Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 27. ágúst 1975 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri: Þorsteinn Pálsson ftitstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 y Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Krókur á móti bragði Hinar griðarlegu hækkanir á oliuverði hafa valdið mörgum þjóðum þungum búsifjum. Þau straumhvörf, sem oliubyltingin hefur valdið, hafa einnig haft áhrif á islenzkt efnahagslif. Við stöndum þó að ýmsu leyti betur að vigi en margar aðrar þjóðir. Okkur á að vera i lófa lagið að setja krók á móti bragði með þvi að hraða fram- kvæmdum við beizlun innlendrar orku. óhætt er að fullyrða, að við höfum brugðizt rétt og skynsamlega við þessum vanda með þvi að leggja höfuáherzlu á orkumálefni. Með efnahags- ráðstöfununum sl. vor var mörkuð skýr og af- dráttarlaus stefna i þessum efnum. Á hinn bóginn verðum við að gæta þess að fara ekki um of geyst i sakirnar, þvi að framkvæmdir á þessu sviði verður að reisa á traustum grunni. Mestu máli skiptir, að markvisst sé stefnt að þvi að draga úr innflutningi á hinni rándýru er- lendu orku. Reykvikingar hafa i áratugi, ásamt fáeinum öðrum byggðarlögum, notið þeirrar sér- stöðu að geta hitað upp hús með heitu og ódýru vatni. Að undanförnu hafa staði yfir framkvæmd- ir við hitaveitu viða um land — og annars staðar hafa farið fram itarlegar rannsóknir á hitaveitu- möguleikum. Hafnfirðingar standa nú á timamótum i þess- um efnum, þar eð um þessar mundir er verið að tengja fyrstu húsin i bænum við hitaveitu. Þetta er merkur áfangi i sögu eins bæjarfélags og veld- ur raunverulega straumhvörfum. Hér er um um- fangsmiklar framkvæmdir að ræða, sem reistar eru á samkomulagi Hafnarfjarðar, Garðahrepps og Kópavogs við Hitaveitu Reykjavikur um lögn og rekstur hitaveitu i þessum sveitarfélögum. Samstarf sveitarfélaganna á þessu sviði er eitt út af fyrir sig markvert. Hitt skiptir þó meira máli, að þúsundir manna fá nú keypta ódýra inn- lenda orku tilupphitunar. Eins og verðlagi á hita- veituvatni er nú háttað nemur kostnaður við að hita upp hús með hitaveituvatni aðeins f jórðungi þeirrar upphæðar, sem kostar að kynda hús með oliu. Hér er um gifurlegan verðmun að ræða. Kostnaður við oliukyndingu i Hafnarfirði hefur verið áætlaður 400 milljónir króna á ári. Á hinn bóginn er talið, að upphitun með heitu vatni muni aðeins kosta 100 milljónir króna. Lagning hitaveitunnar er þvi ekki aðeins stór- kostleg kjarabót fyrir þá, sem hennar verða að- njótandi, heldur dregur hún verulega úr gjald- eyriseyðslu. Það er þvi til mikils að vinna, að áfram verði haldið á þessari braut. Þó að um- beðnar hækkanir á hitaveituverði yrðu leyfðar, yrði það ekki nema þriðjungur af kostnaði við að hita upp hús með oliu. í ljósi þessara staðreynda gegnir það furðu, að stjórnvöld skuli hafa teflt framkvæmdum af þessu tagi i tvisýnu með þvi að þverskallast við réttmætum óskum um verðhækkanir á heitu vatni. Það er alröng stefna að berjast gegn verð- hækkunum með þeim hætti. Verðhækkanir eru einfaldlega ekki alltaf af hinu illa. Við spörum ekki með þvi að halda áfram að kynda með oliu, sem er fjórum sinnum dýrari en hitaveituvatnið. Þetta er nauðsynlegt að hafa I huga. Hornsteinn flugbrúar- innar til V-Berlínar leggst í eyði H i n n heim sf rægi Tempelhof-f lugvöllur Vestur-Berlinar verður um þessi mánaðamót lokaður flugumferð. Þar munu hér eftir draugarnir fá að leika lausum hala i risavöxnum flugskýlunum og flug- stöðvarbyggingunni. Slðustu tvö flugfélögin, sem enn eru eftir, Pan American World Airways og British Airways, eru að tygja sig til brottfarar af Tempelhof og yfir á nýja Tegel-- flugvöllinn, sem er norðvestur af borginni. Tegel var gerður á fimm árum og kostaði 450 milljónir marka (eða 29 þúsund milljónir kr.) Hann var fullbúinn til notkunar f árslok 1974, og hefur þriðja vest ræna flugfélagið, Air France, þegar komið sér þar fyrir. Þegar Panam og BA hafa farið að fordæmi Air France, stendur Tempelhof alveg ónotaður, nema hvað bandariski flugherinn mun hafa þar aöstöðu. Mörgum Berlinarbúanum verur söknuöur að Tempelhof, þegar völlurinn lokast. Þar var lagður grundvöllur að fluglist Þjóðverja i byrjun aldarinnar. Og það var Tempelhof-flugvelli aö þakka að Vesturveldunum