Vísir - 15.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.09.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Mánudagur 15. september 1975 — 209. tbl. Minnkandi neyzla ófengis Eru hœkkanir núna fyrst að hafa áhrif? Afengisdrykkja i Reykjavík hefur vcrið mun minni i sumar en hún var á sama timabiii ' siðastliðið ár. Hefur samdráttur þessi komið greinilegast fram I þvi að lögregian hefur minni af- skipti þurft að hafa af borgurum. Samantekt á gistitöium fangageymslanna i Rcykjavik sýna, að i júlimánuði i ár gistu um helmingi færri i þeim vegna ölvunar og ölvunarbrota en i sama mánuði siðastliðið ár. Að sögn lögreglunnar er greinilegt, að áfengisneysla sumarsins i heild verður einnig mun minni en i fyrra. mmmmm Keflvík- ingar bikar- meistarar — sjó opnu Ognvekjandi þróun fyrir launáfólk! — sjá baksíðu Norðursjávarmálið: „Óttast að þetta verði notað gegn okkur í landhelgis- málinu", segir Jakob Jakobsson, fiskifr. — sjá baksíðu • ÍHALDSSAMAR AUGLÝSINGA- REGLUR ERU NAUÐSYNLEGAR — segir auglýsingastjóri útvarpsins - — sjá 3. síðu Fékk að lœkka fíugið vegna ísingar týndu flugvélinni — Okkur virtist sem hann væri ekki alltof viss i sinni sök þegar hann sagðist vera i 5000 fetum yfir Vestmanna- eyjum, sagði Hörður Sigurjónsson, flugstjóri hjá Iscargo í morgun, en þeir höfðu síðast sam- band við bandarisku vélina sem nú er leitað. Iscargovélin var á heimleið frá Rotterdam og bar skilaboð á milli flugstjórnarinnar og týndu vélar- innar. HUn .er af gerðinni Piper Twin Comance og með henni voru tveir menn. Hún var að koma frá Edinborg. — Flugmaðurinn bað um og fékk leyfi til að lækka flugið niður i 5000 fet, vegna isingar, en þaö var ekki á honum að heyra aö *hann væri i neinum vandræðum, sagði Hörður. — Ef hann var i 5000 fetum samkvæmt standard hæðamæli er raunveruleg flug- hæð ekki nema 4500 fet og þá er hann i fjallahæð ef hann hefur verið of austarlega. — Við reynd- um að ná sambandi við hann rétt fyrir lendingu, þá voru aðeins nokkrar minútur siðan við töluð- um við hann siðast, en þá heyrðist ekkert frá honum. Mikil leit stóð yfir á stóru svæði, i morgun. Fjórar Islenzkar og ein bandarisk flugvél tóku þátt I leitinni og fór sú bandariska með ströndinni allt austur að Vik i Mýrdal. Gná, þyrla Landhelgis- gæzlunnar var við leit á Reykja- nesfjallgarði. Skilyrði voru erfið vegna hvassviðris. Von var á fleiri leitarvélum. Fjölmennar sveitir leituðu einnig á iandi. — ÓT. Síðustu fréttir Skömmu fyrir hádegi hafði leitin að flugvélinni engan árangur borið. Inn viö BláfjöII i morgun: Flugbjörgunarsveitarmenn búast til leitar á Bláfjallasvæðinu. Mynd Bragi. , Útgerðarfélag Belga og íslendinga stofnað Fyrir nokkru var stofnað hér á landi hlutafélag, sem hlaut nafnið Faxi, hf., Hér er um að ræða belgiskt-islenzkt útgerðar- félag. — Belgiskur banki leggur fram fjármagn til kaupa á sex til tiu islenzkum skipum, sem siðan verða gerð út á islands- mið, en ciga að selja regulega i Belgiu. Þegar hefur verið ákveðið að kaupa fimm skip þrjú i Reykja- vik og tvö á Suðurnesjum. Verð þeirra verður greitt að~fullu i beinhörðum peningum. Hug- myndin mun vera sú, að á skipunum verði „blönduð” áhöfn, Belgiumenn og Is- lendingar. Skipin verða skráð hér á landi, en belgiski bankinn tryggir fjármuni sina með fyrsta veðrétti I þeim. Það eru nokkrir kunnir út- gerðarmenn, sem eru hluthafar — Hyggst kaupa 6-10 báta, gera út á íslandsmið og selja í Belgíu i þessu nýja félagi og hefur hug- myndin verið kynnt ráðamönn- um þjóðarinnar. Þess má geta, að i efri deild Alþingis i vor var ályktað að stefna bæri að aukinni sam- vinnu við Belga á sviði fisksölu- mála. -AG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.