Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 01.09.1975, Blaðsíða 17
Vlsir. Mánudagur I. september 1975 17 Jibbí, Silver if, með tveim eða fleiri rifflum, það er hægt að fá sérstakan „skemmdarverkasveitamanns- poka” fullan af sprengiefni, hnifum, talstöðvum og alls kon' ar öðru dóti. Nóg til að vinna stríðið Þegar menn eru einu sinni komnir i Aksjónmanns herinn bætist þetta allt svona smám saman við. Loks kom þó að þvi, að mér var nóg boðið og eftir langar samningaviðræður urðum við feðgarnir sammála um, að nú ætti Aksjón-maðurinn nóg af fötum. Við myndum láta það nægja. Það er eins og leikfangafram- leiðendurnir hafi lesið hug minn og mótleikur þeirra var hrika- legur. ' Hann var skrækróma af æs- ingi þegar hann hringdi: —-Pabbi, pabbi, það er komin Aksjónmanþyrla og Askjón- manjeppi og Aksjóman- skriðdreki og Aksjónman-tjald og Aksjónman-bátur. Það var ákveðið, að hann skyldi safna sér fyrir nyt- samlegum hlutum og ég leggja á móti, þegar með þyrfti. Nokkrum vikum siðar stóð ég fullur af stolti inni í Gevafoto og þar reiddum við feðgarnir fram sinn hlutinn hvor til kaupa á litilli Kodak myndavél En Adam var þvi miður ekki lengi i Paradis. Fyrir nokkrum dögum hringdi hann til min i vinnuna: — Pabbi, pabbi, það er kom- inn Lone Ranger kall i búðina, með hest og byssur og tjald og gullgrafaragræjur og fullt, fullt annað! Ég er nú gersamlega búinn að gefast upp fyrir leikfangafram- leiðendum. Ég verð að viður- kenna að i fyrstu var ég svo barnalegur að halda að kannski mætti nú bjarga einhverju með þvi að Aksjón maðurinn lánaði Lone Ranger galla öðru hvoru. Ég hefði átt að vita betur. Framleiðendprnir gerðu hann mátulega miklu minni til að föt- in passa alls ekki. —ÓT Vélvæðing hersins Eins og hann sýndi mér fram á eftir miklar rökræður þá var ekki hægt að telja þessar nýju „græjur” til fata eða ein- kennisbúninga. Samningur okkar náði þvi ekki yfir þær. Vélvæðing hersins fylgdi auð- vitað i kjölfarið. Aksjón-maður- inn hans hoppaði á milli fjalla- toppa i þyrlu sinni, fór á jeppan- um i bæinn til að ná sér i skot- færi og skrönglaðist um á skrið- drekanum. Ég fór að gera mér grein fyr- ir, að ég stæði svona álika mikið i leikfangaframleiðendum og innflytjendum og KR i Man- chester United. Ýmsum verð- ugri andstæðingum hefði ég nú frekar viljað falla fyrir. Þar kom, að ekkert var ókeypt á Aksjón-manninn. Ég varpaði öndinni léttara. Ég ákvað lika, að nú skyldi verða gagnger breyting á fjármála- stefnu okkar feðganna. Einn sunnudaginn, þegar við komum af einni hrikalegri sjóræningja- mynd, löbbuðum við þrjá hringi i kringum tjörnina meðan ég út- skýrði fyrir honum verðbólg- una, kaupmátt launa og þess háttar. Salir við öll tækifæri Sími 82200 m jorw Ánderung des deutschen Staatsangehörigkeits- gesetzes ab 1. Januar 75 Ab 1. Januar 75 erwerben auch Kinder deutscher Mtítter und ausltíndischer Vater die deutsche Staatsangehörigkeit durch Geburt. Zwischen dem 1. April 53 und 31. Dezember 74 geborene Kinder deutscher Mtítter und auslándischer Váter können durch Abgabe einer Erklár- ung eingebtírgert werden. Interessenten werden sich bitte schriftlich an die Botschaft der Bundesrepublik Deutschland, Reykjavik, Túngötu 18. POB 400. Breyting ó þýskum lögum um ríkisborgararétt fró ?»g með 1. janúar 1975 rá 1. janúar 1975 að teljs ðlast einnig örn, sem eiga þýska ir óðu en erlendan iður, þýskan rikisborgar; ;tt við fæð- ígu. Börn þýskra mæðra, sem eiga er- iendan föður og eru fædd á ti íabilinu frá 1. april 1953 til 31. desember 1974, geta öðl- ast þýskan rikisborgararétt, ef farið er fram á það með yfirlýsingu. Þeir, sem hlut kunna að eiga að máli, eru beðnir að snúa sér skriflega til sendiráðs Sambandslýðveldisins Þýskalands, Tún- götu 18, Reykjavik, pósthólf 400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.