Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 5 ap-ntb* ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MÖRGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Argentínuher í byltingarham Herinn i Argentinu fer nú ekki lengur dult með andstöðu sina við Mariu Estela Peron, forseta landsins, og voru flestar hersveitir landsins hafðar til taks i nótt við öllu búnar. Þaö var Carlos Delia Larroca, hershöföingi, sem gaf fyrirmæl- in um, aö allar deildir hersins skyldu fara i árásarstöðu. Hann hefur verið nefndur af öðrum herforingjum æðsti yfirmaður hersins til bráðabirgða. En það hafa herforingjarnir tekið upp hjá sjálfum sér, eftir að Maria Peron tók i gær gilda lausnarbeiðni Alberto Numa Laplane, hershöfðingja, sem veriö hefur æðsti yfirmaður herja Argentinu. Hún hefur hins vegar dregið aö skipa eftirmann hans, og höfðu þó herforingjarnir, sem krafizt höfðu þess, aö Laplane yrði látinn vikja, gert henni ljóst, að þeir teldu Larocca hershöfðingja sjálfsagðan eftir- mann Laplane. Lausnarbeiðni Laplane hers- höfðingja kom á elleftu stundu, þvi að við borð lá, að herinn gerði' uppreisn. Hefur verið allra veðra von i Argentinu siðustu viku. Töldu menn byltingarhættuna liðna hjá, þegar Maria Peron, forseti, samþykkti að veita Laplane hershöfðingja lausn frá störfum. En eftir að foringjar hersins fréttu, að hún hafði kall- að einn helzta stuðningsmann sinn innan hersins, Alberto Caceres, hershöfðingja og yfir- mann 1. herdeildar, á sinn fund I gærkvöldi, magnaðist ólgan á nýjan leik. Herforingjana grunar, að Mariu Peron sé efst i huga að sniöganga tillögu þeirra um eftirmann Laplane og tilnefna Caceres hershöfðingja. Slikt væri gróflegt vantraust á sjö herforingjum, æöri Caceres, en Iþeim hópi eru fjórir einhverjir eindregnustu andstæðingar Mariu Peron. RIs herinn gegn Mariu Peron forseta Argentinu? Sprengdu þéttsetna ölkrána Spreng jusérfræðingar kembdu í morgunsárið brakið í ölkrá einni í Caterham í Englandi, þar sem sprengja sprakk í gærkvöldi og olli meiðsl- um 33 manna. — Atta hinna slösuðu voru ekki úr hættu i morgun. Sprengjan var útbúin sem böggull og falin undir bekk i kránni, þar sem um 100 manns voru samankomnir. Mest var það ungt fólk og dátar. Þetta er fyrsta sprengjan, sem springur i Englandi siðan i nóvember i fyrra, þegar 21 maður lét lifið i krá einni i Birmingham. Fyrir tveim vikum voru dóm- ar kveðnir upp yfir sex félögum úr IRA, sem fundir voru sekir um að hafa valdið sprenging- unni i Birmingham. Þeir fengu lifstlðarfangelsi. Lögregian rannsakar krána I Caterham, en tilræðismann- anna er leitað dyrum og dyngj- um. Chekhov sígur fram úr Margeir Pétursson tefldi við A1 Attar frá írak i 9. umferð heims- meistaramóts unglinga i skák i gær. Skák þeirra fór i bið og verður tefld i dag. — Hefur Margeir svart. Valery Chekhovfrá Sovétrikj- unum hefur aukið forystu sína i mótinu, eftir að hann vann Nurmi frá Kanada i gær. Er hann einum og hálfum vinning á undan Mestel frá Englandi og Barlov frá Júgóslaviu. Mestel og Barlov tefldu inn- byrðis I gær og fór skák þeirra i bið. Fannst flestum staðan I skák þeirra jafntefljsleg nema þeim sjálfum. Hvor um sig var sannfærður um, að hann hefði betri stöðu en andstæðingurinn. Efstir eru núna, þegar 4 um- ferðir eru eftir: Chekhov 7 1/2, Barlov og Mestel 6 (ogbiðskák), Nurmi 6, Christiansen (USA) og Inkiov (Búlgariu) 5 1/2 (og biðskák), Neto (Braziliu) og Groszpeter (Ungvl.) 