Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 13
12 Vísir. Mánudagur 1. september 1975 Visir. Mánudagur 1. september 1975 Hinrik varð markakóngur Skoraði eitt af þrem mörkum Breiðabliks á móti Selfossi og því 14 mörk í 14 leikjum í 2. deild í sumar ilinrik Þórhallsson tryggfti sér inarkakóngstitilinn i 2. deild is- landsmótsins i knattspyrnu i ár, er hann skorafti eitt af þrem mörkum Blikanna i leiknum viö Selfoss á föstudagskvöldift. Keppinautur hans um titilinn — Selfyssingurinn Sumarliði Guð- bjartsson — sem einnig hafði skorað 13 mörk fyrir leikinn, kom „tuðrunni” aldrei'' i mark Blik- anna i þessum leik og varð þvi að sætta sig við annað sætið. Blikarnir sigruðu i leiknum 3:1 og komust þeir i 3:0 i fyrri hálf- leik. bór Hreiðarsson skoraði fyrsta markið — Gisli Sigurðsson annað — og Hinrik það þriðja úr vitaspyrnu, eftir að honum hafði verið brugðið innan vitateigs Sel- foss. Fyrir heimamenn skoraði Jakob Gunnarsson i siðari hálfleik. Á Húsavik sigruðu Völsungar Reyni Árskógsströnd 3:1 — ekki 2:1 eins og útvarpið og sjónvarpið Hinrik Þórhallsson — marka- kóngurinn I 2. deild 1975. sögðu. Magnús Torfason skoraði 2 af mörkum Völsunga — bæði úr vitum eftir að Reynir hafði byrjað að skora i leiknum. Þriðja mark Völsunga gerði siðan Jóhann Sig- urjónsson. Blikarnir fengu afhentan bikar- inn fyrir sigurinn i 2. deild i hléi leiks Fram og Vals i gærkvöldi, og Þróttararnir önnur verðlaunin eftir að hafa sigrað Viking, Ólafs- vik 2:0 á Þróttarvellinum i gær. Þar skoruðu þeir Bergur Garð- arsson og Halldór Arason mörk Þróttar. í Hafnarfirði áttust við Haukar og Ármann. Þar var eng- inn markaskorari, þvi að leiknum lauk með jafntefli 0:0. Ármenn- ingarnir voru betri aðilinn i þeim leik en náðu aldrei að skora þrátt fyrir góð tækifæri. LOKA- STAÐAN Lokastaftan i 2. deild Islands- mótsins í knattspyrnu 1975 eftir siöustu leikina i deildinni: Selfoss —Breiftablik 1 :3 Reynir Á — Völsungur 1 : 3 Þróttur — Vikingur ó 2 ::0 Haukar — Ármann 0:0 Breiðablik 14 13 0 1 51:9 26 Þróttur 14 11 1 2 29:13 23 Ármann 14 6 5 3 22:16 17 Selfoss 14 5 5 4 26:22 15 Völsungur 14 4 3 7 17:30 11 Haukar 14 4 2 8 20:24 10 Reynir A 14 3 1. 10 15:32 7 Víkingur Ó 14 1 1 12 10:44 3 Markahæstu menn: Hinrik Þórhallsson, Breiftabl. 14 Sumarliöi Guftbjörnsson, Self. 13 Þór Hreiftarsson, Breiftabl. 10 Ólafur Friftriksson, Breiftabl. 9 Hreinn Elliðason, Völsungi 7 Þorvaldur Þorvaldsson, Þrótti 7 Sverrir Bry njólfsson, Þrótti 7 PÓSTSENDUM fÍ SPORT&4L § HítEMMTORGi^ l HAGLA- BYSSUR l Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt Valsmenn skora sitt annaft mark I leiknum vift Fram I gærkvöldi — Guftmundur Þorbjörnsson — og möguleiki Fram til aft hijóta tslandsmeistaratitilinn í ár fer minnkandi. Ljósmynd Bj. Bj....... Valsmenn færðu Akurnes- ingum íslandsmeistaratitil- inn á silfurfati i gærkvöldi, þegar þeir sigruðu Fram í síðasta leiknum i 1. deild í ár 3:2. Ef Framarar hefðu sigrað í leiknum, hefðu aukaleikur þurft að koma til milli þeirra og Skaga- manna, en Valsmenn, sem nokkrum dögum áður höfðu, öllum á óvart hirt bæði stig- in frá Skagamönnum, sáu um, að svo varð ekki. ,,Ég neita þvi ekki, aft ég haffti þaft allt annaö en gott i þessum leik,” sagfti Tony Knapp, þjálfari KR og landsliðsins, er vift töluft- um vift hann eftir leik KR og ÍBV á Melavellinum