Vísir - 17.09.1975, Síða 7

Vísir - 17.09.1975, Síða 7
Vlsir. Miðvikudagur 17. september 1975. 7 . M) WMl drungalega hugsunarhátt ný- lendutímans. Þar til viðbótar koma Brasilla og Indland, bæði stór og búa yfir miklum mögu- leikum. öllum þessum rikjum er það sameiginlegt aö lýðræði I vest- rænum skilningi fyrirfinnst ekki og mannréttindi eru af skornum skammti. Þótt Indland gumaði löngum af lýöræöi og þingræöi er nú allt slikt úr sögunni þar a.m.k. I bili og I reynd hefur alla tið rlkt þar eins flokksstjórn. 1 Austurlöndum er nú opinskátt rættum það að vestrænt lýðræöi henti þar ekki meira aö segja dregið I efa að það eigi langa framtið fyrir sér I Evrópu. Valdajöfrar bírœfnir Mörg þessi rlki guma af sóslalisma og margir eða flestir flokkar kenna sig meö einhverjum hætti við hann, en óvlða er nokkurn snefil af honum aö finna. Auðurinn er á fárra manna höndum, stór- gróðamenn og valdajöfrar eru svo blræfnir að telja sig sóslalista, þótt þeir breyti I flestu gegn sóslalistiskum viðhorfum, og almenningur er menntunarsnauöur og reynslu- lltill I pólitík og veit naumast hvað gera skal, heldur jafnvel að allt sé i himnalagi. Af hinum nýju valdaríkjum fer mest fyrir Iran, og mikið er gert úr transkeisara sjálfum sem persónu og stjórnara. Um enga ríkisráðendur finnst mér fjallaðá Vesturlöndum af meira, dómgreindarleysi en hann og þá sem ráða og ráöið hafa i Saudi Arabiu. transkeisari viröist njóta mikils trausts á Vesturlöndum, kaupir hluti I stórfyrirtækjum með sllkri áfergju aö helst svipar til þess sem sagt er i skrýtlum um bændur úr villta vestrinu sem jafnvel keyptu sér heil feröamannahótel til að gista I eina nótt. Sjálfur dregur hann enga dul á að hann hyggst gera riki sitt að stórveldi, og kveður sig þiggja innspírasjónir frá sjálfum Allha um hversu stjórna skuli landinu. En I rlki hans er þó ekki fagurt um að litast. Almenn- ingur er fátækur og litið hirt um kjör hans af hálfu stjórnar- valda, menntun enn sem kannski er eðlilegt næsta lítil og mannréttindi aðallega I stjórnarskránni. Þá hefur keisarinn komið sér upp einhverri voðalegustu öryggislögreglu sem til er I heiminum. Staöhæft er I Austur- löndum aö engin lögregla standi henni jafnfætis um miskunnar- lausar yfirheyrslur nema ef vera skyldi Gestapo Hitlers, og er það þó dregið i efa. Þessi þokkalega stofnun hjálpar keisaranum að halda um stjórnartaumana. Hann hefur nýverið farið heldur háöu- legum orðum um Evrópulönd, kveður þau á niðurleiö — þaö er mjög almenn skoðun I Austurlöndum — ekki vegna þess, segir keisarinn, aö fólkið i þeim sé lélegt, heldur sé þeim illa stjórnað og stjórnarformið úrelt. En ef hans fyrirkomulag er það sem koma skal vitum viö hvað i vændum er, þvi mörg Evrópulönd kynntust þvi undir Hitler á striðsárunum. Kvennabúr og þrœlasala Saudi-Arabía er meðal hinna oliuauðugustu landa, en þjóðin fámenn, enda mikill hluti landsins eyöimörk, gulgrá eöa jafnvel sumstaðar allt að þvi brún, og vinjarnar svo dökk- grænar að til aö sjá virðast þær nærri svartar. Saudi-Arabía er á þvl stigi aö þar eru kvennabúr, og þræla- hald ekki úr sögunni. Til skamms tima stóð þrælasala með miklum blóma yfir Rauða- haf frá Eritreu, og má vera aö hún haldi áfram enn. Þá munu hegningarlög I Saudi-Arabiu vera þannig enn aö sá sem stelur einhvurjum smámunum skal handhöggvast, og aftökur eru þar einsog vlöa annar- staðar látnarfara fram viö há- tíðlega athöfn að fornum sið. Mannsllfið er metiö á all ann- an hátt I flestum þessum lönd- um en hjá okkur á Norðurlönd- um og raunar I Evrópu yfirleitt. í sumum Afrlkulöndum eru menn til aö mynda skotnir fyrir litll afbrot og aftökur meö heng- ingu talin skemmtiatriöi. Það er lfka vafasamt hvort baö tilheyrir hugsunarhætti stjórnendánna I þessum löndum yfirleitt að taka fullt tillit til almennings. Viða er það talið sjálfsagt að eiginmaður megi berja konuna slna, a.m.k. ef ekki sér á henni. og einnig ríkir visst hlifðarleysi við almenning. Ég hef til að mynda hvergi komið þarsem meira er um bæklaða aumingja viö betl á götunum en I Mombasa I Kenyu, og er þó hinn aldni Kenyatta talinn einhver merkasti stjórn- andi þriöja heimsins. Framfarir í orði en minni ó borði t þessu ljósi veröur einnig að dæma það sem kallast fram- farir. Viða viröist átt við það aðallega að