Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 11
Vísir. Mánudagur 1. september 1975 Víkinguraf greiddi FH Sigraði 2:0 í heldur tílþrifalitlum leik, þar sem ekkert var í húfi hjó hvorugu liðinu Vikingur og FH kvöddu knatt- spyrnuvertiðina hjá scr i ár með lieldur litilf jörlegum leik á Kaplakrikavellinum á laugar- daginn. Var sá leikur hvorki til skemmtunar fyrir leikmenn né áhorfendur og sjáfsagt allir ánægðir, þegar honum lauk — flestir þá orðnir hundblautir og kaldir eftir að hafa hlaupið um eða hangið þarna í hrauninu i tvo tima. Vikingarnir fóru með sigur af hólmi, skoruðu tvö mörk, en FH- ingarnir ekkert. Bæði mörkin komu með stuttu millibili i siðari hálfleik og verða sjálfsagt ekki i minnum höfð hjá áhorfendunum fyrir glæsileik frekar en þessi leikur. Fyrra markið kom snemma i siðari hálfleik. Misskilningur varð á milli markvarðar og varnarmanns FH — báðir létu boltann eiga sig — og Stefán Halldórsson komst i auðan sjó og skoraði auðveldlega. Siðara markið skoraði svo Gunnar örn rétt á eftir með skalla. Fékk hann knöttinn eftir fyrirgjöf frá Gunnlaugi Krist- finnssyni — fyrirgjöf, sem Ómar markvörður FH-inga átti að geta ráðið við. Siðari hálfleikurinn var öllu skárri en sá fyrri, og áttu þá bæði liðin ágæt tækifæri — en hin- ir ungu FH-ingar gátu samt aldrei nýtt sin. Leikurinn skipti engu máli fyrir GS TIU HÖGG- UM Á liðin eða leikmennina, og var hann eftir þvi. Bæði voru örugg áfram i deildinni og enginn mögu- leiki hjá þeim að ná i efstu sætin. Það bar enginn af öðrum i þess- um leik — allir svipaðir að „gæð- um” og sömuleiðis dómarinn, sem átti rólegan dag, enda sjald- an að eitthvað markvert gerðist. UNDAN Glofklúbbur Suðurnesja sigraði i Aðmirálskeppninni f golfi, sem fram fór á heimavelli Suðurnesjamanna — Ilólmsvelli i Leiru — á laugardaginn. Sveitir frá fimm golfklúbbum kepptu. Sendi hver sveit fram 8 manna lið og var árangur 6 fyrstu talinn og lagður saman. úrslitin urðu þessi: Golfkl. Suðurnesja .... Golfkl. Reykjav........ Golfkl. Keilir ......... Golfkl. Nes............. Golfkl. Varnarliðsins ... Högg .... 482 .... 492 .... 497 .....517 .... 561 Markið, sem bjargaði KR. Knötturinn á leið yfir marklínuna i leik KR og ÍBV á Melavellinum I gær- kvöldi. Arsæll Sveinsson, markvörður ÍBV, kominn I öfugt horn... Ljósmynd Bj. Bj. Lónsskómír úr Eyjum sendu Vestmannaeyinga ó botninn! KR bjargaði sér með því að sigra IBV 1:0 í //fallleiknum,/ í 1. deild — Halldór Björnsson skoraði markið sem nœgði Melavöllurinn varð ekki heima- grafreitur KR-inga i 1. deildinni i knattspyrnu, eins og svo margir bjuggust við i gær, þegar tilkynnt var, að KR ætti að mæta ÍBV i „fallleiknum” i 1. deild á vestur- bæjarvellinum. Þeir höfðu það af að „jarða” Vestmannaeyingana þarmcðþviað sigra þá 1:0 og það nægði þeim til að halda sæti sinu i 1. deild næsta ár. Það var Halldór Björnsson — hinn eitilharði rauðhærði miðju- maður þeirra — sem skoraði þetta eina mark i leiknum. Það gerði hann á 18. mínútu fyrri hálf- leiks og fékk við það ágæta aðstoð frá Vestmannaeyingum. t fyrsta lagi var hann i láns- skóm, sem einn fyrrverandi leik- maður Ur Eyjum átti, en þegar hann fékk þá lánaða hjá honum rétt fyrir leikinn, sagði hann um leið, aðmeð þessum skóm ætlaði hann að skora markið, sem kæmi hans mönnum i botnsætið — og við það stóð hann, þótt það hefði