Tíminn - 22.09.1966, Page 9

Tíminn - 22.09.1966, Page 9
FIMMTUDAÍ^LTR 22. september 1966 TÍMINN Pálmatré og háhýsi í Sao Paulo, sem hefur tvöfaldað i'búatölu á tíu árum. portúgalska, sem var og eðli- legt, þegar krakkarnir voru farnir að tala málið. Og þann vitnisburð gef ég landsmönn- um, að Brazilía er þægilegt land, íbúarnir elskulegt fólk, sem tekur útlendingum ákaf- lega vei, ekki sízt Norðurlanda búum. Sé maður fleygur og fær í málinu, er enginn þar í landi að spyrja, hvaðan maður sé, þar er engin nýlunda að sjá framandi gest. Þessu er nokk- uð öðrvuísi farið á Kúbu, þar sem við erum búin að vera í tvö ár. Það er ekki nokkur leið að komast hjá því að vera spurð ur að því í tíma og ótíma, hvað an maður sé, hvort maður sé Tékki eða Rússi, því að engum dettur í hug að spyrja, hvort maður sé íslendingur. Kúba hef ur fengið svo fáa innflytjendur annars staðar frá en Spáni, og flest kom það frá Suður-Spáni með sín arabisku einkenni, þetta er stórt og myndarlegt fólk, frítt og vel formað frá hvirfli til ilja. Svo er auðvitað mikið af þeldökku fólki á Kúbu svertingjum og kynblending um, en ljóshært eða skolhært fólk er næsta sjaldséð og þá trúlega komið frá Norður- eða Mið-Evrópu, tæpast frá Banda ríkjunum eins og nú star.da. sakir, mundu flestir álykta. — Mig langar til að spyrja þig ögn meira um Brazilíu. Þú berð henni heldur vel söguna. Nú minnir mig, að Braziliufar arnir, sem héðan fóru, sællar minningar, fyrir einum hundr ar árum, hafi ekki þolað vel loftslagið þar syðra. En mikið vildi ein gömul kona leggja á sig til að geta kojnizt til þessa lands, þar sem blessað kaffið var ræktað, þótt ekki treystist hún til að halda áfram, er Jök ulsá varð á leið hennar. — Já, það var nú svo með þessa frægu Brazilíufara. Mér skilst, að sumir þeirra hafi setzt að í Rio de Janeiro, og þar hentar loftslagið ekki öll- um. Sjálf Rio getur verið log andi heit borg þessi heimsins fegursta borg frá náttúrunnar hendi. Og þetta var auðvitað allt miklu verra á tímum Bra ziliufaranna, á seinni hluta 19. aldar. Þá var láglendið í Brazi liu allt eitt pestarbæli, þegar gula hitasóttin var þar landlæg plága, einnig malaría, og sömu leiðis voru húsakynni í þann tíð mjög ófullnægjandi og þrifn ^ði mjög óbótavant. En þegar liðnir voru svo sem tveir ára- tugir, af þessari öld, var búið að útrýma bæði gu}u og malar- iu að heita mátti. Nú held ég, reyndar, að flestir íslenzku Brazilíufaranna hafi setzt að í Paraná, þriðja ríkinu talið sunnan frá, syðzt er Rio Grande þá Santa Catharina, þá Paraná, þá Sao Paulo. í Paraná er alls ekki óheilnæmt loftslag, en þess ir ágætu íslendingar hafa bara verið helzt til snemma á ferð- inni. Hefðu þeir komið þangað 60—70 árum síðar, þá hefði land og loftslag átt betur við þá en á öldinni sem leið. Nú er Paraná orðið eitt af aðalríkj- unum í Brazilíu, sérstaklega frjósamt landbúnaðarhérað, er nú orðið aðalkaffiræktarríki í landinu, aður var það Sao Paulo sem mest kaffið ræktaði. Ræktunaraðferðir þar í landi eru með þeim hætti, að þegar jarðvegurinn er orðinn útsog- inn til ræktunar einni tegund, t.d. kaffi, þá flytja menn yfir á annað landsvæði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu tíu árum eða svo, að farið er að nota áburð á kaffiakra eða annað ræktarland. Þegar menn hætta kaffirækt á einum stað, er land inu breytt í beitarhaga eða það undir aðra ræktun, hrís, baun ir, maís eða sykur. En jarðveg- urinn þarna í Paraná er mjög frjósamur, basaltjarðvegirr eða eldfjalla, líkt og hér á íslandi. En það er bara sá gallinn við að kaffiræktunin er mest kom- in svo sunnarlega, að þar er svo hætt við næturfrostum. Þeg ar við heyrum í fréttum, að næturfrost hafi orðið í Brazilíu og kaffiuppskeran brugðizt, þá gerist það ætíð á þessum svæð- um. Nú er kaffiræktunin orðin enn meira happdrætti en nokkru sinni áður. Sé kaffiúpp skeran góð, er gróðurinn alveg gífurlegur, en takist illa til, komi næturfrost, fer allt for- görðum á einni nóttu. — En á hverju byggist hinn mikli uppgangur og auður ríkis ins Sao Paulo, eru þeir farnir að stunda mikið sjávarútveg? — Nei, lengi var mestur auð ur þeirra falinn i landbúnaðin- um, og nú á síðustu árum í iðn aði og framleiðslu fólks í borg- unum. Iðnaðarframleiðsis þeirra hefur vaxið mjög mikið Þegar ég kom fyrst til Brazilíu fyrir þrettán árum, þá voru flestar heimilisvélar, raftæk. bílar og margt fleira innflutt. í dag er ekki nokkur maður þai í landi, sem lætur sér detta í hug að kaupa slík tæki fram- leidd í útlöndum. Það er ekki einungis af því að slík vara