Vísir - 27.08.1975, Page 1

Vísir - 27.08.1975, Page 1
vism 65. árg. — Miðvikudagur 27. ágiíst 1975 —193. tbl. KLIPPT AFTAN ÚR TVEIMUR ÞÝZKUM t nótt kom varðskip Land- heigisgæziunnar að tveimur þýzkum togurum, sem höfðu kastað um 18 milur fyrir innan 50 milurnar. Þetta voru Köln NC 471 og Karl Wiberter BX 667. Þeir rifu strax upp, eftir að gef- ið hafði verið stöðvunarmerki. Þarna var slæmt veður og hélt varðskipið sig i grennd við skip- in i nótt. Kiukkan nfu i morgun var veður farið að skána og hóf þá Köln veiðar 6,7 milur fyrir innan. Hið sama gerði togarinn Arcturus 739, sem talinn var i landhelgi og færður tii Vest- mannaeyja fyrr á þessu ári, en undan honum hefur mjög verið kvartað. Var klippt aftan úr honum klukkan 9,11 9,8 sjómilur fyrir innan. Aður haföi verið klippt aftan úr Köln. —BA Farmönnum tókst ekki að jafna „Náðum ekki svo góðu langstökki" Farmönnum mistókst að jafna metin við hafnarverka- menn i samningunum i gær. „Nei, við náðum ekki svo góðu langstökki, en þetta er þó i átt- ina,” sagði Guðmundur Hall- varðsson, Sjómannafélagi Reykjavikur, i morgun. „Það urðu ýmsar breyting- ar á samningum og breytingar á greiðslum vegna starfsald- urs. Flokkagreiðslum var breytt til samræmis við greiðslur til annarra stétta á farskipunum,” sagði Guð- mundur. Getur verið, að samningur- inn verði felldur eins og gerð- ist i vor? „Það veitégekki en held þó, að menn gangi að þessu. Ég tel, að þetta standi betur nú. Aðeins er samið til áramóta.” Samningurinn, sem samn- inganefndir höfðu gert i vor, var felldur með eins atkvæðis mun, og af þvi spratt kjara- deilan, sem nú virðist vera af- staðin. Fundur verður i Sjómannafélagi Reykjavikur klukkan tvö i dag og hefst sið- an atkvæðagreiðslan, sem mun staiida til klukkan fimm næstkomandi þriðjudag. Verkfallinu, sem átti að hefj- ast á miðnætti á morgun, hefur verið frestað til mið- nættis aðfaranótt miðviku- dags i næstu viku. Guðmundur sagði, að samn- ingurinn gilti frá 1. júni siðast- liðnum. Sumar hækkanir kæmu til farmanna fyrr en ASÍ-samkomulagið segði til um. —HH Happdrœtti sýningarinnar Nokkur ruglingur hefur orö- ið á frásögnum af happdrætt- isvinningum á Alþjóðlegu vörusýningunni og er þvi nú birt yfir þá yfirlit, með núm- erum. 23. ágúst var vinningshafa og gesti boðið að dveljast sem heiðursgestir á Hótel Valhöll frá föstudegi til sunnudags og númerið var 7942. 24. ágúst var vinningurinn að Húsafelli og númerið 15921. 25. ágúst var það skemmti- sigling með Akraborg fyrir vinningshafa og 15 gesti og númerið 18686. 26. ágúst, eöa i gær, var það svo dvöl á Hótel Húsavik, með ferðum, fyrir vinningshafa og gest og númerið var 21481. I dag fær svo vinningshafi þriggja daga yfirráð yfir 18 manna langferðabil ásamt bil- stjóra og má fara með vini og vandamenn hvert á land sem er. Skýrtverður frá númerinu á morgun. Gestir á vörusýningur.ni eru nú komnir yfir 20 þúsund. —ÓT. Byggingarnefnd neitar— ráðherra veitir leyfi „Okkur berast margar kærur frá þeim, sem una ekki úrskurði bygging- arnefndar, en örfáar af þeim eru afgreiddar,” sagði Hallgrimur Dalberg, ráðuneytis- stjóri i félagsmálaráðu- neytinu. Þaðan hefur nýlega verið afgreitt bréf, þar sem bygging- arnefnd er beðin um að breyta úrskurði sinum. Húsið, sem þarna er fjallað um, er að Hjallavegi 8. Húseigendur fóru fram á að fá að stækka það. Húsið við hliðina no. 6 hefur að mati byggingarnefndar óþarflega mikla lengd samsiða götu. Bygg- ingarnefnd þótti