Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 28. ágúst 1975 —194. tb!. Hetja Keflvíkinga Hann hafði vermt varamannabekkinn hjá IBK i marga mánuði, en varð stjarna á nokkrum sekúndum i gærkvöldi. Krakkarnir hópuðust um hann og blaðamennirnir réðust að honum eins og gammar.... Sjá iþróttir i opnu... Hún ó afmœli í dag Rikisstjórnin á eins árs af- mæli i dag. Við vildum gjam- an hafa keypt veglega tertu til að hafa afmæliskertið i, en þvi miður hefur verðbólgan hleypt tertuverði svo gersamlega upp Ur öllu valdi, að við höfð- um ekki efni á öðru en snúð. En það er nU talsvert af sykri á honum. Ekki tókstokkur, þrátt fyrir itrekaöar tilraunir og ótal skilaboð, að ná i neitt af afmælisbörnunum i morgun. Ekki var það þó af þvi að þau væru að heiman i dag, eins og nU tiðkast um afmælisbörn. Líklega hefur bara verið svona mikið að gera i ráðu- neytunum. Allavega, til ham- ingju með daginn. —ÓT Metaðsókn ó vörusýninguna Metaðsókn hefur veriðaö Alþjóðavörusýningunni þessa fimm daga, sem sýningin hefur staöið yfir. í gær komu 3.228 manns og er þvi heildarfjöld- inn kominn upp i 23.217 manns. Vinningurinn, sem var dregiö um i gær, kom upp á nUmer 24756. Er vinningurinn ferö með langferðabil i þrjá daga, hvert á land sem óskað er. 1 dag verður dregið um ferö norður fyrir heimskautsbaug. Dvalið verður á Hótel Varðborg á Akureyri i tvær nætur. Þegar vel viðrar verður farið til Grimseyjar. Aðgefnu tilefni hefur Visir verið beöinn að geta þess, að t;izkusýningar á Alþjóðlegu vörusýningunni i Laugardals- höll eru kl. 16.30 og kl. 20.45 i dag. Vegna misskilnings hafa aðrir timar verið auglýstir, en eru sem sagt rangir. —HE Nýtt eld- gosasvœði í Sovét- ríkjunum — bls. 5 Gjaldeyrisstaðan versnar enn Erum nœr tveim mill- jörðum fyrir neðan núll Okkur gengur illa að komast upp i núlliö I gjaldeyrisstöðunni. Gjaldeyris”sjóðurinn”, það er að scgja gjaideyrisstaðan nettó gagnvart útlöndum, er um tveim milljörðum króna fyrir neðan núll. Gjaldeyrisstaðap nettó var 1899 milljónir i minus i júlilok, sem eru siðustu tiltækar tölur. Hún versnaði um 420 milljónir I júlí. Mánuðurinn var þungur, eftir nokkurn bata i april og mai, til dæmis miklar oliugreiðslur eftir vertiðina. Frá áramótum hefur gjald- eyrisstaðan alls versnað um 4308 milljónir, reiknað á genginu, sem gilti I júlilok. Þetta eru þó miklu hagstæðari tölur en var á sama tima i fyrra, þegar hreyfingin er borin saman við það, sem þá var. 1 júli i fyrra versnaði staðan til dæmis um 1094 milljónir króna, ef reiknað er á þvi gengi, sem var i júlllok i ár. A sama gengi versnaði gjaldeyrisstaðan nettó i fyrra um 7023 milljónir eða 2715 milljónum meira en fyrstu sjö mánuðina i ár. Ekki gengisfelling? Sérfræöingar visa að svo stöddu á bug þeim orðrómi, sem virðist landlægur á Islandi um að gengis- felling sé á næsta leiti. Þeir vitna til þess, að staðan hafi langt i frá versnáð jafnmikið 7 fyrstu mánuðina i ár og hún versnaði i fyrra. Viðskiptakjör hafi að visu enn farið versnandi i sumar, en þó ekki mikiö. Veldur þar mestu, að álverið hefur fallið. Verö á sjávarafuröum hefur hins vegar yfirleitt ekki fallið, svo að skipti sköpum, siðan i vetur. Enn séu vonir um, að nettó- gjaldeyrisstaðan muni komast i núllpunktinn, áður en langt um liður. —HH 353 hvalir veiddir Nú styttist i lok hvalvertið- ar. Henni lýkur yfirleitt upp úr 20. septembcr. t morgun þeg- ar viö höfðum samband við Hvalstööina, voru komnir 353 hvalir á land. A sama tíma i fyrra voru talsvert færri hvalir veiddir eða 314 samtals. Af þeim 353 sem nú eru veiddir, cru 242 langreyðar, 29 búrhvalir og 82 sandreyöar. —EA „Landnúm" við Hóaleitisbraut Það þykir ekkert amalegt að hafa sem mest af listaverkum úti undir berum himni. Nú er einmitt verið að koma fyrir einu slíku. Verðurþaðstaðsett við Háaieitisbraut rétt neðan við verzlunarhúsið Austurver. „Landnám” heitir þetta myndverk, eða skúlptúr eins og það kail- ast. Er það eftir Björgvin S. Haraidsson iistamann. Samþykkt var að kaupa þetta verk i fyrra, en það er ekki fyrr en nú sem verið er að koma þvi fyrir. Innan skamms setur það þvi svip á umhverfið. —EA/ljósm.: Bragi. Árni Gunnarsson róðinn ritstjóri frétta Arni Gunnarsson fréttamaður hefur veriö ráðinn ritstjóri frétta við dagblaðiö Visi frá og með 1. september næst kom- andi. Hann mun annast frétta- stjórn blaðsins frá og með þeim tima. Arni Gunnarsson er 35 ára að aldri. Hann hefur að baki 15 ára feril sem blaða- og fréttamaður. Undanfarin 11 ár hefur hann unnið á fréttastofu útvarps og siðustu árin sem varafrétta- stjóri. Aður var hann blaða- maður og fréttastjóri við Al- þýðublaðið. Eiginkona Arna Gunnarsson- ar er Hrefna Filippusdóttir og eiga þau eitt barn. Ritstjórn Visis býður nýjan ritstjóra velkominn til starfa. — Þp Guðmundur Pétursson óri erlendra frétta Guðmundur Pétursson blaða- maður hefur verið ráðinn fréttastjóri erlendra frétta við dagblaðið Visi frá og með 1. september næst komandi. Guðmundur Pétursson er 33 ára að aldri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1964. Undanfarin 9 ár hefur hann unn- ið sem fréttamaður á Visi og um nokkurt árabil annast erlend fréttaskrif. Eiginkona Guðmundar Péturssonar er Jóna Gunnars- dóttir og eiga þau tvö börn. Ritstjórn Visis býður nýjan fréttastjóra erlendra frétta vel- kominn til starfa. Þp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.