er dýrari, hátt tolluð, heldur að i innfluttar vélar og raftæki fást engir varahlutir, svo að það er óseljanleg vara. Ætli maður að búa í Brazilíu, þýðir ekki annað en kaupa sér brazilísk- an bíl. — Hvernig er efnahagur eða lífsafkoma fólksins yfirleitt? — íbúatala Brazilíuríkj anna er nú um 75 milljónir, og þar af um 14 milljónir í Sao Paulo ríki þar sem þó eru fram leidd um 80% af þjóðarfram- leiðslunni. Mismunur á lífskjör um fólksins þar og í norðurhér uðum landsins er eins og dagur og nótt. í Norður-Brazilíu eru búsettar um 25 milljónir manna, sem draga fram lifið við þau lægstu og hörmulegustu lífskjör, sem hugsanlegt er, að nokkrar mannlegar verur geti átt við að búa nú á dögum. Og vandamálið, sem þeir eiga við að glíma þar í landi, er að dreifa þeim auði, sem skapast af fram leiðslunni í ríkustu héruðunum til uppbyggingar í norðurhér unum. Iðnaðarfyrirtæki, sem komið er á fót í norðurhéruðun um njóta skattfrelsis í tuttugu ár. Þetta hefur ekki borið mik inn árangur enn, fólkið í norð urhéruðunum streymir suður á bóginn, allslaust og illa hald ið til líkama og sálar. Þannig er allt félagslegt kerfi, svo sem heilsuverndarstöðvar og sjúkra hús yfirkeyrt, vegna þessarar röskunar á fólki í iandinu. í Sao Paulo fer hagur fólks mjög batnandi, þar er nóg að gera fyrir alla, en þar er samt geysi legur munur til á efnahag fólks fjöldi vellríks fólks, sem veit ekki aura sinna tal, og á hinn bóginn aragrúi fátæks fólks sem sagt auður og örbirgð og allt þar á milli. Versti draugurinr. sem við er að glíma þar í landi. er verðbólgan, hún hefur vax- ið um 85% á ári síðustu árin. En takmark þeirra Brazilíu- manna er að reyna að koma verðbólgunni niður í 10%. En þó hefur kaupmáttur launa auk izt um 50%, a.m.k. á þessu ára- bili. — En úr því að þeir sóttust eftir þér til sjórannsókna, eru þeir þá ekki að auka sjávarút- veg? — Jú, hann hefur aukizt tals vert. T.d. hafa þeir síðustu árin farið að veiða túnfisk, sem var óþekkt áður. En það sém tekið hefur mestum framförum hjá þeim í þessum efnum, er geymsla og dreifing fiskafurða. Nú er hægt að koma fiski til fleiri neytenda en var áður. Þeir eiga ágæt fiskimið, og þetta á við bæði um rækjur og bol- fisk. Þegar ég kom þangað, var flutningur og geymsla með ákaf lega frumstæðum hætti. Fisk- urinn hafði staðið 2—3 vikur í ís í skipunum og var hreint ekki mannamatur, þegar hann kom á markaðinn. Enda var neyzl an á innlendum fiski fyrir neðan allar hellur, fólkið keypti ekki braziliska fiskinn, nema þá á föstunni, þegar ekki var um annað að velja. Það kaus miklu fremur að kaupa saltfisk frá íslandi eða Noregi en þennan svokallaða nýfisk sinn. Nú er þetta breytt, ný fiskurinn hefur batnað, og set: ar hafa verið vissar hömlur á innflutning saltfisks. En sann leikurinn er sá, að fiskurinn er dýr þar í landi og fremur ríkra manna fæða en almúg- ans, helzt er það, að fátækur almenningur geti keypt sardín ur. — Er ekki byggðin að fær- ast mikið út á landið? — Landið er enn að mestu leyti óunnið, klætt skógi að öðru leyti ófærar vegleysur. Og á meðan þannig er ástatt, ger ist litið. En strax og farið er að tala um að ieggja vegi eða járnbrautir, kemst allt á ferð og flug, ég hef séð það með eigin augum, fólk byrjar -að kaupa lóðir, byggja íbúðarhús verzlanir, skólahús og kirkjur. Áður hafa menn ekki haft önn ur not af landi sínu á þessum slóðum en sem beitarhaga fyr ir nautfé. Nautpeningur geng- ust þar aðallega sjálfala. Og margir eiga landareignir, sem eru stærri en heilar sýslur á fs landi og þarf þá að gizka á, hve mörg naut séu á landar- eigninni. Síðan er smalað. Vænstu nautin tekin og rek- in nær þéttbýli eða menning- unni, seld þar og sett á betri haga, þar sem þau eru fituð og síðan seld enn lengra, þang að til komið er að sláturhús- unum, sem hafa svo eigin beit arhaga. En nautakjöt er þar í \ landi aðalkjötið eins og kinda kjötið hér. — Hvernig þótt þér að koma til Kúbu og starfa þar? — Ég féllst á að ganga í þjónustu UNESCO e*tt ár eða svo, og þeir sendu mig til Kúbu eins og ég sagði, og við kom- um þangað tveir útlendir haf fræðingar, hinn var frá Svi- þjóð, og hann hélt heim eftir eins árs starf. Þeir óskuðu eft ir að ég yrði þar áfram, a.m.k. eitt og hálft ár í viðbót, sem ég féllst á. Eitt var það, að mann þurfti í starfið sem gæti talað málið í öðru lagi voru ekki margir ’ fúsir til að fara þang að. Við hjónin fórum til Kúbu með dóttur okkar, sem nú er FramhaJd á bls. 12. Brazíiskar meyjar að rifja kaffiflekk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.