alþjóðaráðstefnu galdra- hyskis, en hún hefst einmitt á morgun i Bogota í Kólombiu. Þangað er vænzt um 2000 ráð- stefnufulltrúa, og þar á meðal er ekki ómerkari menn en italski kvikmyndaleikstjórinn, Michel- angelo Antonioni. Hann rriun reyndar halda fyrir- lestur um „Galdrakukl i kvik- myndum” og sýna kafla úr myndum á borð við „Rosemary’s Baby”, „Nornirnar frá Salem” og til þess aðslá á léttari strengi „Galdrakarlinn frá Oz”. „Menn skulu þó ekki gera sér neinar vonir um að sjá nornir svífandi á sópsköftum, þvi að ekkertþessháttarer þarað finna. Þetta er grafalvarlegur visinda- viðburður.og skrattanum er ekki boðið,” sagði Josefina Del Valla i viötali við fréttamanninn, Hern- ando Orozco, á dögunum. Svarti galdur eða djöfladýrkun er sert sé ekki á dagskrá ráð- stefnunnar. Þess i stað verða þarna á fjög- urra daga langri ráðstefnunni, fluttir fyrirlestrar um parasál- fræði, stjörnuspeki, huglækning- ar og fleira og fleira. „Hugmyndin að baki ráðstefn- unni er að skiptast á upplýsingum og ræða krafta sjötta skilningar- vitsins, sem allar manneskjur eru búnar — þótt i mismunandi mæli sé,” sagði Josefina. Það hefur tekið hana og verk- fræðinginn þrjú ár að undirbúa ráðstefnuna. Létu þau sem vind um eyrun þjóta allar glósumar, sem þetta að sjálfsögðu bauð heim, eöa vanþóknunar- viðbrögðin, sem birtust hjá hneyksluðum almenningi. Né heldur létu þau þá staðreynd draga úr sér kjark, að ekki eru nema þrjár aldir síðan nornir og særingamenn voru brennd á báli af kaþólska rannsóknarréttinum á torginu, aðeins nokkur hundruð metrum frá skýjakljúfnum, þar sem verkfræðiskrifstofa Simons Conzales er. „Ef við hefðum kallað þetta ráðstefnu um parasálfræði, hefði enginn haft neitt við það að at- huga,” gerir Gonzales verkfræð- ingur sér ljóst. „En okkur fellur orðið „galdrar” betur. Það gefur imyndunaraflinu lausan tauminn, það er meiri hljómur i þvi.” Hann lá Alberto Lleras Cam- argo, fyrrum forseta Kólombíu, á hálsi fyrir umvandanir þess sið- arnefnda i þingræöu á dögunum. Camargo hafði sagt, að þessi ráð- stefna mundi spilla fyrir viðleitni lærðra lækna til að vinna bug á hjátrú alþýðunnar og þeim tök- um, sem „huglækningar og skottulækningar” — eins og for- setinn fyrrverandi orðaði það — hefðu haft á almenning. Hinn kaþólski kirkjuh’,fðingi landsins hefur ekkert um málið sagt — enn sem komið er. Jesú- itapresturinn, Reynaldo Pareja, lét þó á sér skilja á dögunum, hvers væri að vænta úr þeirri átt- inni, þegar hann kallaði ráðstefn- una ganga i berhögg við „allt sem gefur lffinu æðra gildi”. En boðunaraðilar ráðstefnunn- ar hafa ekki látið þetta letja sig við undirbúninginn. Ráðstefnu- salurinn biður skreyttur þriggja metra hárri myndastyttu af suð- ur-ameriskum Indiána, galdra- lækni auðvitað, með öllum til heyrandi stöðutáknum sliks manns. Meðal annarra fulltrúa en kvik- myndaleikstjórans, sem að ofan er getið, er að vænta Israels- mannsins, Uri Geller, sem rekið hefur raunvisindamenn heimsins á gat með ótrúlegum hæfileikum sinum og furðufyrirbærum. Menn minnast frásagnar af þvi, hvemig hann sannfærði tortryggna vis- indamenn um, að hann gat beygt og jafnvel brotið i mola hluti gerða úr ekki deigara efni en málmi. Obrum kvikmyndaleikstjóra var boðið að sækja ráðstefnuna. en það var Federico Fellini. Hann afþakkaði þó og kvaðst of vant við látinn við gerð myndarinnar „Casanova”. Á nornasveim þennan er búizt einnig við kolombiska rithöfund inum, Gabriel Garcia Marquez. sem notfærði sér óspart ýmsa þætti nornafræðinnar, þegar hanr spann efnivið frægustu bókar sinnar „Hundraðára einangrun” Og á listanum yfir þessa 200C fulltrúa er ,athyglislegt, hvað úii þar og grúir af prófessorum qg doktorum. Illlllllllll m 11

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.