I gær. n „Þaft var ekki afteins tilhugsun- in um aö falla i 2. deiid með liftift, sem angraði mig, heldur og til- hugsunin aö fá ekki aö fara meö landsliöinu utan. En það heffti ég ekki gert ef vift hefðum orftift neftstir i dcildinni. Eftir þessi úrslit er mér vfst óhætt að fara meft landsliftinu, en Valsarar voru miklu betri i gær- kvöldi og var sigur þeirra i leiknum fyllilega verðskuldaöur. Þeir kom- ust i 3:0, en Frömurum tókst að minnka muninn með tveim mörk- um á tveim minútum seint i seinni hálfleik. Fyrsta mark Valsmanna kom um miðjan fyrri hálfleik. Þá fengu þeir aukaspyrnu á miðjum vellin- um, Vilhjálmur Kjartansson sendi boltann inn i vitateig Fram, þar sem Magnús Bergs var veístaðsett- ur og hann skallaði laglega i mark- ið framhjá Arna Stefánssyni, sem ekki kom nokkrum vörnum við. Stuttu siðar bættu Valsmenn öðru ég kem aftur hingað og geng þá frá minum málum við KR og KSt þegar þessari ferft er lokift.” Þaft voru fleiri en Knapp, sem voru á nálum i þessum leik. Félagar hans í landsliftsnefndinni nöguöu einnig neglurnar á meðan á leiknum stóö og héldu örugg- lega báftir mcft KR. Þaft heffti komift upp mikift vandamál hjá þeim og KSt, ef Knapp hcffti ekki getaö farift meft landsliöinu utan, enda erfitt að fá mann f hans mikilvæga starf meft svona litlum fyrirvara. 1 -klp- } markinu við, en rétt áður hafði Hermann Gunnarsson komizt einn innfyrir vörn Fram, en Arni bjarg- aði vel með úthlaupi. Boltinn hrökk i stöngina og þá var Jón Pétursson kominn til hjálpar og hreinsaði frá. Markið kom eftir hornspyrnu, sem Albert Guðmundsson tók, hann sendi vel fyrir markið á Guð- mund Þorbjörnsson og hann skall- aði i slána og inn. 1 seinni hálfleik bættu Valsmenn svo þriðja markinu við, áður en Framarar vöknuðu til lifsins. Þá lék Bergsveinn Alfonsson upp hægri kantinn, sendi siðan fasta sendingu fyrir mark Fram og þar var Hermann Gunnarsson kominn og „skallaði” glæsilega i markið. Valsmenn hægðu heldur ferðina eftir mark Hermanns og það voru Framarar fljótir að notfæra sér og skoruðu tvivegis á sömu minút- unni. Fyrst sendi Dýri Guðmundsson boltann i eigið mark, þegar hann reyndi að stöðva skot Trausta Harðarsonar og i næsta upphlaupi á eftir bætti Marteinn Geirsson öðru marki við með góðu skoti frá vitateig. Hefur Marteinn nú skorað 8 mörk fyrir Fram i sumar og hefur hann ásamt Jóni Péturssyni skoraö helminginn af mörkum liðsins. Væri erfitt að hugsa sér liðið án þessara tveggja leikmanna og staða þess væri örugglega önnur, ef þeirra nyti ekki við. Eftir mörk Framara settu Vals- menn upp hraðann aftur og voru þrivegis nærri þvi að skora, Dýri Guðmundsson og Hermann Gunn- arsson tvivegis. Beztan leik i gær áttu Hörður Hilmarsson, Vilhjálmur Kjartans- son, Dýri Guðmundsson og Sigurð- ur Dagsson i markinu. Hjá Frömurum eru það sem fyrr Marteinn Geirsson, Jón Pétursson og Árni Stefánsson, mennirnir sem halda liðinu á floti. Strax eftir leikinn tóku Akurnes- ingar við Islandsmeistarabikarn- um og Framarar við silfurverð- laununum. En i hálfleik var Breiðabliks- mönnum afhentur bikarinn fyrir að sigra i 2. deild. Það verða þvi Akurnesingar, sem leika i Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári, Framar- ar leiká i UEFA keppninni og Kefl- vikingar munu leika Evrópu- keppni bikarhafa og gildir einu, hvernig úrslitaleikur