Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1975, Blaðsíða 7
Jack Nicholson hefur fjórum sinnum komið til greina við út- hlutun Óskarsverðlauna fyrir beztan leik, en aldrei hlotið þau. Skipt um persónu Efnið i myndinni „The Passanger” fjallar um Locke nokkurn (Jack Nicholson) sem náð hefur miklum frama sem sjónvarpsfréttamaður. Hann er einn á ferð um eyðimerkur Norður-Afriku iþeim tilgangi að hafa tal af skæruliðahópum, sem þar hafa bækistöðvar. Aform Locke misheppnast þrátt fyrir mikið erfiði — og þegar Land-Rover jeppi hans festist að lokum i sandhólunum, lætur hann reiði sína bitna óspart á honum. Locke finnur að það hallar undan fæti i einkamálum h.ans jafntog starfi, og þegar maður, sem hann hafði kynnzt a af- skekktu hóteli, læzt snögglega af hjartabilun, ákveður Locke að vixla nöfnum við hann. Hann lætur sem það sé Locke, sem lezt, en gengur sjálfur út af hótelinu sem Robertson, sem hann veit litil deili á. A flóttanum frá persónu sinni kynnist Locke stúlku (Maria Schneider) sem er að ferðast um i leit að sérstæðum bygging- um. Kona Locke er á hælum hans i þeirri trú, að hann sé Robert- son, maðurinn sem siðast sá Locke á lifi, en Locke kemst að þvi að hann er ekki einungis að flýja konu sina og persónu sina, heldur eru á hælum hans menn, sem vilja Robertson feigan. Einstök myndbygging Kvikmyndaaðdáendur hafa stundum nefnt, Antonioni „hinn sanna meistara kvik- myndanna.” í þessari mynd sem og fyrri myndum Antonioni er litanotkun, myndamál og hljóðsetning með einstaklega listrænu sniðu. Antonioni er meistari tækninnar fremur en sögunnar, en i myndinni „The Passanger” hjálpar hún þó til við að skapa spennu i myndinni, sem nær hátindi i sérkennilegu lokaat- riði. Við sjáum þar Locke og stúlkuna koma inn á herbergi á litla hótelinu á Spáni. Locke leggst irúmið en stúlkan gengur út. Næst er langt óklippt atriði, þar sem myndavélinni er beint i gegnum hótelgluggann og út i stórt rykugt þorpstorgið. Stúlkan gengur inn i myndina og fjarlægist siðan, um leið og hún gengur yfir torgið. Það heyrist i' bil, sem nálgast, en hann stanzar áður en hann kem- ur inn i myndina. Bilhurðum heyrist skellt og tveir menn birtast i myndinni. Annar tekur sér stöðu á götunni, en hinn gengur inn. A meðan mynda- vélin fylgist óhreyfð með stúlkunni, sem tekið hefur eftir mönnunum og kemur nú til baka yfir torgið, heyrist maður koma inn i hótelherbergið og hleypa skoti af byssu. Það er ekki fyrr en mennimir tveir em loks farnir, að mynda- vélin færist út á torgið og beinir nú linsu sinni inn i hótelher- bergið, þar sem Locke liggur dáinn i rúmi sinu. A mjög kvikmyndalegan máta eykur Antonioni þannig spennuna i mynd sinni. Hann nýtur þess einnig að þrúga and- rúmsloftið með suði viftunnar i loftinu, dropum, sem falla úr lekum krana og þviliku. Locke (Jack Nicholson) er bugaður, er hann snýr aftur heim á hótelið eftir að hafa klúðrað verkefni sinu. Umsjón: Jón Björgvinsson Nýjasta kvikmynd meistarans Michaelangelo Antonioni hefur nýlega verið tekin til sýninga I Evrópu. Myndin nefnist „The Passanger” eða „Profession: Reporter” og hefur hún jáfnt og fyrri verk Antonioni hlotið mik- ið lof gagnrýnenda. Aðalhlutverk i þessari mynd leika Jack Nicholson, og Maria Schneider. Maria Schneider vakti fyrst á sér athygli með þvi að leika á móti Marlon Brando i „The Last Tango in Paris” en Jack Nicholson á sér mun lengri feril að baki i kvikmyndunum. Hann hefur nú bæði fengizt við kvikmyndaframleiðslu og hand- ritagerð, en nú siðustu árin hef- ur hann snúið sér nær eingöngu að kvikmyndaleik. Hann lék á sinum tima i „Easy Rider” „The last Detail” og smáhlut- verk hafði hann i „Tommy” eftir Ken Russel. Þá lék hann einnig i tveim kvikmyndum Mike Nichols „Carnal Knowledge” og „The Fortune”, sem nýlega var frumsýnd. Fyrir stuttu lék Jack Nicholson einnig á móti Fay Dunaway i myndinni „China- town”, sem Roman Polanski leikstýrði. Locke dregur lfkið af Robertson á milli herbergja á hótelinu til að geta villt um fyrir öðrum á einkennum þess. Við töku myndarinnar „The Passanger”. Antonioni tii vinstri og Jack Nichoison og Maria Schneider I bilnum. Betri, glœsilegri og ódýrari Hann undirstrikar einnig flóttakennd Locke vel, þegar hann beinir myndav.élinni i einu atriðinu að bil og fylgir honum eftir, þar til hann ekur fram hjá Locke og stúlkunni, sem sitja við borð úti á útikaffihúsi. Þarna hefðu flestir leikstjórai látið staðar numið. E Antonioni heldur leiknum áfran og lætur myndavélina um stunc fylgja eftirþeim bilum,sem akc að og frá kaffihúsinu á m þau hjúin spjalla saman. Visir. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 cTVÍenningarniál Michaelangelo Antonioni og hin sanna kvikmyndalist: NÝJASTA MYND MEISTARANS VEKUR ATHYGU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.