Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 2
i Vísir. Mánudagur 1. september 1975 Sigþór Marinósson, tæknimaöur: Nei ég hef ennþá ekki komizt á sýninguna. Hins vegar ætla ég endilega að skoða hana. Sýningin i heild vekur áhuga minn. „Ég kann bara plús..'' Hvað segja krakkarnir þegar skólarnir eru að byrja? VÍSlRSm: — Hefurðu farið á Alþjóö- legu vörusýninguna? Birna óiafsdóttir, flugfreyja: Nei ekki ennþá. Ég hef hins vegar hugsað mér að heimsækja hana. Sýningin i heild finnst mér vera áhugavekjandi. Guðmundur Guðjónsson, sjómaður: Nei ég hef ennþá ekki komizt þangað. Ég fer þó væntan- lega þangað á næstunni. Anna Halldórsdóttir, þerna: Nei ég hef ekki heimsótt sýninguna. Ég hef ekki áhuga á að skoða hana ..Hlakka til að hitta krakkana” — Friðgeir Guðjónsson 14 ára. „Nú skal ég læra. Um leið og ég kem heim úr skólanum læri ég og læt allt annað biða. í vetur skal skólinn ganga fyrir öllu. Ekkert kæruleysi, takk!” Hversu margir nemendur skyldu ekki segja eitthvað þessu likt við sjálfa sig þessa dagana. Samvizkusemin er sjálfsagt eins mikil og hún getur nokkurn tima orðið. Hver einasti stafur skal lesinn og lærður og aldrei á að svfkjast um! Hversu margir skyldu svo standa við loforðið, sem þeir gáfu sjálfum sér? Þegar liður á vetur- inn, vill námsleiðinn fara að segja til sin hjá ótal mörgum — og þá vill það stundum gleymast að læra enskuna, söguna eða eitt- hvað annað. Einmitt i dag er sumarleyfið að baki hjá mörgum. Fyrstu skól- arnir eru settir og siðan fara þeir i gang koll af kolli fram að 15. september. t dag má búast við þvi, að „vertfðin” hefjist i bóka- verzlunum, þvi að margt þarf að kaupa og sumt að endurnýja. En þvi fylgir nú alltaf viss spenningur að byrja i skólanum aftur, hvað þá i fyrsta skipti. Við hittum nokkra krakka að máli i miðbænum og spurðum þá um skólamálin. „Hlakka ekkert sérlega til að hitta kennarana” ,,Ég feri annan bekk i Vighóla- skóla”, sagði strákur, sem við hitt- um. Hann kvaðst heita Friðgeir Guðjónsson og er 14 ára. „Skólinn byrjar ekki fyrr en 15. september hjá mér”. — Hlakkarðu til? „Nei, nei. Það held ég ekki. Og þó, jú ég hlakka kannski svolitið til. Ég hlakka til að hitta krakk- ana, en ekkert sérlega til þess að hitta kennarana. Viltu vita eitt- hvað fleira?” — Já, finnst þér gaman að læra? „Það er ekkert voðalega leiðin- legt, en ég er bara svo lélegur að læra. Mér finnst það aö minnsta kosti, annars getiði spurt kennar- ana....” ,,Ball á hverju föstudagskvöldi” Hafdis Jónsdóttir, 14 ára, sagðist fara i 2. bekk i Gagn- fræðaskóla Garðahrepps. „Það er ágætur skóli”, sagði hún. „Hvort ég hlakka til? Já svona „Leikfimin er skemmtilegust” — Hafdís Jónsdóttir, 14 ára. soldið. Það er ágætt félagslff i skólanum. Til dæmis er ball á hverju föstudagskvöldi. Ég hlakka auðvitað til þess”. — Hefurðu kannski ekkert komizt á ball i sumar? ,,Jú, ég hef getað svindlað mér inn i Tónabæ”. — Hvað likar þér bezt i skólan- um? „Leikfimi finnst mér skemmti- legust, enda ætla ég að reyna að verða leikfimikennari, ef ég get. Reikningurinn