Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Föstudagur 29. ágúst 1975 Viö markaðstorgiö í gamia hluta Marrakech voru örlög tslendinganna næstu sex vikurnar ráöin. — Við urðum að leggj- ast á hliðina og svo var hver fanginn á fætur öðr- um dreginn þétt upp að baki þess næsta, þar til öllum hafði verið fundinn næturstaður á hörðu steingólfinu í fangelsinu. Þannig hljómar hluti af sér- stæðri frásögn 19 ára Is- lendings, sem ásamt félaga sin- um komst á forsiður islenzku dagblaðanna i mai og júni siðastliðnum. Piltarnir höfðu þá verið teknir fastir i borginni Marrakech i Marokkó, vegna þess að þeir höfðu hass i fórum sinum. Annar piltanna kom nýverið heim frá Kaupmannahöfn og átti blaðamaður Visis við hann viðtal. Hinn pilturinn er enn er- lendis og hefur hann i huga að fá sér vinnu i Sviþjóð i vetur. Pilturinn, sem Visir ræddi við, féllst á að skýra frá reynslu sinni gegn þvi, að nafn hans kæmi ekki fram. — Við vorum tveir félagarnir, sem höfðum planlagt ferðalag til Spánar, ttaliu og Grikklands i sumar. Fyrsti viðkomustaður- inn var þó Kaupmannahöfn og þangað héldum við þriðja mai, segir ævintýramaðurinn, ljós- hærður tslendingur með stutt hár, harðgert andlit og krafta- legan vöxt. — Við keyptum svo einn af þessum E vrópujárnbrautar- miðum, sem gilda um alla Evrópu i einn mánuð, og héld- um með lestinni til Spánar, seg- ir pilturinn. Ferðin hjá vinunum endaði i Madrid, þar sem þeir gistu i tvær nætur. Þarna komust þeir að þvi, að miði þeirra gilti einn- ig i Marokkó i Afriku og ákváðu þeir að slá til og halda þangað með ferju og siðan lest. Með þeim i lestinni og ferj- unni til Marokkó var Eng- lendingur, sem þeir áttu eftir að kynnast nánar og deila örlögum með. — Þetta var ungur piltur, sem var á leið til Marokkó i þriðja sinn. Hann hafði ferðazt nokkuð um þar en hugðist nú halda lengra inn i landið og skoða eyðimerkurnar og óbyggðir Afriku, segir íslendingurinn. ...og við slógum til. — Við komum til borgarinnar Tangier en þar eð Eng- lendingurinn sagði, að hið raun- verulega Marokkó væri að finna lengra inni i landinu, ákváðum við að slást i för með honum til borgarinnar Marrakech, segir landi okkar. Þegar til þeirrar borgar kom, fengu allir þrir sér hótelher- bergi við markaðstorgið i elzta hluta bæjarins. Verðið var lágt, aðeins sem svaraði 120 krónum á sólarhringinn eða 4 dihrams i þarlendri mynt. — Við gengum um bæinn, virtum fyrir okkur lifið, verzluðum og sátum inni á kaffihúsum eins og aðrir ferða- menn, segir íslendingurinn. — Við ætluðum þó ekki að hafa viðdvölina mjög langa — og nokkrum dögum siðar pökk- uðum við niður farangri okkar og yfirgáfum hótelið. Englendingurinn ætlaði lengra inn i landið en við aftur til Tangier. Lestar okkar áttu báð- ar að fara klukkan þrjú um dag- inn og meðan við biðum, sett- umst við inn á snyrtilegt veitingahús og pöntuðum mjólkurhristing, heldur Is- lendingurinn áfram frásögn- inni. — Innfæddir eru i alls konar braski og svindli, sérstaklega þegar ferðamenn eiga i hlut. Af- greiðslumenn i verzlunum báru oft óumbeðnir fram hass til að reyna að selja okkur. Fólk, reykjandi hass virtist mjög hversdagslegur hlutur, segir kunningi okkar ennfremur. — Þar sem við sátum þarna inni á veitingahúsinu, kom til okkar maður i Arabakufli. Hann dró fram hassköggul og bauð okkur til kaups. Áhugi okkar var takmarkaður, en Eng- lendingurinn vildi kaupa, þann- ig að við slógum til, segir is- lenzki pilturinn. Hann bætir þvi við, að þeir hafi verið einu útlendingarnir á veitingahúsinu, en margir af innfæddu gestunum voru að reykja eitthvað sterkara en sigarettur. Af þessum sökum voru þeir það kærulausir, að hassköggullinn lá enn á borðinu er annan mann bar að 10 minút- um siðar. Eins og í leynilögreglumynd — Þetta var snyrtilegur mað- ur, klæddur að Evrópusið. Hann gekk rakleitt til okkar án þess að skipta sér af hinum og dró fram lögreglumerki eins og þeir gera i leynilögreglumyndunum, segir pilturinn. ' — Hann mælti á frönsku, sem við ekki skildum. Eng- lendingurinn var betur að sér og túlkaði. Lögreglumaðurinn falaðist eftir vegabréfunum okkar og við vissum vart, hvað var á seyði. Hann bað okkur kurteislega að koma með sér yf- ir á lögreglustöðina þarna skammt frá og það gerðum við, segir Islendingurinn. I sex vikur áttu Islendingarnir fyrir höndum að sitja i vörzlu lögreglunnar, en fyrir þvi óraði þá ekki á þessari stundu. Raunir páfans Þegar Páll páfi VI kom á dögunum frá sumardvalar stað páfa í Castelgandol með þyrlu til páfagarðsins í Róm, var nærstaddur Ijósmyndari, sem fékk tækifæri til að taka myndir af páfanum frá nokkuð öðruvísi sjónarhorni en venjulega. Arangurinn skilar sér i þessum fjórum myndum, sem birtast hér. A pfstu mynd t.v. sést páfinn heilsa einkaritara sinum, um leið og hann stigur út úr þyrlunni. Á neðri myndinni t.v. sést, hvar gusturinn frá skrúfu þyrlunnar gerir skurk i klæðnaði páfa. Á efri mynd t.h. rjúka allir upp til handa og fóta við að hjálpa hans heilag- leika i þessari raun hans. En á siðustu myndinni hefur páfinn greinilega með rósemi pislar- vottarins sætt sig við hlutskipti sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.