Vísir


Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 20

Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 20
VISIR Miövikudagur 17. september 1975. Reknetabátar: Veiða ekki fyrr en verð kemur Fimmtán reknetabátar liggja bundnir við bryggju I Hötn i Hornafirði, vegna þess að nýtt sildarverð hefur ekki verið ákveðið. Meðan það hefur ekki verið gert, neita eigendur bát- anna að lireyfa þá. Verðið átti að vera klárt á mánudag. Yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins hafði ekki tekið ákvörðun um nýtt verð i gærkvöldi, en ætlar að funda i daga. Sjómenn og útgerðarmenn á Hornafirði hafa verið mjög óánægðir með sildarverðið. Þeir veiða mest sild sem ekki hefur fengizt nema 14 kr. á kg. fyrir. Þeir hafa lýst þvi yfir, að þeir sætti sig ekki einu sinni við 24 krónur fyrir kg. af þessari sild.Ef yfirnefnd verðlagsráðsins hækk- ar ekki verðið mun meira, verður sildveiðum i reknet liklega hætt. — ÓH. „AF HVERJU GILDA EKKI SÖMU REGLUR UM ÞAGMÆLSKU RÁÐUNEYTISINS?" — spyr Jakob ,,Mér finnst að cf við hjá Hafrannsóknarstofnuninni eigum að gæta þagmælsku, sé eðlilegt, að sömu reglur gildi um Sjávarútvegsráðuneytið”, sagði Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, i viðtali við Vísi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur itrekað við starfsmenn stofnunarinnar að fara eftir þeim reglum sem gilda um starfsmenn rikisins og fela i sér að gæta þagmælsku um at- riði, er þeir fá vitneskju um i starfi og leynt skuli fara. Sagði Jakob, að það væri einkennilegt, að starfsmenn ráðuneytisins þyrftu ekki að hlíta þessum reglum eins og starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar. Á meðan þeim væri bannað að tala, ræddi ráðuneytið um sama mál við fjölmiðla, eins og nýleg dæmi sanna. ,,Ég er alveg sammála þvi, að ráðuneytið fái svigrúm til að afgreiða mál' , sagði Jakob og bætti við að þá væri eðlileg- ast, að hvorugur aðili ræddi við1 f jölmiðla. -EVI. Minkur leggst á endur við Tjörnina ,,Við veiddum að visu ekkcrt, en ég tel þó alveg áreiðaniegt, að það er minkur við litlu tjörnina f Hljómskálagarðinum. Bæði er, að við tjörnina fannst i gær dauð önd, sem hafði verið bitin i hnakkann, og svo fundu hundarnir frá Veiðimálastjórn greinilega lykt af mink við nokkrar holur,” sagði Reymond Steinsson, lög- regluþjónn, f viðtali við Vísi i morgun. Tilkynnt var til miðborgar- lögreglunnar í gær, að minkur hefði sézt i tjörninni i Reykja- vfk. Fóru lögreglumenn þegar með alvæpni á staðinn og hófu leit með hundum, en án árangurs. Greinilegt var samt, að minkur er við tjörnina, þvi að hundar veiðimálastjórnar fundu slóð hans við litlu tjörnina syðst i Hljómskálagarðinum. Rótuðu Reymond Steinsson, lögreglu- þjónn, er hinn vigalegasti með byssuna. Þrátt fyrir það slapp minkurinn f þetta sinn, en von- andi næst hann þó innan tfðar. hiindarnir þar upp jarðvegi og sýndu öll merki þess að hafa fundið sterka lykt. Reynt var að sprengja minkinn út, með þvi að hella bensini i holur og kveikja i, en það bar engan árangur. Varð lögreglan frá að hverfa við svo búið, en fylgzt verður vandlega með tjörninni á næstunni og reynt að gera allt til að komast fyrir þennan óvætt i fuglabyggðinni. -HV. Forvitnin dró vegfarendur að þar sem minkbitna öndin fannst. Það er ekki algeng sjón heldur aö sjá lögreglumenn eða aðra með alvæpni I Reykjavik miðri. Ætlum ekki að stofna til skemmdarstarfsemi í — segir Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenréttindafélags íslands þjóðfélaginu Það er ennþá óljóst hve margar konur munu taka sér fri 24. október, sagði Sólveig ólafsdóttir formað- ur Kvenréttindafélags íslands. Ennþá er þetta mál á undirbúningsstigi. Skipuð hefur verið nefnd til að athuga þátttöku kvenna og fá konur til að taka þátt i þessu fríi. Auðvitað eru störfin sem konur gegna misjafnlega mikilvæg og verður hver og ein kona að gera það upp við sig hvort hún telur sig vera ómissandi eða ekki. Það er ekki ætlun okkar að efna til skemmdarstarfsemi i þjóðfélag- inu, sagði Sólveig. Karlmenn segja að konur séu mikilvægar i þjóðfélaginu og án þeirra gæti þjóðfélagið ekki starf- að, en þeir sýna ekki þessa hugs- un i verki. Til dæmis þegar vinnu- veitandi vill ekki taka konu I vinnu, ef hann hefur völ á þvi að fá karlmann i starfið. Viö þekkj- um mörg dæmi um þetta. En með þessari vinnustöðvun ætlum við fyrst og fremst að sýna fram á hve við erum ómissandi i þjóðfélaginu og f öðru lagi að gera konum meövitaðan samtakamátt sinn með því að stöðva allan at- vinnurekstur, einnig heimilis- reksturinn, sagði Sólveig. Þaö er mikil pólitisk breidd I þessum samtökum, þvi flest póli- tisku samtakanna hafa tilnefnt fulltrúa. Og ef verkalýðssamtökin styðja okkur og Rikisstarfsmenn taka þátt i friinu, þá er gefið að það verður mikil pólitisk breidd I þessari hreyfingu. — HE. BARÁTTAN UM SÖLUBÖRNIN Dugleg sölubörn er grundvöll- ur þess að lausasala dagblaðs gangi vel. — Þetta vita þeir, sem gefa út VIsi og Dagbiaðið. Ljóst er, að mikil samkeppni er nú hafin um sölubörnin og lofa báðir gulli og grænum skóg- um.Dagblaðið gefur kók og popcorn og kannski Prince Polo, og þaö hefur stofnað félag, sem minnir örlitið á Sendisveina- félagið forðum daga. Visir hefur efnt til happdrættis, þar sem margir vinningar eru dregnir út vikulega og happdrættismiða fá sölubörnin fyrir hver tiu seld blöð. Einnig verður dreginn út einn stór-vinningur sem er utanlandsferð. — Þessi samkeppni um sölu- börnin er tvlmælalaust af hinu góða. Þau hafa ekki verið ofsæl af sölulaununum, og verður allt umstangið til þess að þau fá smá uppbót. — Óskar Karlsson dreifingar- stjóri VIsis, talar oft um „harða kjarnann” I hópi sölubarnanna, og á myndinni hér til hliðar sést hann að afgreiöa nokkra, sem flokkast I þann hóp. — Og stríðið heldur áfram.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.