Vísir


Vísir - 27.08.1975, Qupperneq 5

Vísir - 27.08.1975, Qupperneq 5
Visir. Miövikudagur 27. ágúst 1975 5 i MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖnd i morgun UTLOND Umsjón Guðmundur Pétursson Leggja prömmum í hafnarmynnm og yfír Rín Hollenzkum prömm- um hefur verið lagt yfir þvera Rin og i velflest- um hafnarmynnum i Hollandi i mótmæla- skyni við fyrirætlanir hollenzku stjórnarinnar um að fækka fljóta- prömmunum vegna verkefnaskorts. IA þessari loftmynd, sem tekin var yfir höfninni i Rotterdam, sést, hvernig prömmunum hef- ur verið lagt til aö hindra sigl- ingar annarra skipa. Veldur hangikjöt- ið magakrabba? Hafnbann þetta hefur nú staðiö á þriöja sólarhring og enginn bil- bugur á skipstjórum pramm- anna, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnarinnar um, aö hún muni ekki hika viö aö beita valdi til að losa um hindranir á siglingaleið- um. Leo van Laak, leiðtogi lands- samtaka 2000 prammaformanna og háseta,.sagði, eftir að þessi yfirljfsing stjórnvalda hafði kom- ið fram, að hann og félagar hans mundu ekki láta af mótmælaaö- gerðum sinum. Ekki alls fyrir löngu var lagt fram löggjafarfrumvarp um að- gerðir sem miða að þvi að fækka þeim 8.690 flutningaprömmum, sem til erui Hollandi. Rekstur þeirra hefur gengið erfiðlega vegna minnkandi verkefna. At- kvæðagreiðsla um frumvarpið hefur ekki enn farið fram, en átti að verða á morgun. Prammaformenn i Rotterdam létu að bænum hafnarstjórans þar og afléttu hafnbanninu, en annars staðar i hollenzkum höfn- um halda þessar mótmælaað- geröir áfram. Taylor og Burton á leið til ísrael í tiu ár voru þau köll- uð kóngur og drottning kvikmyndanna, en svo skildu þau Richard Burton og Elizabeth Taylor. — Eftir 14 mánaða skilnað hafa þau verið vikutima saman i Sviss og fljúga til ísraels i dag, eftir þvi sem talsmaður þeirra hefur skýrt frá. Maurice Solowicz, lögmaður Liz Taylor, segir, að þau muni vera fjóra eða fimm daga i Isra- el, en þar á Burton að leika i kvikmynd, sem gerð verður i október. Það hefur verið haft eftir Bur- ton, aö hann vonaðist til þess, að þau Liz mundu gifta sig aftur, meðan þau væru i tsrael. Solo- wicz segir mikla meinbugi vera á þvi. Það sé reyndar ekki hægt. — Taylor er Gyðingatrúar, en Burton ekki. Visindamenn i Omaha i Nebraska segjast hafa framkallað háa tiðni krabbameins i maga- kirtlum tilraunadýra sinna (hamstra) með þvi að sprauta i þau efnablöndu. En efna- blanda þessi er sú sama og myndast með náttúr- legum hætti i maga manns, þegar maðurinn borðar reykt kjöt eða reyktan fisk. Dr. Parvis Pour, yfirmaður rannsókna við Eppleykrabba- meinsstofnunina I Omaha, segir, að efnablandan, sem sprautað var i hamstrana, kallist meðal vfsindamanna „nitrosamine”. „Það hefur þegar verið sýnt fram á þaö með öðrum tilraunum hér við stofnunina, aö nitrosam- ine verður til I mannsmaganum viö meltingu vissra fæöuteg- unda”, segir dr. Pour. Síöan bætti hann við: „Viö teljum, að matar- æðiðstandiibeinum tengslum við myndun magakrabba.” Þessar tilraunir þeirra við Eppleystofnunina virðast styðja þá skoðun, sem bryddað hefur á hér á lslandi, að reyktur matur sé hugsanlega krabbameinsmynd- andi. Það er ógott tilhugsunar, að blessað hangikjötið, þjóðarréttur okkar, sé ef til vill orsök maga- krabba. Kenna Smith um, að viðrœð- urnar fóru út um þúfur „Herra Smith á eftir að vakna aftur til skyn- seminnar,” sagði Abel Muzorewa, biskup og leiðtogi Þjóðarráðs Af- riku, annarra tveggja samtaka blakkra þjóð- ernissinna i Rhodesiu. Muzorewa biskup ásakar Ian Si.nith forsætisráöherra vegna endasleppra viðræöna hvitra og blakkra við Viktoriufossa, og kennir honum um, að þessi nýj- asta von manna um að ná sam- stöðu blakkra og hvitra viröist brostin. Ian Smith skýrði þinginu I Salisbury frá þvi I gær, aö viðræð- urnar um hugsanlegar stjórnar- skrárbreytingar til aukinna rétt- inda fyrir blökkufólk hefðu farið út um þúfur. Hann lýsti þvi yfir um leiö, aö hann mundi þá i stað- inn snúa sér til höfðingja ættbálk- anna, sem i Rhodesiu búa, og sniðganga samtök þjóöernissinna að fenginni þessari reynslu. NY VEL Douglasflugvélaverksmiöjurnar hafa nýlega afhent bandariska flug- hernum nýja gerð flutningavéla, sem hér sést á myndinni fyrir ofan I flugtaki jómfrúarflugs I gær I Kaliforniu. Þessi nýja vél er kölluö YC-15. 66 íslenzkir undirrituðu Sextiu og sex islenzk- h’ blaða- og fréttamenn hafa skrifað undir skjal, þar sem lýst er yfir stuðningi við portúgalska blaða- menn i baráttu hinna siðarnefndu gegn til- raunum til að „þagga niður i frjálsum rödd- um” Portúgals. Eins og skýrt var frá i Visi i siðustu viku, hafa nokkrir broddar úr stétt blaðamanna i Portúgal leitað til starfsbræðra. sinna i öðrum löndum álfunnar eftir átuðningi við kröfur þeirra um frelsi og lýðræði til handa portúgölsku þjóðinni. „Hjálpið okkur til þess að láta rödd heyrast til varnar frelsi okkar og lýðræðinu, sem einnig er ykkar eign. I dag er það enn mögulegt, á morgun kann það að verða of seint,” eru niður- lagsorð þessa skjals, sem fer á milli biaðamanna i Evrópu. Hjá Alþýðublaðinu skrifuðu 8 blaöamenn undir, Morgunblað- inu 22, Rikisútvarpinu 8 frétta- menn, Sjónvarpinu sömuleiðis 8, Visi 10 blaðamenn, Timanum 7 blaðamenn og Þjóðviljanum 3 blaðamenn. — Til fleiri blaða- manna hefur ekki náðst vegna fjarvista þeirra i sumarleyfum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.