Tíminn - 01.10.1966, Side 16

Tíminn - 01.10.1966, Side 16
 VELSKÓAÐUR í GÖNGURNAR! í þessum skrúða mátti sjá Karó í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum nú á haustdögum þar sem hann horfir til fjalla gegnum sólgleraugu, rétt fyrir göngur. Lambhúshettan hefur löngum reynzt landanum skjólgóð, en vafasamt, að hún hafi oft yljað hunds- eyrum. Fótabúnaðurinn mætti sjálfsagt vera liprari til fjallaferða, en Karó er sýni- lega ekki á móti að reyna vaðstígvél vinar síns, Tryggva Ingólfssonar, er tók myndina. A vísanafals mun minnka stór- lega ef faríi er fram á ai selj- endur sanni á sár heimiidir - segir rannsóknarlögreglan í Reykjavík HZ—Reykjavík, föstudag. — Það er ekkert lát á ávís anasvikunum, sagði fulltrúi í ávísanadeild Seðlabankans, er Tíminn hringdi í hann í dag. Svo virðist sem þetta hagkvæma greiðsluform, á- vísanirnar, hafi misst gildi sitt þegar það er misnotað svona herfilega. Mikilla breytinga er þörf á ávísanakerfinu. Það ætti hiklaust að loka reikn- Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út á eftirtöldum stöðum: Sörlaskjól — Nesvegur — Kleppsvegur — Boga- hlíð — Grænahlíð — Álftamýri — Laugarteigur Hofteigur — Sigtún — Þórsgata — Lokastígur — Laugarnesvegur — Safamýri. Talið við afgreiðsluna. Bankastræti 7, sími 1-23-23. ingum þeirra manna, sem eiga ónæga innistæðu fyrir ávís- ununum, sem berast. Sömu sögu hefur rannsóknarlög reglan að segjí, évísanafalsanirn- ar hafa aldrei verið fleiri. Einn rannsóknarlögreglumaðurinn vinn ur eingöngu að því að uppiýsa ávísanafalsanir. Helzu úrbætur til þess að koma í veg fyrir falsan- irnar, er skilyrðislaus heimting á því að seljendur ávísana sanni á sér heimildir með nafnskírteinum eða öðrum skilríkjum eins og þeg- ar fjölskyldubætur eru greiddar. Helztu ástæður þess, að kaupend ur ávísana biðja ekki um persónu- skilriki er sú, að þeir telja selj- endurna skirrast við og hreinlega móðgast, sé farið fram á það. Það er hins vegar alveg ástæðulaust að óttast móðgun, þvi að í öl’.um visðkiptum ber seljenda skylda til að sanna á sér heimildir, sé farið fram á það. REYKJAVIKURHOTEL HÆKKA EKKI HERBERGJAVERÐIÐ FÍ ætlar heldur ekki að hækka fargjöldin SJ-Reykjavík, föstudag. Flest hótelin í Reykjavík og ná grenni hafa ákveðið að hækka ekki verð á herbergjum á næsta ári. Aftur á móti hefur enginn hótele'Sandi enn sem komið er, treyst scr til að fastsetja verð á máltíðum, þó að það va:ri injög æskilegt, að erlendir ferðamcnn gætu nú fengið vitneskju um verð á máltíðum á sumri komanda. Til að veSa upp á móti óbreyttu verði á herbergjum hafa hóteleigendur hækkað morgunverð um 10%. Þessar upplýsingar komu fram í viðtaldi Tímans við Ingvar M. Árnason, fulltrúa hjá Flugfélagi Islands, Hann sagði, að FÍ myndi ekki hækka fargjöld milli landa næsta sumar. Um þessar mundir eru ferðaskrifstofur erlendis að ganga frá ferðaáætlunum fyrir næsta sumar, og gera má ráð fyrir að útlendingar yfirleitt taki ákvörðun um það í byrjun árs, hvernig þeir ætli að verja suniar leyfi sinu og því þurfa allar upp- lýsingar varðandi kostnað og kjör að liggja frammi eins fljótt og auð ið er. Flugfélagið hefur undanfarin ár rekið á eftir viðkomandi aðilum að koma upplýsingum er varða Framhald á bls. 15 Sjónvarp um austan- vert Norðurland á næsta ári SJ-Reykjavík, föstudag. í viðtali við eitt Akureyrarblað anna, segir Jón Þorsteinsson, verkfræðingur, sjónvarpsins, að samkvæmt