Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 29.08.1975, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri: Þorsteinn Pálsson fUtstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 y Ritstjórn: Síöumúla 14. Slmi 86611. 7 Ilnur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Sjálfstæði sveitarfélaga Sveitarfélögin eru afar mikilvægir hornsteinar i stjórnkerfinu. Þau hafa veigamikil verkefni með höndum og verulegt sjálfstæði. Við dreifingu valds i þjóðfélaginu er afar þýðingarmikið að treysta sem mest má verða sjálfstæði sveitarfé- laganna gagnvart rikisvaldinu. Verkefni sveitarfélaganna eru ákaflega marg- þætt. Stjórnir sveitarfélaga eru kosnar á lýð- ræðislegan hátt af borgurunum. I flestum tilvik- um eiga borgararnir greiðari aðgang að sveitar- stjórnum en rikisvaldinu. Það er þvi bæði eðlilegt og sjálfsagt að fjölga fremur en fækka þeim málaflokkum, sem heyra undir sveitarstjórnir. Ýmis verkefni eru þess eðlis, að þau eiga miklu fremur að falla undir verksvið sveitarstjórna en rikisvalds. 1 þvi sambandi má til að mynda nefna uppbyggingu barnaheimila. í tið vinstri stjórnar- innar voru samþykkt lög með fulltingi allra stjórnmálaflokkanna, þar sem frumkvæði i þess- um efnum var að verulegu leyti falið rikisvald- inu. í sjálfu sér er það kynlegt, að bæði talsmenn miðstjórnarvalds og valddreifingar skyldu standa að slikri lagasetningu. í þessu tilviki hefði verið miklu nær að treysta fjárhag sveitarfélaganna, svo að þau gætu sinnt verkefnum af þessu tagi betur en verið • hefur. Sveitarfélögin eru byggð upp á lýðræðis- legan hátt. Borgararnir sjálfir velja stjórnir þeirra. Það er þvi engin goðgá að veita þeim verulegt fjárhagslegt sjálfstæði. Sveitarstjórnirnar eru ábyrgar gagnvart borg- urunum. Það er þvi t.d. hálf kynlegt, þegar þær verða að eiga það undir ráðherra, hvort útsvars- álagning er tiu eða ellefu hundraðshlutar af tekj- um manna. Þetta er skýrt dæmi um ákvarðanir, sem skynsamlegast er að láta sveitarstjórnar- menn sjálfa bera ábyrgð á gagnvart sinum kjós- endum. En það er ekki nóg með að rikisvaldið vilji ráða hinum viðameiri málum sveitarfélaganna, held- ur hlutast það til um hin smæstu mál. Nýlegt dæmi þar um er úrskurður félagsmálaráðu- neytisins, þar sem felld er úr gildi einróma sam- þykkt byggingarnefndar og samhljóða samþykkt borgarstjórnar Reykjavikur vegna byggingar- leyfis. Hér var um að ræða synjun á leyfi til þess að stækka tiltekið hús i borginni á grundvelli þeirrar reglna, sem fylgt hefur verið. Þetta er mjög veigalitið mál i sjálfu sér, en skýrt dæmi um ákvarðanir, sem sveitarstjórnir ættu að réttu lagi að geta tekið upp á eigin spýtur. 1 bréfi borgarlögmanns og byggingarfulltrúa til félagsmálaráðuneytisins segir, að hér sé um að ræða meðferð lögleyfðs valds og verði að telja hæpið, að félagsmálaráðuneytið hafi nokkurt vald til þess að skerða vald sveitarstjórnar með þessum hætti, þegar þannig stendur á. Sé þá litið orðið eftir af sjálfstæði sveitarfélaga i þessum málum. Félagsmálaráðuneytið er á öndverðum meiði. Það vill samkvæmt þessu hlutast til um hin smæstu málefni sveitarfélaganna. Sú stefna er varhugaverð og andstæð hugmyndum um vald- dreifingu og sjálfstæði sveitarfélaga. Vlsir. Föstudagur 29. ágúst 1975 ^Umsión: GP Nixon vill enn fá spólurnar og forsetabréfin Spurningin um það, hver sé hinn raunveru- legi eigandi bréfa og vinnuskjala Richards Nixons úr forsetatið hans, verður tekin til meðferðar af sérstök- um rétti i næsta mán- uði. En það þykjast menn sjá fyr- ir, að þar verði einungis háð fyrsta orustan I löngu striöi milli forsetans fyrrverandi og stjórnarinnar um 42 milljónir skjala og hljóðritunarspóla, strlöi, sem lykti naumast fyrr en komiö verður til kasta hæsta- réttar. Nixon véfengir réttmæti nýrra laga, sem sett voru, eftir að hann sagði af sér í fyrra. Þessi lög tryggja þvi opinbera umráðin yfir skjölum þeim og segulbandsspólum, sem urðu til i forsetaembættinu þau 5 1/2 ár, sem Nixon gegndi þvi. Nixon telur þessi gögn vera slna eign og vill fá þau i slnar hendur, svo að hann — likt og forverar hans hafa gert — geti hafizt handa við skrásetningu endurminninga sinna og jafnvel komið upp nokkurs konar Nix- on-safni, rétt eins og sett var á laggirnar Johnsons-sáfn og þar á undan Kennedy-safn o.s.frv. Fordæmin eru mörg fyrir sllku. Fyrrverandi forsetar tóku jafnan vinnuskjöl sin með sér úr Hvlta húsinu og komu þeim fyr- ir I söfnum, sem þeir settu á stofn. Sllkir pappirar eru til dæmis meginuppistaðan i Eisenhowersafninu I Abilene i Kansas. En vonir Nixons um slikan minnisvarða veiktust til muna, þegar sérstök nefnd, sem starf- aði að fjársöfnun til stofnunar slíku safni i Suður-Kaliforníu, var leyst upp eftir Watergate- hneykslið. Þess I stað ráðgerir Nixon að fela Whittier-menntaskólanum I Kaliforniu, þar sem hann varð stúdent, varðveizlu skjalanna — ef hann fær einhvern tima kom- ið höndum yfir þau. Eftir flókin málaferli var úr- skurðað af dómstólum, að skjöl þessi yrðu I varðveizlu þess op- inbera. Þessa synjun við beiöni Nixons um afhendingu spólanna og annarra gagna má rekja að einhverju leyti til þeirrar tor- tryggni, sem Nixon vakti á sér, þegar hann lengi vel neitaöi að afhenda þessi gögn sjálfur, meöan hann var enn i embætti. Var þó kallað eftir þeim til að auðvelda rannsóknir og tilraun- ir til að upplýsa uppvist mis- ferli. En lika hefur það haft sitt að segja á niðurstöðu dómsins, að blaðamenn og sagnaritarar hafa mjög sótt á, að þessi gögn væru höfð, þar sem allir ættu auðveldan aðgang að þeim til upplýsingaöflunar. Nixon litur hins vegar svo á, að mjög naumtsé sums staðar á munum, þegar meta skuli, hvaö af gögnum þessum teljast skuli einkamál hans og hvað opin- bert. Vill hann álita, að það sé á engra annarra færi en hans sjálfs, konu hans og dætra að skera úr um, hvað skuli koma fyrir almenningssjónir og hvað ekki, hvað sé viðkvæmt fjöl- skyldumál og hvað sé viðkom- andi embættinu, eða hvað sé feimnismál hans og fjölskyld- unnar og hvað snerti öryggi rik- isins. Hann gerði grein fyrir þessu, þegar hannsat á rökstólum með tveim lögfræðinga sinna og sjö lögfræðingum þess opinbera, en j sá fundur var eins konar undan- • fari komandi réttarhalda. Var hann þar spurður i þaula i sex ■ og hálfa klukkustund. Kinn af sérfræðingum stjórn- arinnar, William Dobrovir, spuröi við það tækifæri Nixon, hvaðhann teldi sig þurfa langan tima til þess að vinza úr öllum þessum gögnum það, sem við- komandi væri Watergate-mál- inu. ,,Þaö getégekki sagtum, fyrr en ég hef séö, hversu mikiö verkefni þetta er”, sagði Rich- ard Nixon. „Til dæmis er mis- jafnlega seinlegt að vinna upp af hljóðritunum, þvi að upptök- umar eru ekki allar jafn skýrar ogá spólunum, sem þú spilaöir i hanastélsveizlunni forðum”. Nixon gat þarna greinilega ekki stillt sig um að hnýta ögn i Dobrovir, sem varð uppvis að þvl I desember 1973, þegar hann starfaði við rannsókn Water- gatemálsins, að hafa tekið með sér nokkrar segulbandsspólur heim til sin og leyft nokkrum kunningja sinna og vina að skemmta sér við að hlusta á þær yfir glasi af góðu vini. — Vakti þetta tiltæki hans vanþóknun jafnvel eindregnustu andstæð- inga Nixons.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.