5 1/2, en slöan eru sjö jafnir með 5 vinn- inga. Stonehouse laus Nýtt eldgosasvœði — Glóandi grjóthnullungar þeytast 2 km í loft upp John Stonehouse, brezki þing- maðurinn, sem setti á sviö drukknun slna í Flórida, en fór huldu höfði til Astraliu, hefur ver- ið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Eftir að áströlsk yfir- völd framseldu hann, hefur Stonehouse beöið þess, að dóm- stólar fjalli um kæruna gegn hon- um. Honum hafa verið bornar á brýn sakir, eins og þjófnaður, skjalafals og fjársvik. Það er talið, að hann hafi með þessum hætti komizt yfir 170.000 sterl- ingspund. 1 sex vikur hefur lögfræðingur Stonehouse reynt að fá skjól- stæðing sinn lausan gegn trygg- ingu, en sjö sinnum hafa dómarar hafnað þeirri beiðni. Telja þeir Stonehouse hafa sýnt i verki, að Þrjú eldfjöll, sem myndazt hafa i ferlegum eldsumbrotum siðustu sex vikur á Kamchatka- skaga austast i Sovét- rikjunum, hafa hlaðið svo hrauni og gjalli um giga sina, að það stærsta er orðið 900 metrar á hæð. honum sé naumast treystandi til þess að reyna ekki að flýja rétt- vísina. — En loks i gær ákvað dómarinn, að Stonehouse fengi að ganga laus gegn 40 þúsund punda tryggingu. Opnast nú leið fyrir Stonehouse að ávarpa neðri deild brezka þingsins, þar sem hann á sæti sem fulltrúi. En vilji hann það, verður hann fyrst að leggja ræðu TASS-fréttastofan segir, að gos þetta sé það mesta, sem orðið hefur hér á jörðu svo öldum skipt- ir. Vita menn þó ekki til þess, að eldgos hafi orðið þarna I Kam- chatka-héraðinu fyrr. Fyrsta gossprungan myndaðist I byrjun júli, en fljótlega komu tvær til viðbótar, sem spúið hafa hrauni yfir rúmlega 1 kilómetra langt svæði. Slíkur hefur kraftur- inn verið, að glóandi grjóthnull- ungar hafa þeytzt 2 km upp i loft- ið. Gjall hefur fundizt 7 km frá gosstaðnum. slna undir forseta neðri málstof- unnar, og ekki má hann ræða um neitt það, sem viðkemur ákærun- um á hendur honum. Stonehouse dvelst nú á heimili slnu I London. Dómarinn setti honum þau skilyrði, að meðan hann gengur laus og málaferlin séu I undirbúningi, verður Stonehouse að gera lögreglunni viðvart um ferðir sinar dag- lega — nema á sunnudögum. Hrauiiið er ennþá fjarri manna- byggð. Afléttu hafn- banninu Formenn dráttarpramma Hol- lendinga hafa nú iátið af mót- mælaaðgerðum sinum, þar sem þeir lögðu prömmum sinum i mynni flestra hafna landsins, þvert yfir Rínarfljót og aðrar skipgengar ár. Hafa þeir aflétt hafnbanninu og i alla nótt var unnið við að fjarlægja pramm- ana. Leiðtogar þeirra tóku þessa ákvörðun, þar sem þeir töldu sig hafa leitt sitt mál til sigurs. Þing- ið felldi tillögur stjórnarinnar um að fækka fljóta- og dráttar- prömmum Hollands vegna verk- efnaskorts. gegn tryggingu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.