tókst að bægja hungurvofunni frá borgarbúum með „loftbrúnni” margfrægu, þegar Sovétmenn lokuöu öllum aðflutningsleiðum til borgarinnar. Urðu vestur- veldin aö halda uppi einhverjum stórkostlegustu loftflutningum sögunnar til þess að sjá Berlinar- búum fyrir matvælum, oliu og kolum um köldustu vetrar- mánuðina. En öðrum veröur það léttir, að flugvellinum skuli lokað, og munu þeir ekki sjá eftir oliubrælunni og vélardyninum, sem vellinum fylgdi, eða öllu heldur umferðinni um hann. Tempelhof er nefnilega i hjarta Berlinar, umkringdur i b ú ð a r b 1 o k k u m skólum, sjúkrahúsum og verksmiðjum. Þó var það ekki af þessum um- hverfisástæðum, sem lögö voru drög á siðasta áratug að gerð nýs flugvallar i hinum dreifbýlli franska hluta borgarinnar, Tegel. Flugumferðin til borgarinnar hefur aukizt með árunum og þótt umferðin hafi verið svo þétt, þegar hvað mest reyndi á loft- brúna, að þar lenti flugvél á minútu fresti, svo að naumast var unnt að gera sér i hugarlund meiri umferð, þá er það aukinn farþegafjöldi, sem gerði stóra strikið I reikninginn. Farþegar þurfa meiri aðstöðu en venjuleg- ur flutningur eða vörur. Staðsetn- ing flugvallarins i miðri borginni takmarkaði stækkunarmöguleik- ana. Tegel, sem er eins og sexhyrningur I laginu, getur tekið við 14 flugvélum i einu. Þar er nægilegt rými fyrir bifreiðastæði og verði einhvern tima ráðizt i siðari áfanga flugvallarins, þá getur Tegel afgreitt um 10 milljónir farþega á ári. Eins og hann er nú, nemur afkastagetan 5 milljónum farþega. Með Tegel eygir þingið i V- Berlin möguleika á að láta drauma sina rætast um, að Berlin verði aftur krossgata alheims- flugumferðar, eins og hún var fyrir strið. Tempelhof, sem eitt sinn var sýningarsvæði þýzka hersins, varð aðalflugvöllur Þýzkalands 1923. Það ár voru á flugvellinum lOOflugtök og lendingar, farþega- fjöldinn var 150 og vöruflutning- urinn valt á 1,300 kilógrömmum. En brátt varð þarna eins og i býkúpu og Tempelhof varð miðdepill alþjóðlegrar flugum- ferðar. Erilsömustu árin fyrir strið, 1938 og ’39, komu og fóru um 50erlendar og 40 þýzkar flugvélar daglega. Föst póstflugsáætlun hófst 1934 og var flogið til Frankfurt, Spánar, Afriku og Braziliu á tveggja sólarhringa fresti. Frá Tempelhof hófust hin frægu Focker-Wulf Condorflug yfir At- lantshafið til New York og frá Tempelhof byrjaði einnig Tokyo- flugið. Byrjað var á gerð flugstöðvar- byggingarinnar i þeirri mynd, sem hún er núna, árið 1934, en henni var ekki lokið fyrr en eftir strið. Húsið, sem var teiknað eins og svifandi örn i laginu, átti að hýsa flugumferðarstjórn Þýzka- lands, aöalskrifstofur Lufthansa, skrifstofur erlendra flugfélaga og flugpóststofuna. A árum siðari heimsstyrjaldar- innar notuðu næturflugsmenn völlinn aðeins til nauðlendinga. Endalausar sprengjuárásir höfðu spillt vellinum strax. í maimánuði 1945 var Rudolf Böttger, flugvallarstjóra, skipað að sprengja völlinn og flug- stöövarbygginguna i loft upp. Hann neitaði að hlýðnast þeim fyrirmælum og fyrirfór sér i staðinn. Eftir stutt hernám Sovét- manna, tók bandariski flug- herinn við flugvellinum i júli 1945, og 1946 hófst umferð herflugvéla um völlinn. Fyrsta farþegaflugið hófst 1951. Eins og að ofan er getið, þá reyndi fyrir alvöru á Tempelhof, þegar Sovétmenn einangruðu borgina i júni 1948. Eins og lesendur vita, þá er Vestur- Berlin þannig i sveit sett, að hún er 176 km inni á yfirráðasvæði kommúnista i Austur-Þýzka- landi. Þegar kalda striðið hófst með lokun aðflutninga til V-Berlinar urðu Bandarikjamenn og Bretar að sjá borgarbúunum fyrir mat og hitagjafa. Loftbrúin, sem komið var á, stóð fram i mai 1949 — í 277.000 flugferðum rúmlega, fluttu vesturveldin 2.324,257 smá- lestir af vörum um það 32 km breiða bil, sem fjórveldin (sigur- vegarar heimsstyrjaldarinnar) komu sér saman um 1945. En eins og sagt var, þá jókst með árunum farþegafjöldinn, sem lagði leið sina um Tempel- hof. 1950 var hann 110.000 en árið 1971 var hann orðinn 6.121.000. Þegar Vestur- og Austur-- Þýzkaland gerðu með sér sam- komulag 1972 um frjálsar ferðir landveginn milli V-Þýzkalands og V-Berlinar, minnkaði þessi far- þega straumur flugvallarins ögn. Hann er talinn vera um 4 milljónir árlega eins og er. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.