verið sagt i grini. Hann fékk boltann við vitateig Vestmannaeyinga frá Atla Þór Héðinssyni og sendi hann með þrumuskoti i átt að marki ÍBV. Á leiðinni þangað hitti knötturinn Magnús Þorsteinsson, sem þarna lék sinn fyrsta leik með meistara- flokki tBV — breytti um stefnu og þaut i hitt markhornið. Markið var ekki neitt sérlega glæsilegt og þvi siður leikurinn, enda aðstæðurnar ekki upp á það bezta — rok á annað markið með tilheyrandi rigningu eins og oftast i sumar. Knattspyrnan var mjög takmörkuð og samspil sást varla. Bæði liðin hugsuðu um það eitt að sparka — og sparka langt — og að berjast. t þvi voru KR-ingarnir betri. Sparkkeppnin var aftur á móti jafnari. KR-ingar léku undan vindinum i fyrri hálfleik og áttu þá nokkur góð tækifæri til að skora — en að- eins eitt þeirra nýttist. Vest- mannaeyingarnir áttu sárafá tækifæri á móti vindinum fyrir ut- an einu sinni, að örn Óskarsson slapp úr umsjá Guðmundar Ingvasonar og komst á ská við markið. Magnús Guðmundsson markvörður hikaði en fór siðan út á móti Erni, sem skaut hörku- skoti á markið. Magnús stökk þá upp i loftið og varði boltann með „botninum”. Var hann heppinn i það skiptið og þá ekki siður i siðari hálfleik, þegar hann fór i ævintýraúthlaup og missti af boltanum. Hann stefndi i markið, en á siðustu stundu náði Stefán örn að skalla hann yfir þverslána. Vestmanna- eyingarnir áttu meir i siðari hálf- leiknum — án þess þó að geta ógnað neitt verulega, enda KR- vörnin þétt fyrir. Var engu likara en að þeir sættu sig við að tapa þessum leik — a.m.k. voru þeir óvenju rólegir miðað við oft áður. „Ég bjóst aldrei við þvi i vor, að þetta færi svona hjá okkur”, sagði Gisli Magnússon þjálfari Vestmannaeyinganna eftir leik- inn. „Þágekkailt eins og i sögu og allir friskir en siðan hefur allt verið á móti okkur. Nú er eins gott fyrir mann að koma sér inn á Þróttarvöll og sjá Þróttarana leika — það er eini möguleikinn. sem eftir er hjá okkur. að sigra þá i aukaleiknum um aukasætið i deildinni. Að tapa fyrir þeim yrði ægilegt áfall fyrir knattspyrnuna hjá okkur, en maður vonar að það komi aidrei til.” • • Ekki var mikið af áberandi góðum leikmönnum i þessum leik. KR-ingarnir börðust allir sem einn — og einna mest þeir Halldór Bjömsson og Haukur Ottesen. Einnig var Guðmundur Ingvason góður. í liði ÍBV bar mest á Ólafi Sigurvinssyni og ný- liðanum Magnúsi Þorsteinssyni, en þar er efnilegur leikmaður á ferðinni. Magnús V. Pétursson dæmdi leikinn og gerði það ágæt- lega. — klp — VISIR VERÐUR ÞAR! islenzka landsliöið i knatt- spyrnu hélt i morgun áleiöis til - Nantes i Frakklandi, þar sem siöari leikur íslands og Frakk- lands i Evrópukeppni landsliða fer fram á miövikudagskvöldiö. Kftir þann lcik lieldur liöiö til l.iegc i Belgiu, þar sem það leikur viö Belga i sömu keppni á laugardagskvöldið. A sunnudag fcrliðið svofrá Belgíu áleiöis til Moskvu, þar seni leikið veröur viö Rússa i undankeppni olympíuleikanna. Með annarri flugvél i morgun hélt einnig utan 20 til 30 manna hópur islendinga, sem ællar að horfa á leikina i Frakklandi og Belgiu, en koma siðan heim n.k. sunnudag. i þeim hóp verður blaöamaöur frá Visi — Kjartan L. Pálsson — og mun hann scnda heim fréttir frá báðum þessum leikjum, svo og ýmsar aðrar fréttir úr þessari ströngu ferð landsliðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.