Vísir


Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 5

Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 5
5 Vlsir. MiOvikudagur 17. september 1975. TLÖND í MORGUN Ul MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Hinn nýi forseti Argentínu hreins- ar í stjórninni William Colby, forstöðu- maður leyniþjónustunnar, veifaði einni slíkri fyrir framan rannsóknarnef nd Bandaríkjaþings við yfir- heyrslur i gær. Þetta svarta morðtól gat spýtt úr sér örsmáum skammti af bráðdrepandi skelfiskseitri. Nær enginn möguleiki er talinn vera á þvi, að banamein fórnardýrs slikrar byssu yrði uppgötvað. Fyrst Colby.... Colby var yfirheyrður vegna leynibirgða afeitri, sem CIA lum- ar á.Upp komst um birgðir þessar nýlega, en árið 1970 fyrirskipaði Nixon þáverandi forseti Banda- rikjanna, að eiturbirgðir þessar skyldu upprættar og eyðilagðar. Forstjóri CIA sagði þingmönn- um i gær, að leyniþjónustan hefði á átján ára bili varið um þrem milljónum dollara til rannsókna og tilrauna með banvænar eitur- regundir og vopn til að beita eitr- inu. Hann sagði, að á rannsóknar- stofum leyniþjónustunnar væri að finna 37 eiturtegundir af þessu tagi, en þær mundu ekki allar falla undir fyrirmæli forsetans frá 1970. ....svo Helms 1 dag mun nefndin yfirheyra Richard Helms, sem veitti CIA forstöðu 1970, en er nú ambassa- dor USA i íran.— Hann verður væntanlega spurður, hverjar ráð- stafanir hann hafi gert til þess, að fyrirmælum forsetans yrði hlýtt, um að eyðileggja eiturbirgðirnar. Helms kom reyndar i vitna- stúkuna stuttlega i gær, og skýrði frá þvi, að hann og tveir starfs- bræður hans hefðu ákveðið að verða ekki við þessum fyrirmæl- um, heldur geyma i kyrrþey eiturbirgðarnar. Á meðan rannsóknarnefnd Barry Goldvvater, öldunga- deildarþingmaður, skoðar I krók og kring eiturörvabyssu CIA, sem William Colby (t.h.) iagði fyrir þingnefndina i gær, þegar hann var yfirheyrður. Smiði vopnsins minnir I mörgu á 45 cal. sjálfvirka skammbyssu. Richard Heims, var yfirmaöur CIA árið 1970, þegar Nixon fyrir- skipaði að eiturbirgðirnar skyldu eyðilagðar. Hann kemur fyrir nefndina i dag og gerir grein fyrir, hvi fyrirmæium var ekki hlýtt. öldungadeildarinnar, sem starfað hefur nú i átta mánuði að athugunum á starfsháttum CIA, vinnur við yfirheyrslur forstjóra stofnunarinnar, leitar samsvar- andi rannsóknarnefnd fulltrúa- deildar þingsins eftir þvi, hvort Ford-stjórnin vill láta af hendi við hana leyniskjöl um störf ClA. Stjórnin hafði heimtað aftur leyniskjöl, sem nefndin hafði að- gang að, eftir að þvi var haldið l'ram, að öryggi landsins væri stefnt i voða með birtingu slikra skjala. Þingnefndin hefur visað siikum mötbárum á bug og hefur með dómstefnu krafizt þessara skjala aftur, en veitt forseta frest þar til á morgun til að skila skjölunum 3 Friðriks Ólafssonar og Jan Tin- mans frá Hollandi, en hún fór i bið. Gat brugðið til beggja vona um hana. Gherorghiu frá Rúmeniu hefur ekki unnið skák i mótinu, en var nærri þvi i gær á móti Keene frá Englandi. Nema Keene krafðist allt i einu jafnteflis, vegna þess að þrivegis hefði komið upp sama staðan i skákinni. Eftir að farið hafði verið yfir leikina, úrskurð- aði skákstjórinn, að svo hefði ver- ið. Næstir á eftir Geller eru Hubn- er (V-Þýzkalandi) með 8 vinn- inga, Bronstein (USSR), Hort (Tékkósl.) og Smysslov (USSR) með 7 1/2 vinning, Tinman 7 og biðskák. Sax (Ungv.land) 7 vinn- inga. Kavalek (USA) 6 1/2 vinn- ing og Friðrik ólafsson með 6 vinninga og biðskák. Siðasta umferð verður ekki tefld fyrr en á morgun, en i dag eiga keppendur fri nema Friðrik og Tinman, sem verða að útkljá biðskák sina. Italo Luder, sem tekið hefur við forsetaembætti Argentínu af Maria Estela Peron til bráðabirgða, hefur þegar hafizt handa viðað skipta um ráðherra í rikisstjórninni — aðeins þrem dögum eftir forseta- skiptin. Þykir hinn nýi forseti bera sig djarft að miðað við, að hann er sagður eiga að gegna forsetaem- bættinu aðeins um stundarsakir, meðan Maria Peron