rikið sýnist nútlma- legt og myndarlegt. Og með I framförunum er aö koma upp sterkum her. Tillitsleysi stjórn- valda I hungursneyöinni I Afrlku segir mikla sögu. Stjórnar- herrar fóru ekki á vergang fremuren vant er. Samt er veriö að gera óhemjustór átök I þessum löndum I þá átt aö auka velmegun og atvinnumöguleika. Orð mln hér á undan segja ekki nema hálfa söguna. En glans- póleraðar frásagnir diplómata sem taka kurteisina framyfir sannleikann, eru heldur ekki sagan öll. Þeir tala um þaö sem verið að reyna fremuren hvaö ER. Frá sjónarmiöi okkar hér á Norðurhjaranum er margt af þessu fólki einsog börn (kannski finnst þeim við vera óskaplega gamalt fólk), og við mundum ekki við bein kynni eiga gott með aö skilja þaö afþvi skyn þeirra og tilfinningallf er mótað við allt aðrar hefðir. Skemmti- kvikmynd sem búin er til fyrir það mundi naumast skiljast hér afþvl þær tilfinningalegu svar- anir sem fram koma I myndinni eru okkur framandi. Það er kallað skrýtla hér á Vesturlöndum aö furstinn I Abu Dabi lét nýveriö dreifa konfekti úr þyrlum yfir þegna slna. Hann hefur vafalaust verið á sinn hátt aö gefa þeim hlutdeild I nýfengnum auöi, og kannski langaði þá ekki meira til annars en fá sllkan munað þótt okkur finnist þá vanhagi um eitthvað annaö fremur. Abu Dabi er lítill gróðurreitur viö Persaflóa, og sjórinn fram- undan undarlega grænn Skrýtið að þarsem gróðurinn virðist nærri svartur er sjórinn fagurgrænn. Þetta er einsog nýreist draumaborg á sand- inum við ströndina, byggingar nýtlskulegar, en samt greini- lega geröar eítir öðru feguröar- skyni en okkar. Dubai er áþekkur staöur. En Kuwait er einsog miödepill heimsins miöað viö hin smáríkin. Annað þekkist ekki á þessu svæði en furstinn ráði öllu, og bræður slna eöa syni gerir hann að ráðherrum svo heita má aö halda megi ráðuneytisfundi á einkaheimilinu. En þessar örfáu valdafjölskyldur við Persaflóa ráða yfir óhemju auði og þarna er I rauninni miklu meira auövald en viö þekkjum dæmi til hér norðurfrá. En samt er heimurinn ein heild, og múra misskilningsins á milli þjóðanna, á milli fólksins sem þjóðirnar myndar, verður að brjóta niður. Og það verður helst með því að menn viti deili á hvers annars kostum og göllum, fremuren að kynna sér yfirlýsingar stjórnarherra og ráðamanna. S.H. Þegor pysjan flýgur ó Ijós Undanfarnar vikur hefur veriö mikið aö gera hjá yngri kynslóð- inni I Vestmannaeyjum. — Pysj- an, lundaunginn, hefur verið aðal-áhugamál krakkanna. Pysj- an fer úr holum slnum á kvöldin og flýgur I áttina að Ijósunum I bænum. Unginn nær ekki flugi aftur af sjálfsdáðun. Krakkarnir safna pysjunum I kassa, oft ná þau 150 til 200 pysjum á kvöldi. Daginn eftir er svo arkað með fuglinn út á Eiði eða út á Hamar og þar er 'honum sleppt. Unginn er feginn frelsinu og myndi áreiö- anlega segja ,,takk” ef hann mætti mæla. — Þessi pysju-leikur barnanna I Vestmannaeyjum hefur veriö árlegur viðburður, og mörgum fuglinum bjargað frá bráðum bana. Ýmsir héldu að gosið myndi fæla lundann frá Heimaey en svo reyndist ekki. Hann kom aftur tryggur eyjunum sinum. Lundinn kemur ávallt I sömu holuna ár eftir ár, og sumir segja, að hann hafi leitaö að holum sem komnar voru undir hraun og ösku. Ýmsir ganga svo langt að fullyrða aö hann hafi brunnið til bana I þess- ari leit sinni. Þá sögu seljum við ekki dýrari en við keyptum. — En vart er hægt að hugsa sér eyjarn- ar án lunda og börnin láta sér annt um þennan elskulega fugl. Hér fylgja nokkrar myndir frá björgunarstarfibarnanna. Lovlsu á litlu myndinni erum við búnir að kynna á’forsiöu. — A annarri mynd sjáum við krakkana eltast við pysju undir bil, en hún vill ekki láta ná sér og er einn strák- urinn kominn hálfur undir bílinn. Og hver er svo fengurinn? Jú, þessi fallegi pysju-ungi, sem snáöinn heldur á og fer um mjúk- um höndum. — Allar þessar myndir hefur ljósmyndari og fréttaritari VIsis i Eyjum, Guð- mundur Sigfússon, tekið. ILU I ATVINNA I BODI HUSNÆDI I BODI KENNSLA I HREINGERNINCAR I TAPAD — FUNDID Forsjálir... Forsjálir lesa þjónustuauglýsingar Vísis. Þeir kiippa þær jafnvel út og varðveita. Þannig geta þeir valið milli margra aðila þegar á þjónustu þarf að halda. ÓSKAST KEYPT ATVINNA ÓSKAST HUSNÆDI ÓSKAST OKUKENNSLA BARNACÆZLA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.