þeirra og Akurnesinga i bikarkeppninni fer. Ekki er enn búið að ákveða, hvenær leikur IBV og Þróttar um lausa sætið i 1. deild á að fara fram, en hann verður örugglega ekki fyrr en landsliðið er komið úr keppnis- ferðinni. --—----------- Knapp fœr að fara! MATTHÍAS SKORAÐI MARKIÐ SEM NÆGÐI Matthias Haligrimsson tryggði Akurnesingum sigur i leiknum við Keflavik — og þar með i islandsmótinu i 1. deiid, þar sem Fram tapaði fyrir Val i gær- kvöldi, — er hann skoraði eina mark Skagamanna i leiknum á Skipaskaga á laugardaginn. Markið kom snemma i siðari hálfleik og var skoraö úr vita- spyrnu, sem Keflvikingarnir voru ekki alveg sammála dómaranum og linuverðinum um að hefði verið rétt dæmd. Knettinum var þá spyrnt fyrir markið, þar sem GisÚ Torfason kastaði sér fram til að skalla hann. Var hann svo til niðri við jörð, þegar hann náði til hans, og að áliti linuvarðarins fór knöttur- LOKA- STAÐAN Lokastaðan i 1. deild fslands- mótsins i knattspyrnu 1975 eftir siðustu leikina i deildinni: Akranes-Keflavik 1:0 FH-Vikingur 0:2 KR-IBV 1:0 Valur-Fram 3:2 Akranes Fram Valur Vikingur Keflavik FH KR ÍBV 14 8 3 3 29:14 19 14 8 1 5 20:17 17 14 6 4 4 20:17 16 14 6 3 5 17:12 15 14 4 5 5 13:13 13 14 4 5 5 11:21 13 14 3 4 7 13:18 10 14 2 5 7 11:22 9 Markhæstu menn: Matthias Ilallgrimsson, Akran. 10 Marteinn Geirsson, Fram 8 örn óskarsson, ÍBV 8 Guftmundur Þorbjörnsson, Val 8 Teitur Þórftarson, Akran. 7 Steinar Jóhannsson, Keflav. . 6 Atli Þór Héftinsson, KR 5 inn þá i hönd hans. Gisli var ekki alveg á sama máli — sagði að hann hefði aldrei komið við hönd- ina, heldur i brjóstkassann á sér. En dómarinn, Bjarni Pálma- son, fór i einu og öllu eftir úr- skurði linuvarðarins og dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu, sem Matthias skoraði siðan úr örugg- lega. Skagamenn skoruðu alls fjögur mörk f þessum leik — en aðeins eitt var dæmt gott og gilt. Tvö voru réttilega dæmd af, en það þriðja var heldur vafasamt, þvi að Jón Gunnlaugsson, sem það gerði, var ekki rangstæður eins og linuvörðurinn sagði, þegar hann skoraði það. Skagamenn voru áberandi betri aðilinn i þessum leik, sem var litið spennandi eða skemmtilegur enda veðrið allt annað en gott til að leika knattspyrnu. Þeir „pressuðu” nær láUaust allan leikinn og áttu Keflvikingarnir aldrei neinn möguieika. Aðeins einu sinni áttu þeir skot á mark Skagamanna, sem eitt- hvað var varið i — Guðjón Guðjónsson, sá sem sendi KR út úr bikarnum i siðustu viku — átti það og var ekki langt frá þvi að skora. önnur tækifæri voru teljandi á höndum annarrar handar. Skaga- menn áttu mörg góð tækifæri — enda voru þeir sýnilega ákveðnir i þvi að sigra i þessum leik og gáfu sig hvergi. Uppskeran hjá þeim — eða sú sem var talin — var þó ekki nema þetta eina mark, og það nægði i þetta sinn, auk þess sem það nægði Matthiasi til að hljóta titilinn „Marka- Matthías Hallgrlmsson skorafti eina mark Akraness I leiknum vift Keflavik á laugardaginn. Hann varft markakóngur 1. deildar I ár meft 10 mörk. kóngur 1. deildar.” Hann var mjög friskur i þessum leik og sömuleiðis þeir Jón Alfreðsson, Jón Gunnlaugsson og Karl Þórðarson. Hjá Keflvik- ingum báru tveir menn af ölium öðrum — Gisli Torfason og Þor- steinn Ólafsson i markinu, enda höfðu þeir nóg að gera allan leikinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.