þvi ástæðulaust, að lóð nr. 8 færi fram yfir þá lengd. Þetta eru parhús, sem yrðu 28,9 metrar að lengd, þegar húsið á no. 8 hefði verið stækkað. Byggingarnefnd visaði til þess, að á lóöinni 14-16 við sömu götu væru húsin 25 metrar. Byggingarnefnd telur i bréfi sinu til félagsmálaráðuneytis, að samræming húsanna sé mikil- vægt atriði. Þá telur hún, að nýtingarhlut- fall það sem náist með stækkun- inni, sé of hátt til að þaö fái stað- ist. Nýtingarhlutfall samkvæmt " reglugerð um skipulagsáætlanir gerir ráð fyrir 0,3, en yrði 0,66 á lóðinni við Hjallaveginn. Ráðherra ritaði Skipulagsnefnd áður en hann gaf fyrirmæli sin til ráöuneytisstjóra. úrskurður fé- lagsmálaráðuneytisins var siðan á þá leiö, að byggingarnefnd ætti að veita umbeðið byggingarleyfi. Aðalrök ráðuneytisins voru þau, að ekki væri verið að fara fram á aö byggja stærra hús að tiltölu en er á lóðinni Hjallaveg nr. 6. Hvað viðvék nýtingarhlutfalli var sýnt fram á, að hlutfallið á lóð 6 og 8 væri svo til nákvæmlega það sama. Þaðer að segja, ef um- sókn kæranda næði fram að ganga. Ráðuneytiö benti á að, „algengt væri, þegar byggt væri i eldri hverfum, ef um sambygg- ingar er að ræöa, að byggingar- leyfi hafi veriö veitt fyrir bygg- ingum, sem fara yfir hámarks nýtingarhlutfall samkvæmt skipulagi”. Gunnar Sigurðsson bygginga- fulltúi sagði, aö byggingarnefnd áliti, að húsið no. 6 væri þegar of stórt. Þaö væri þvi ekki heppilegt að taka mið af þvi. Þá áleit nefndin, að þegar væri búiö að byggja fullmikið á lóðinni no. 8. t bréfi byggingarnefndar til félagsmálaráðuneytisins kemur fram, að hún telur að ráöuneytið sé varla valdbært i þessu máli. Segir i bréfinu: „Hæpiö er, að félagsmálaráðuney tiö hafi nokkurt vald til aö skerða vald sveitarstjórnar, þegar þannig stendur á. Er þá litiö orðiö eftir af sjálfstæði sveitarfélaga i þessum málum.” —BA KRÓNAN HELDUR SÍNU Krónan hefur i aðalatriðum haldið sinu, siðan gengið var fellt 14. febrúar. Gengi hefur kannski lækkað litiliega, vegna þess að Bandarikjadollar hefur hækkaö talsvert, en gagnvart öðrum helztu erlendu myntum hefur krónan hækkað. „Gengis- sigið” er kannski 1-2 prósent að meðaltali, vegna þess hve doll- arinn vegur þungt I viðskiptum, en þetta er hverfandi lítil breyt- ing. Dollarinn hefur geystst áfram, siðan gengi krónunnar féll. Hann var skráður á 149,20 krónur fyrst eftir gengisfelling- una, en var i morgun kominn upp I 160,50 krónur. Hins vegar hefur krónan hækkað gagnvart pundi, danskri krónu, sænskri krónu, vestur-þýzku marki og svissneskum franka, svo að helztu myntir séu nefndar. Þannig var gengi pundsins fyrst eftir gengisfellinguna 356,60 krónur, en var i morgun komið niður i 337,10. Dönsk króna var skráð á riflega 26,91 krónu 14. febrúar, en nú á rif- lega 26,75 krónur, svo að sú danska er ódýrari. Sama gildir um sænsku krónuna, sem var á rúmlega 37,51 íslenzka krónu 14. febrúar en i morgun á tæplega 36,77 krónur. Vestur-þýzkt mark hefur einnig lækkað gagnvart islenzku krónunni. Það kostaði eftir gengisfellinguna rúmlega 64,24 islenzkar en i morgun var það komið niður i tæplega 62 krónur. Svissneski frankinn hefur fallið gagnvart islenzkri krónu úr tæplega 60,56 kr. i 59,68 krónur. —HH Margar pipur þarf að sjóða saman áður en heita vatnið getur streymt inn til Hafn- firðinga. Maðurinn hér á myndinni var að logsjóða ofarlega við Hringbrautina í Hafnarfirði. Ljósm: JIM. __Sjá bls. 3.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.