Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 29. ágúst 1975 3 Bjargar fiskslógið gjaldeyrisvanda okkar? — Eitt gramm af „eniyn" kostar frá kr. 20 þúsund til tiu millj. „Það er hugsanlegt að mikil verðmæti liggi i fiskslógi. í þvi gæti verið óhemju möguleiki á gjaldeyrisöflun fyrir ís- lendinga”. Þetta segir örn Aöalsteins- son, sem stundaö hefur nám viö M.I.T., þekktan verkfræöihá- skóla I Boston, og er aö ljúka doktorsverkefni þar 1 enzym (lífhvatar) verkfræöi. Hann vinnur hjá Rannsóknarstofnun fiskiönaöarins og Raunvlsinda- stofnun Háskólans viö aö koma af staö nýjum iönaöi viö fram- leiöslu i stórum stll á lyfjum og enzym úr fiskslógi og slátur- húsaúrgangi. örn sagöi, aö byrjunarskrefiö væri stigiö viö aö kanna, hve mikiö af efnum til lyfjafram- leiöslu og enzymum væri I slógi. Hann sagöi, aö hvergi I heimin- um heföi slógið veriö rannsakaö aö neinu marki. Frumrann- sóknirnar færu fram hér á ís- landi. Hins vegar væri mikiö unniö af enzymum úr slátur- húsaúrgangi annars staöar. Dæmi um verðmæti: Eitt gramm af enzym getur kostaö frá 20 þúsund krónum upp I 10 milljónir króna. Tuttugu enzymframleiöendur I Banda- rlkjunum selja fyrir 20 mill- jaröa króna á ári, en þeir fram- leiöa úr sláturhúsaúrgangi og vöövum Hýra svo sem svlna eöa úr heilum karfa. Enzym fram- leitt úr karfa er mjög verömætt. „Skilningur fólks eykst hröö- um skrefum á þessum verö- mætamöguleikum, en þetta þarf enn aö kynna betur fyrir mönn- um I fisk- og sláturiönaöi,” sagöi Orn, og hann bætti viö aö enzymnotkun væri nú i gifur- legri uppbyggingu. íslendingar þyrftu aö komast á markaöi sem allra fyrst og væru aö reyna aö komast I sambönd viö erlenda lyfjaframleiöendur. „Þaö fer auðvitaö eftir fjár- framlögum til okkar, hversu góöa aöstööu er hægt aö skapa á sem skemmstum tlma til aö koma framleiöslunni I gang” sagöi örn. — EVI örn Aðalsteinsson er að ljúka við doktorsverkefni I enzym (lifhvat- ar) verkfræði og vinnur við aö koma upp iðnaði til framleiðslu I stórum stll á lyfjum og enzym úr fiskslógi og sláturhúsaúrgangi. — Ljósm. Jim SKEPNA SEM ALLIR ELSKA Köttur er skepna, sem allir elska og blessa, meðan hundinum er út- húðað I bak og fyrir. Kötturinn hefur liklega alltaf verið I þéttbýli og hefur ekkert frjálslyndiseöli I sálu sinni. Þaðan af síöur leggur hann nokkuð frá sér til baks eða kviðar, og allra sizt að af þvl sé nokkur lykt, mannanna nösum til ama. Sjúkdóma getur hann ekki borið með sér, þvl hann er hreinlátur mjög og þvær sér ótt og tltt úr tær- asta munnvatni. Aldrei hefur þessi elska klóraö barn til blóðs eða gert af sér annan viðllka óskunda, og blessaðir litlu fuglarnir þyrp- ast að kettinum til að njóta góðiyndis hans og kærleika. — Annars er þetta allra fallegasti köttur og malar trúlega faliega, eins og katta er siöur. —SHH/Ljósm. R. Th. S. Þörungavinnslan breytir sveitinni á Reykhólum Framkvæmdastjóri nú, eftir aö fullur rekstur hefur hafizt, er Páll Jónsson. — BÁ Hafnarfjarðarhöfn: Bíður í bili vegna peningaleysis — en eitthvað hefur verið gert Stiga hefur verið komiö fyrir i Iiafnarfjarðarhöfn, sem á að auðvelda sjómönnum á minni bátunum að komast i land. Þeir geta bara rennt bátunum að stiganum og gengið upp á land. Þá hófust i ársbyrjun fram- kvæmdir viö nýja fiskiskipa- bryggju i Suður-höfninni, en þar er áformað, að verði aðalfisk- vinnslusvæðið i framtiðinni. Lengd viðlegukants bryggj- unnar er samtals um 285 metr- ar. Dýpið verður um 6 m á meðalstórstraumsfjöru við ytri kantinn en 2 1/2 — 6 m við þann innri. Fyrir skömmu var lokið viö að ramma niður stálþilið, ganga frá stálþilsfestingum og fylla upp innan þils. Vegna niður- skurðar á fjárlögum var verk þetta stöðvað i bili, en gert er ráð fyrir að hefja það að nýju snemma á næsta ári og ljúka þvi þá. Kostnaður er þegar orðinn um 80 milljónir. Talið er, að þaö sem ólokiö er kosti um 36 milljónir. Nauðsynlegt verður að gera umfangsmikla dýpkun um- hverfis bryggjuna og á svæðinu milli hennar og norðurbakkans. Hafnarvogarhús er i byggingu og verður væntanlega lokið við það á næstu vikum. Hámarks- vigtun er 50 tonn. Vogin skilar sjálfritaöri vigtarnótu. — BA Það er ólfkt þægilegra fyrir sjómennina að komast á þennan hátt upp úr bátunum. Ljósm. JIM. „Það hefur gengið sæmilega eftir efnum og ástæðum”, sagði Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum I Reykhólasveit, er haft var sam- band við hann vegna þörunga- vinnslunnar á Reykhólum. Sveinn sagðist halda, að helzt stæði á fleiri tækjum. Er hann var inntur eftir áhrif- um þessa á „þjóðlifið” i sveitinni, sagöi Sveinn, að það breyttist allt við þetta. „Reykhólasveit breyttist úr rólegri sveit, þar sem fækkun hef- ur orðið á siðustu árum, i eins konar verksmiðjuhverfi kringum Reykhóla.” Starfsmenn, sagði Sveinn, að væru milli 40 og 50. Einhverjar hafnarframkvæmdir munu einnig fara þarna fram. „Framleiðslan er komin i ágætt lag og nú er verið að byggja upp öflun hráefnis, sagði Vilhjálmur Lúðviksson, stjórnarformaður þörungavinnslunnar. Vilhjálmur sagði, að verðfall hefði oröið á þörungum erlendis. Hins vegar hefði það ekki áhrif á okkar fram- leiðslu, þvi að verksmiðjan á Reykhólum væri að vinna upp i fasta samninga. Framleitt er fyr- ir fast verð, sem breytist meö verðlagstölum erlendis. I dag er greitt um 40 þúsund krónur fyrir tonnið, fob. Vilhjálmur sagði, að vonazt væri til, að afkastagetan gæti orð- ið 6,700 tonn á ári. Nú er hins veg- ar búið að framleiða eitthvað á þriðja hundrað. „Óvist er með öllu, hvort það tekst að framleiða þúsund tonn i ár,” sagði Vil- hjálmur. TIL SÖLU KENNSLA | HREINGERNINGAR | | TAPAD — FUNDID Forsjálir... Forsjálir lesa þjónustuauglýsingar Vísis. Þeir klippa þær jafnvel út og varðveita. Þannig geta þeir valið milli margra aðila þegar á þjónustu þarf að halda. ÓSKAST KEYPT IEH Limufl KmLulmSfl ÖKUKENNSLA | BARNAGÆZLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.