Tíminn - 22.09.1966, Side 7
FIMMTUDAGUR 32. september 1966
TÍMINN
Áttræður í dag:
ÞORSTEINN THORLACÍUS
fyrrverandi prentsmiðjustjóri
Þorsteinn Thorlacius, fyrrv.
forstjóri Edduprentsmiðju er átt-
ræður í dag. Hann er nú í ferða-
lagi suður á Spáni. Þorsteinn er
fæddur að Hólum í Eyjafirði 22.
september 1866. Hann gekk í Hið
íslenzka prentarafélag á afmælis
degi sínum árið 1913. Prentnám
hóf Þorsteinn hjá Bimi Jóns-
syni á Akureyri 1906. Var hand-
setjari í Prentverki Odds Björns-
sonar 1910 og fram á árið 1911,
er hann fluttist til Reykjavíkur í
atvinnuleit, og gerðist þar hand-
setjari árin 1913—1914, vélsetjari
1914—1918 (lærði fyrstur vqlsetn-
ingu hérlendis hjá Jakobi Kristj-
ánssyni í prentsmiðjunni Rún.
Annar í röðinni að læra vélsetn
ingu var Ólafur Sveinsspn.
Óslitið vann Jmrsteinn þó ekki
að vélsetningu þessi ár, því að ár-
ið 1916 veiktist hann og varð að
dveljast á Vifiistaðahæli í 7 mán
uði.
Vorið 1917 brá Þorsteinn sér
norður til Akureyrar en kom aftur
til Reykjavíkur 1918 og fór að
starfa í Eélagsprentsmiðjunni, en
þar eð harni komst að raun um,
Etð heilsa hans var ekki góð og eig
inleg prentetörf mundu ekki henta
j til langframa, fluttist hann aftur
; til Akureyrar sama ár og gerðist
þá bökhál<iari hjá klæðaverksmiðj
u-nni Gefjun. Þann starfa hafði
hann á hendi fram til ársins 1935.
Þá, hafði, hann sett á stofn bóka-
verzíun a Akureyri og hafði á boð-
stólum aðallega útlendar bækur.
Aafk þess hafði hann vitanlega
fjölmargt annað á boðstólum,
sem tilheyrði slífcri verzlun. Auk
þessa tók hann mjög virkan þátt
í felagslífi Akureyrarbæjar á þess
um árum, þar á meðal söngstarf-
semi. Hann var um árabil félagi
söngfélagsins Ileklu, (stjórnandi
Magnús Einarsson). Það var fyrsti
íslenzki kórinn, sem fór söngför til
Norðurlanda. Síðar varð hann
meðstjórnandi söngfél. Geysis.
Árið 1935 keypti Þorsteinn
Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns-
sonar á Akureyri og rak hana
fram til ársins 1947, að hann flutt
ist alfarinn til Reykjavíkur og tók
að sér forstjórastarf Edduprent-
smiðju.
Meðan Þorsteinn dvaldist á Ak
ureyri, tók hann þátt í skáklífi
bæjarins um langt árabil, enda er
hann ágætur taflmaður. Hann hef
ur yndi af að tefla og spila, og er
með afbrigðum skemmtilegur og
fjörugur félagi í glaðværum kunn
ingjahópi.
Nokkuð. fékkst Þorsteinn við að
BÆNDUR - BÆNDUR
y
mála á yngri árum bæði með
vatns- og olíulitum. Prýða þær
myndir allvíða heimili manna.
Þann tíma, sem Þorsteinn dvald
ist á Vífilsstöðum, fór hann sér til
afþreyingar að fást við að semja
smásögur. Við hin erilsömu störf
á lífsleiðinni, hefur hann orðið
að leggja þá listgrein, til hliðar.
Á fyrra hluta ævinnar, meðan
hann dvaldist í Reykjavík, var
hann m.a. félagi í Lúðrasveitinni
Hörpu, sem stjórnað var af Þór
halli Árnasyni. Af stofnendum
Hörpu eru enn þrír á lífi, auk
ÞorsteinS, þeir Stefán Guðnason,
skósmiður, Einar Þórðarson skó
smiður, og Guðm. Kr. Guð-
mundsson.
Þau ár,1 sem Þorsteinn stjórn-
aði Edduprentsmiðju var ætíð hin
bezta vinátta með okkur. Höf-
um við átt saman margar ánægju
legar stundir. Enda þótt Þor-
steinn hafi ekki ávallt hin síðari
ár gengið heill til starfs, hefur það
þó ekki aftrað því, að jafnan hef
ur hann verið glaður í lund og
gamansamur í orðum.
Kona hans er Björg Þorleifsdótt-
ir, bónda og alþingismanns að Hól
um í Hornafirði.
Eftir að Þorsteinn lét af for-
stórastarfi Edduprentsmiðju fyrir
aldurs s»kir, hefur hann unnið að
margvíslegum störfum, aðallega
bókhaldi og þess á milli ferðazt
töluvert. Hann er vel ern og hvers
manns hugljúfi sem jafnan fyrr.
Ég þakka þeim hjónum prýði
leg kynni, óska þeim velfarnaðar
á ókomnum árum og mun ávallt
minnast þeirra með hlýju og vel-
vild.
Jón Þórðarson.
TROLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiSsla.
Sendum gegn póstkröfu
GuSm. Þorsteinsson,
gullsmiður.
Bankastræti 12.
Opnum
hina nýju kjörbúð
vora að Laugateigi
24 i dag fimmtudag
22. sept.
& N - Kjörbúð
Laugateigi 24
Norsku NAUMA-mykjudreifararnir fyrirliggjandi.
VerS aðeins kr. 19.610,00.
Gjörið svo vel og sendiS panfanir yðar sem fyrst.
LÁGMÚLA 5 — SÍMI 11-555.
■ý.
JÖRD
í Barðastrandar-, ísafjarðar- eða Múlasýslum ósk-
ast til kaups. Má vera eyðijörð.
Upplýsingar með verðtilboði merkt „Jarðeign“,
sendist í PO BOX 415.
ARMSHRONG höggdeyfar
fyrir flestar bílategundir nýkomnir.
BSLABÚÐIN h.f.
HVERFISGOTU 54.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Ríkisútvárpið
SU N N U DAGSTÓN LEIKAR
Haldnir verða í vetur 6 tónleikar, þar sem flutt
verður tónlist af léttara tagi. Hinir fyrstu verða í
Háskólabíói sunnudaginn 2. október kl. 15.
Stjórnandi: Bohdan Wodiczko.
Flutt verða m. a. Lundúnasvítan eftir Eric Coates,
Negi’asálmar eftir Morton Gould, Konsert fyrir
jazz- og sinfóníuhljómsveit og „Improvisatións“
fyrir jazz- og sinfóníuhljómsveit.
Áskriftarskírteini, sem gilda að öllum tónleikunum
eru seldir í Ríkisútvarpipu, Skúlagötp 4, 4. hæð.
Aðgöngumiðar að einstökum tónleikum verða seld-
ir í bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg
og Vesturveri, og í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
■sonar, Austurstræti.
!