Tíminn - 22.09.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR
ÍTMMTUDAGUR 22. september 1966
TÍMINN
13
iiíí
Sigurvegarar í íslandsmóti 5. flokks
ÚRSLITALEiKURINN í 1.
DEILD A SUNNUDAGINN
leikur KR og Akraness sama dag
Alf-Reykjavík. — Ákveðið hef
ur verið, að úrslitaleikurinn í 1.
deild milli Vals og Keflavíkur fari
fram á IAugardalsvellinum n.k.
sunnudag og hefjist kl. 16.15.
Þennan sama dag mætast KR og
Akranes í bikarleik á Melavellin-
um og hefst leikurinn klukkan
13.45. Mótanefnd KSÍ býður sem
sé upp á tvo stórleiki sama dag.
Beðið er með talsverðri eftir-
væntingu eftir leik Vals og Kefla
vikur. Keflvíkingar hafa verið i
mikilli sókn síðari hluta keppnis-
tímabilsins, en Vals-liðið virðist
aftur á móti hafa slakað á eftir
ágæta byrjun. En bæði liðin hafa
æft af kappi síðustu daga, og er
ekki að efa, að leikur þeirra á
sunnudaginn verði spennandi.
Framhald á bls. 15.
Ársþing FRÍ háð
12. og 13. nóv.
Ársþing FRÍ 1966 verður hald-
ið dagana 12. og 13. nóvember n.k.
í Reykjavík.
Málefni, sem sambandsaðilar
óská að tekin verði fyrir á þing-
inu skulu tilkynnt stjóm FRÍ
minnst 2 vikum fyrir þing. Dag«
skrá þingsins er samkvæmt lögum
FRÍ
Fram varð sigurvegari í íslands-
móti 5. flokks í knattspyrnu eft-
ir harða baráttu gegn FH. Þurftu
íliðín að leika þrjá leiki áður
úrslit fengust, en í þriðja leikn-
um sigraði Fram með 2:1. Mynd-
in hér að ofan er af sigurvegur-
um Fram. Fremri röð frá vinstri:
Árni Grétarsson, Birgir Sveinsson,
Sveinbjöm Egilsson, Hlöðver
Rafnsson, Sigurjón Ólafsson og
Bjarni Jónsson. Aftari röð: Sig-
hvatur Magnússon, Björn Arnar-
son, Kristinn Guðlaugsson, Guð-
mundur Amarson, SiSurður Svav-
arsson, Ólafur Jóhannsson, Berg-
steinn Gunnarsson og Finnbjörn
Hermannsson.
Svíinn sigraði örugg-
lega í sínum greinum
Slgurvegarar í íslandsmóti 2. flokks
Keflvikingar urðu sigurvegarar
í 2. flokki í íslandsmótinu í knatt-
spymu. Sigruðu Val í úrslitaleik
3:2. Myndin hér að ofan er af
liði Keflvíkinga í 2. flokki ásamt
þjálfaranum, Reyni Karlssyni til
hægri og Hafsteini Guðmundssyni,
formanni ÍBK, til vinstri. Frammi
slaða Keflvíkinganna í mótinu'var
mjög góð, því þeir unnu alla leiki
sína og skoruðu 18 mörk gegn
6.
Sigurvegarar í íslandsmóti 3. flokks
Fram varð sigurvegari í íslands-
móti 3. flokks, sigraði Keflavík í
úrslitaleik með 2:1 eftir framleng-
ingu. Fram-liði5 hetur staðið sig
með ágætum í sumar og ekki tap
að leik. Á myndinni eru, neðri
röð frá vinstri: Stefán Eggertsson,
Marteinn Geirsson, Sturla Þor-
steinsson, Rúnar Vilhjálmsson, Ag
úst Guðmundsson, Einar Matthías
son og þjálfarinn, Jóhannes Atla-
son. Aftari röð: Birgir Sigurbjörns
son, Eyjólfur BerSþórsson, Ingvar
Bjarnason, Snorri Hauksson og
Jón Pétursson.
Sænski sundkappinn InSvar Er-
iksson var þátttakandi í sundmóti,
sem fram fór í Sundhöll Reykja-
víkur í fyrrakvöld. Erikson er
meðal beztu skriðsunds- og flug-
sundsmanna Evrópu, og náði góð-
um árángri á nýafstöðu Evrópu-
meistáramótijí IloIIatidi.
Erikson keppti í tveimur grein-
um á mótinu í fyrrakvöld, 100 m.
skriðsundi og 100 metra flugsundi.
Og eins og vænta mátti, varð hann
sigurvegari í báðum greinunum.
Hann sigraði í skriðsundinu á
5'5,8 sek — yfirburðasigurvegari,
því næsti maöur, Davíð Valgarðs-
son synti vegalengdina á 59,0 sek.
Guðmundur Gíslason varð þriðji
Nýr golfvöll-
ur á Akureyri
Sl. laugardag hófust framkvæmd
ir við nýjan golfvöll á Akureyri,
á vegum Golfklúbbs Akureyrar.
Verður hinn nýi golfvöllur við
Jaðar, sem er ofan við Akureyri.
Páll Halldórsson, form. GA, hélt
stutta ræðu við þetta tækifæri, en
síðan tók Helgi Skúlason augn-
llæknir fyrstu skóflustunguna.
á 59,6 sek. og Guðmundur Harð-
arson varð fjórði með sama tíma.
Fraimihald á bls. 15.
Tugþrautað
Laugarvatni
Skarphéðinsmótið í tugþraut og
fimmtarþraut kvenna fór fram að
Laugarvatni 18. og 19. september.
Árangur var góður, þrátt fyrir að
kalsaveður og regnþungar brautir
gerði keppendum keppnina erfiða
fyrir.
Skarphéðinsmetið í tugþraut á
Ólafur Unnsteinsson 5601 stig og
Ragnheiður Pálsdóttir í fimmtar-
þraut 3101 stig.
ÚRSLIT:
Tugþraut.
stig.
Guðmundur Jónsson Self. 5076
Ólafur Unnsteinsson Ölf. 5036
Sigurður Jónsson Self. 4726
Bergþór Halldórsson Vöku 4611
Sigurður Sveinsson Self. 3200
Fimmtarþraut.
Ólöf Halldórsdóttir Vöku 3000
Sigurlína Guðmundsd. Self. 2818
Unnur Stefánsdóttir Samh. 2731
Svanborg Siggeirsd. Samh 2186
Æfíngatími kost-
ar 400 krónur
Alf.-Reykjavík. — Ákveðið
hefur verið, að nýta íþrótta-
höllina í Laugardal til fulln-
ustu fyrir íþróttastarfsemi á
n.k'. vetri, og gefst nú félög-
um kostur á að fá æfingatíma
leigða. f því sambandi hefur'
íþróttafélögunum í Reykiavík
verið sent bréf og þeim gef-
inn kostur á að sækja um æf
ingatíma. Verð æfingatímanna
hefur verið ákveðið kr. 400 —
og er það helmingi dýrari leiga
en í öðrum íþróttahúsum borg-
arinnar, en taka verður tillit
til þess, að salurinn í Laugar-
tíal er helmingi stærri og ætti
því að Vera hægt að skipta hon
um til helminga, þannig að
tveir æfingavellir fengjust.
Ekki mun enn vera ákveðið
hvaða íþróttamót verða látin
fara fram í íþróttahöllinni, en
talið er víst, að 1. deildar
keppnin bæði í handknattleik
og körfuknattleik fari þar
fram.