Vísir - 17.09.1975, Síða 13

Vísir - 17.09.1975, Síða 13
Visir. Miðvikudagur 17. september 1975. 13 Oliuleiðslan mikla frá Alaska. — Finnst þér kaupið þitt yera of lágt? Nú, þá er bara að skipta um starf. Hvað segir þú um 260 þús- und krónur á viku? Á VIKU, ekki mánuði. Þetta kaup er hægt að fá en ekki þorum við að lofa þvi að starfið verði eins þægilegt og það sem þú ert i núna. Bandarikin skortir olfu. Þessi iðnaðarrisi er háðari svarta gull- inu en mörg lönd önnur og gerir allt sem hægt er til að það haldi á- fram að streyma. Þess vegna er nú veriö að leggja 1300 kilómetra langa oliuleiðslu frá Alaska til iðnaðarhéraðanna. 20 þúsund i vinnu Þetta er hrikalegt verkefni, enda gert ráð fyrir að það kosti meira en eitt þúsund milljarða króna. Yfir 20 þúsund menn og konur vinna myrkranna milli við lagningu leiðslunnar sem á að vera tilbúin fyrir fyrsta júli 1977. Kostnaðurinn er óskaplegur en leiðslan á lika að (lytja fimmtung af allri oliu sem Bandarikin flytja inn og það er ekkert smáræði heldur. Þrælavinna við erfið skilyrði Það er ekki fyrir neina aukvisa að stunda þessa vinnu. A veturna er kuldinn svo mikill að ef einhver blæastur er getur menn kalið á örfáum minútum ef einhver lik- amshluti er óvarinn. Það getur verið dauðadómur ef maður er einhvers staðar einn á ferð á vélknunu farartæki sem drepur á sér. Fleiri en einn hafa látið lifi á þann hátt. Kaupið hátt En kaupið er lika I samræmi við það. Menn geta fengið ævintýra- leg laun. Beverley Bonomo fær 624 þúsund krónur á mánuði fyrir að mála seriu-númer á rör, við Prudhoe Bay. Lewis Paske ekur flutningabil. Hann fer tvær ferðir i viku með birgðir frá Fair- banks til Pridhoe Bay. Það er 800 kilómetra vegalengd. Paske hefur um 936 þúsund krónur I mánaðalaun. Gus Frank er 19 ára gamall. Hann er nánast sendill. Hann sækir bjór, kaffi, nagla og hvað annað sem kann að vanta fyrir félaga sina. Hann fær 520 þúsund á mánuði. Faglærðir menn og sérfræðing- ar fá auðvitað enn hærri laun. Faðir Gus Frank er rafmagns- maður. Hann fær rúma eina milljón i kaup á mánuði fyrir sjö- tiu tima vinnuviku. Þótt vinnan sé erfið og vinnudagurinn langur er nóg af ævintýrafólki sem vill hjálpa til við að leggja þessa miklu leiðslu. Myndin er af Renee Levine, sem er framkvæmdastjóri stofnunar þeirrar, er listamennirnir starfa fyrir, og Jan Williams, nefndur listrænn stjórnandi, en er jafnframt kunnur hljóðfæraleikari. Kannski slá þau í gegn! — Tónlistarviðburður í Kópavogi Nýstárlegir tónleikar verða i húsnæði Tón- listarskóla Kópavogs i kvöld klukkan 21. Þar koma fram sex bandariskir hljóðfæraleikarar en stjórnandi þeirra er kunnur slaghljóðfæra- leikari, Jan Williams. Fólk þetta er á leið frá Bandarikjunum til meginlands Evrópu og leit hér við svona rétt til gamans. Við þekkjum Þorkel „Við þekkjum Þorkel, flugum með Loftleiðum, og þess vegna var tilvalið að hafa hér viö- dvöl,” sagði Jan I viötali við VIsi. „Við komum á þriðjudags- morgun og förum I fyrramálið,” bætti hann við. — Siðan leikur hópurinn I Baden Baden, Vinar- borg og fyrir BBC I Lundúnum. — Allir eru hljóöfæraleikararnir frá „Center of the Creative and Performing Arts” i Buffalo, New York. Ekki er vafi á þvi, að tónleikar þessir vekja mikla athygli og munu koma mörgum á óvart. — Um þessa nýbreytni segir Þorkell Sigurbjörnsson: „1 kvöld, miðvikudagskvöld, hefst „Nýtt” i Kópavogi. Þetta verða tónleikar og sýningar með efni, sem yfirleitt stendur ekki annars til boða hér á landi. Margir framúrstefnulistamenn koma við hér á landi á leið sinni milli heimsálfa, og hafa ekkert á móti þvi að láta krækja i sig af einhverri brúnni yfir Kópavogs- gjá á leiðinni á Hótel Loftleiði — eða þaðan aftur út á völl. Eitthvað nýstárlegt Allt þetta fólk hefur eitthvað nýstárlegt fram að færa og að- standendur þessarar starfsemi gera sér grein fyrir þvi að ekki veröur það að allra skapi — en láta sér það I léttu rúmi liggja. Ekki verður reynt að hæna fólk að með fyrirferðarmiklum aug- lýsingum um „heimsfrægð og snilld,” þvi að við vitum, að öll heimsfrægð og viðurkenning á snilld kemur alltaf löngu á eftir að afrekin hafa veriö unnin. „Nýtt” I Kópavogi verða þvi sýningar og tónleikar, þar sem fólk verður kynnt áöur en — eöa i þann mund, sem þaö er að öðl- ast þessa viðurkenningu um- heimsins. Slá þau i gegn? I kvöld kl. 9 koma fram „Evenings for New Music” frá Bandarikjunum á leið sinni i Varsjárhaustið. Kannski „slá þau I gegn” þar, kannski ekki, a.m.k. munu þau sem koma á „Nýtt” I Kópavogi geta fellt fyrsta dóminn um það. Þessir flytjendur leika á venjuleg hljóðfæri, óvenjulega tónlist á óvenjulegan hátt. Siðar i vetur verður m.a. boðið upp á mann, sem spilar á tölvur — og ham- ingjan veit upp á hverju verður tekið næst. Ætlunin var að hýsa þessa starfsemi I húsnæði þvi þar sem Kópavogsbió var en þar er nú verið að gera endurbætur, svo aö i þetta skipti verða tónleik- arnir i húsnæði Tónlistarskólans i Kópavogi, Álfhólsvegi 11. Smáauglýsingur Visis Markaðstorg tækifæranna Vísir auglýsingar ■Hverfisgötu 44 sími 11660

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.