er leiðinlegastur”. — Á svo ekki að læra vel i vetur? „Jú, um leið og ég kem heim úr skólanum” ,,Þar fær maður að ráða” „Þegar ég var 6 ára, fór ég i Breiðagerðisskóla, en strax næsta vetur i Fossvogsskóla og þar hef ég verið siðan”. — Og hvor skólinn er skemmti- legri? „Fossvogsskóli. Þar fær maður að ráða soldið hvað maður gerir. Hann er miklu skemmtilegri”. Það er 10 ára strákur, Guttorm- ur Þorfinnsson, sem þetta segir. Hann var i óða önn að selja Visi og sagði, að sér fyndist það reyndar skemmtilegra en að vera i skólanum. „í vetur verður það vist svo- leiöis, að maður mætir i skólann klukkan 8og verður þar til 12. Svo fer maður aftur eftir hádegi klukkan 1 og verður til 3. Og mað- ur þarf ekkert að læra heima. Kannski að lesa eitthvað svolitið, en svona er þetta fint”. — Hvað finnst þér svo skemmtilegast i skólanum? „Teikning”. — Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kannski verð ég smiður”. ,,Mengi er bara þvæla” „Ég byrja i skólanum i dag, i fyrsta bekk i Fellaskóla”, sagði Óðinn H. Jónsson 12 ára. „Hlakka til? Ja, ég kviði alla- vega ekkert fyrir þvi. Það er ágætt i skólanum”. — Hvað er bezt? „Smiði, sund og teikning”. — En reikningur? „Það fer eftir þvi hvernig reikningur það er. Mengi er til dæmis bara þvæla”. — Hefurðu unnið eitthvað i sumar? „Nei, og ég er ekkert orðinn leiður á þvi”. — Ertu búinn að ákveða, hvað þú ferð að gera, þegar þú ert bú- inn i skóla? „Fyrst ætla ég að verða stú- dent, og svo langar mig að verða Kjartan Margeirsson, verka- maður: Nei, en það er áreiðan- lega mjög gaman að fara og skoða hana. Auður Auðuns.lögfræðingur: Nei, ég hef ekki ennþá heimsótt sýninguna. Ég æt!a mér hins veg- ar örugglega aö skoða hana. „Og maður þarf vlst ekkert að læra heima” — Guttormur Þor- finnsson, 10 ára. flugmaður. Ég hef flogið nokkr- um sinnum sem farþegi”. „ Ég kann bara plús.........” Svo hittum við tvo snáða, sem eru að byrja skólagöngu, annan 6 ára, Einar Hermannsson, og hinn 7 ára, Sverri Hreiðarsson. Þeir sögðust ekki vita, hvenær skólinn byrjaði hjá þeim, en Ein- ar sagðist fara i gamla Stýri- mannaskólann. Sverrir sagðist sennilega fara i Isaksskóla. — Hlakkið þið til? „Já”. — Kunnið þið að lesa? Sverrir: „Ég kann”. Einar: „Ég kann ekki mikið”. — En að reikna? „Ég kvlði allavega ekkert fyrir” — Óðinn H. Jónsson 12 ára. Sverrir: „Ég kann bara plús...” Einar: „Ég kann svolítið”. — En kunnið þið að skrifa? „Já”. — Eigið þið skólatöskur? Einar: „Nei, ég er ekki búinn að fá neina”. Sverrir: „Ég á svo margar. Systir min og bróðir láta mig nefnilega fá sfnar. En ég fer ekki með þær allar i skólann. Bara eina i einu”. — Hvað ætlið þið að verða, þeg- ar þið verðið stórir? Einar: „Skipstjóri á togara”. Sverrir: „Annað hvort verð ég á varðskipi eða þá smiður”. —EA Einar (t.v.) og Sverrir eru að hefja skólagönguna. Þeir eru strax búnir að ákveða hvað þeir ætla að verða þegar þeir veröa stærri. „Skipstjóri” sagði Einar, „Annað hvort á varðskipi eða smiöur”, sagði Sverrir. Ljósm: Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.