tekur sér hvild. Vakna grunsemdir hjá mönnum um, að Luder viti sig öruggan um að halda forsetaem- Maria Estella Peron — hefur hiín kvatt fyrir fulit og allt sem forseti Argentinu? Nýiforsetinn hagar sinum gjörðum a.m.k. eins og hann eigi ekki aðeins að leysa Peron af, heldur taka við fyrir fullt og allt. bættinu lengur en rétt til bráða- birgða. Italo Luder setti nýjan ráðherra yfir innanrikismálin og annan i stað varnarmálaráðherrans, sem verið hefur. Nýi innanrikisráðherrann heit- ir Robledo og leysir af hólmi Vicente Damasco offursta, en til- nefning Damasco fyrir mánuði hleypti illu blóði i ráðamenn hers- ins á sinum tima. Það varð aftur til þess að skipaður var nýr æðstráðandi hersins, Jorge Videla, hershöfð- ingi, sem sagður er leggja mjög hart að stjórninni að gefa sér leyfi til að sleppa hernum lausum á skæruliða vinstrisinna i landinu. Þykir reyndar liklegt, að Luder forseti láti undan kröfum hersins um að taka hryðjuverkamenn fastari tökum. Skæruliðar hafa vaðið uppi með hryðjuverkum, morðum, sprengingum og mannránum i Argentinu um all- langa hrið. Verst hefur ástandið verið i iðnaðarborginni, Cordoba, þar sem 443 pólitisk morð hafa verið framin það sem af er þessu ári. verið kynntur undir ýmsum nöfn- um I Bretlandi, Þýzkalandi, Japan og Braziliu. Þessi bill er minni en Vega, minnsti meölimur Chevro- letfjölskyldunnar hingað til. Tveggja dyra Chevett,e á aö kostaá Bandarikjamarkaði 434.850 kr., og fjögurra dyra billinn nokkr- um þúsundum dýrari. Flugslysið var misfök Austur-þýzk fréttastofa heldur þvi fram, að flugslysið i Leipzig fyrir tveim vikum hafi orðið vegna mannlegra mistaka. En þau mistök kostuðu 26 manns lifið. Með flugvélinni voru vestur- þýzkir gestir á leið til haustvöru- sýningarinnar i Leipzig. Flugvélin hrapaði andartaki, áöur en hjól hennar fengu snert flugbrautina i lendingu. Hún hafði rekizt á lof tnet. Vélinni hafði veriö flogið of lágt inn til lendingar. Var mammótinn veiddur í gildru? Sovézkir visindamenn hafa fund- ið leifar mammúts og fleiri dýra fomaldar gaddfreðnar i jörðu I Siberiu. Sýndist þeim ekki betur en öll dýrin hefðu drepizt þarna á ná- kvæmlega sama staö, vegna þess að þau hefðu lent i veiðigildru. Aðra skýringu gátu þeir aö minnsta kostiekki fundiðá þessari tilviljun. Sprenging í kolanámu Tuttugu og fimm námamenn eru taldir af eftir sprengingu, sem varð I kolanámu nyrzt i Taiwan i hafnar- bænum Keelung. Einn komst lifs af þeirra 26, sem voru niðri i námunni, þegar sprengingin varð. En hann liggur milli heims og helju. Var fangi með Claustre Vestur-þýzk útvarpsstöð útvarp- aöi i gær áskorun læknis, sem verið hafði fangi uppreisnarmanna i Chad, til fyrrverandi fangavarða sinna um að þeir þyrmdu lifi franska fornleifafræðingsins, Francoise Claustre. Dr. Christopher Strawen var i haldi hjá uppreisnarmönnum þar til i júni. Hann var þvi samtlmis Claustre. Vestur-þýzka stjórnin fékk hann lausan með þvi að greiða tvær milljónir marka i lausnar- gjald fyrir hann. 1 bænakalli sinu i gær bað læknir- inn Hissene Habre, foringja upp- reisnarmanna, að hætta við aftöku frú Claustre þann 23. september, eins og hótað hefur verið. Ekkja Chiang Kai-Shek, lelft- toga þjóðernissinna, er heilsu- tæp orðin, og verður aö ieita sér lækninga. Hún vanrækti sjálfa sig ineöan bóndi hcnnar iá veik- ur. — Myndin hér er tckin af henni viö jarðarför Chiang Kai- Shek i april I vor. Ekkja Chiang Kai-Shek Ekkja Chiang Kai-Shek, fyrrum leiðtoga þjóðernissinna á Formósu, er á förum til Bandarikjanna að leita sér lækninga. Hin 74 ára frú Chiang segist hafa átt viö veikindi að striöa síðustu tvö árin og geti nú ekki dregið það lengur að reyna að fá böt á þeim. — Hún hefur ekki viljaö segja, hvaö að henni ami, en Rauterfréttastof- an telur sig hafa komizt á snoðir um, að það sé krabbamein. Vegna langvarandi veikinda manns sins, sem lézt 5. april i vor, hefur frú Chiang vanrækt að sinna sinum eigin veikindum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.