áætlun sjónvarpsnefnd ar frá þvi í marz 1964, sé gert ráð fyrir að setja upp stóran sendi á Skálafelli austan Reykja- Framhald á bls. 15. WA >j 1800nemendur í menntaskólunum FB-Reykjavík, föstudag. Nemendur í menntaskólunum fjórum verða um 1800 talsins í vetur. Menntaskólinn við Ilamra- hlíð heíur þegar verið settur í fyrsta sinn, og eins og komið hef- ur fram í fréttum verða nemend- ur 150—160 talsins og kennarar níu talsins. Á morgun, laugardag, verður Menntaskólinn í Reykja- vík settur í Dómkirkjunni klukk- 2. Menntaskólinn á Akureyri verð ur settur kl. 4 á sunnudaginn á Sal skólans, og Mcnntaskólinn að Laugarvatni verður settur klukk- an hálf fimm á sunnudaSinn. í Menntaskólanum í Reykjavík verða 987 nemendur í vetur, en voru á síðasta vetri 1060. Kenn- arar við skólann verða milli 70 Framhald á bls. 15. Kjötvinnsia KEA tekurbrátt tilstarfa HZ-Reykjavík, föstudag. Eftir viku mun KEA á Akur- HREPPAMENN SÆKJA HRUTA NORÐUR í MÝVATNSSVEIT AK-Reykjavík, föstudag. Fyrir nokkrum dögum brugðu fjórir Hreppamenn, þeir Helgi Haraldsson bóndi á Hrafnkelsstöðum, Magnús Sig- urðsson í Breiðholti, Magnús Gunnlaugsson á Miðfelli og Hermann Sigurðsson, Lang- holtskoti, sér norður Kjói a Rússa-jeppa með kerru aftan í og héldu allt norður í Mý- vatnssveit að sækja sér hrúta. Slík hrútakaup landsfjórð unga eða héraða milli eru nú torveld vegna sauðfjárveiki- varna, og eru Íítt leyfð, en ekki mun hafa verið talið fært að neita Helga á Hrafnkels stöðum sem hefur haft fjár- ræktarbú í fjóra áratugi, um þessa nauðsyn. í Mývat.nssveit keyptu Hreppamenn sex lamb- hrúta væna og af góðum stofn- um, þrjá ættaða af fjárstofni Gríms á Álandi í Þistilfirði en hina af mývetnsku kyni Var síðan haldið suður yfir Kjö’ aftur, og gekk ferðin vel. Helgi sagði, að eitt hið hættu legasta fyrir fjárræktina værí það, hve skyldleikarækt yrði mikil í heimastofni þegar bænd ur fengju ekki hrúta að árum saman. Fjórtán ár væru nú síð an Hreppamenn fengu fjar stofn sinn að norðan, og hefði því verið orðin brýn nauðsyn á að fá nýtt blóð í hann aí sömu fjárkynjum. eyri hefja starfrækslu kjötvinnslu stöðvar, sem nú er senn að verða fullgerð. Upphaflega var ráð fyrir því gert, að vinnslan yrði hafin snemma á þessu ári en vegna fjár- magnsskorts og afgreiðslutafa á vélum, hefur dregizt að koma stöð inni í gagnið. Byggt hefur verið nýtt hús und- ír stöðina og er það um 10 þús. fermetrar og var kostnaður vjð það um 25 millj. kr. Kjötvinnslustöðinni er ætlað að vinna úr hvers konar kjöti. eink- um pylsur og álegg, en einnig mun hún sjóða niður kjöt fyrir innlendan markað. Fyrst í stað munu þrjátíu til fjörutíu manns starfa við fyrir- tækið. Blaðamönnum verður boð- ið að skoða Kjötvinnslustöðina seinni hluta næsta mánaðar. þeg- ar framleiðslan verður feomin í fullan gang. Maður fyrir borð HZ-reykjavík, föstudag. Það sviplega slys varð í morgun að skipverja tók út af togaranum Agli Skalla- grímssyni er hann var á leið inn til Reykjavíkur af veið- um fyrir Vestfjörðum. Sið- ast sást til skipverjans um sexleytið í morgun en þá var Egill Skallagrímsson staddur við Snæfellsnes. Var mannsins ekki saknað fyrr en nokkrum klukkustund- um síðar og var þá orðið of seint að snúa við. Ekld hefur tekizt að ná til að- standenda skipverjans, þar setm þeir búa úti á landi og verður því eigi unnt að skýra frá nafni hans að svo stöddu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.