Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 9
Visir. Þriðjudagur 23. septeniber 1975 9 cTVlenningarmál Umsjón: Halldór Valdimarsson myndum, með bang-bang og til- heyrandi blóðlækjum, töluvert magn af afþreyingamyndum, sem ekki geta talizt þokkalegar og svo einstaka brjóstsykur- mola inni á milli. Enn sem fyrr mun hver heiðarlegur maður efast um menningargildi kvikmynda, enn sem fyrr mun hver heiðarlegur maður hneykslast á þvi, að al- menningur lætur tæla sig til að berja þessa framleiðslu augum og enn sem fyrr mun hver heiðarlegur maður berja sjálfur augum nægilegt magn af þess- ari ógnarframleiðslu til þess að halda viti skammdegismánuð- ina. Ennsem fyrr munum við setj- ast niður að vertið lokinni og Ur- skurða hana saklitla og fram- gang hennar flestum fyrir beztu. Enn af itölskum Háskólabió er i svipinn einna fátækast islenzkra af kvik- myndum. Um þessar mundir er þó unnið gagngert að endurbót- um þar á, þvi að forráðamenn hUssins eru erlendis, til samn- ingagerðar. t gær fengust þær upplýsingar einar, að liklega yrði allt reynt til að krækja i framhaldið af Guðföðurnum. Má þvi búast við, að við fáum enn að fylgjast með lifi og daglegri umsýslu þessa Italska „viðskiptahyskis” i Bandarikjunum. Meira ofbeldi og fleiri kUlur og væntanlega meira uml og meira japl. Annar hluti Guðföðurins er að sjálfsögðu gerður undir stjórn Francis Ford Coppola og eftir skáldsögu Mario Puzo. A1 Pacino, Robert Duvall, Diane Keaton og fleiri sjá um leik i myndinni, sem vonandi er ein- hverju skárri en sU hin fyrri. Guðfaðirinn nUmer eitt varð nokkuð vinsæl, bæði hér og er- lendis og þessi hefur viðast hvar þótt betri og meiri mynd. Kristur og Cash Nýja bió kveður nokkuð við annan tón en Háskólabió og þá einkum fyrir það að bjóða okkur Tónabfó hefur um skeiö haft uppi sýnishorn úr rokkóperunni „Tommy” og væntanlega veröur hún tekin til sýninga innan tiöar. Myndin er af Ann-Margret og Roger Daltrey i hlutverkum Tommy og móöur hans. t Háskólabiói veröur framhaldssagan af Guöfööurnum væntanlega á dagskrá. Vonandier hún þó skárrien hin fyrri, sem undirrituöum þótti næsta litiö til koma. — Vísir kannar vetrardagskrá kvikmyndahúsanna upp á að minnsta kosti eina sannkristilega og uppbyggjandi kvikmynd. HUsið á eftir nokkurt magn mynda frá siðasta samningi og innan um „spennandi” (?) hryllingsmyndir og glæpafarsa leynist þar ein, sem er greini- lega frábrugðin þvi, sem yfir- leitt er boðið upp á hér. Kvikmynd þessi er gerð af þjóðlagasöngvaranum Johnny Cash, sem er einna þekktastur fyrir starf sitt i fangelsum Bandarikjanna. Kvikmyndin er saga Jesú Krists, sögð i bundnu og óbundnu máli af meistara Cash sjálfum. Lærimeistarinn mikli frá Nasareth er leikinn af Robert Elfstrom. Af öðrum kvikmyndum Nýja bfósmá svotilnefna „The Paper Chase”, með Timothy Bottoms, Lindsay Wagner og John House- man i ' aðalhlutverkum. Má gjarna geta þess, að Houseman var á sinum tima heiðraður fyrir frammistöðu sina i þessari mynd, en hann mun öllu hagvanari fyrir aftan kvikmyndavélina en framan. Bendir flest til, að þarna sé þokkalegasta mynd á boðstól- unum. Og enn um guði. Tónabió tekur nokkuð undir guðahjal Nýja biós, en þó i öðr- um dúr og frá öðrum sjónarhóli. „Voru guðirnir geimfarar?” heitir mynd ein, sem húsið tekur væntanlega til sýninga á næst- unni og er hún að sjálfsögðu gerðmeð hliðsjón af ritverkum Eriks von Daniken. Kvikmynd þessi er sérkenni- leg og að mörgu leyti skemmti- lega unnin fræðslumynd. Hún hrifur áhorfandann með sér út um viða veröld og rekur fyrir' hann helztu ummerki þess, að hingað hafi komið fyrr á öldum geimfarar frá öðrum sólkerf- um. Likt og ritverk Danikens gerir kvikmynd þessi nokkuð miklar kröfur til imyndunarauðgi áhorfandans og hæfileika hans til að sveigja og breyta veraldarmynd sinni. Hún boð- ar að vissu marki nýja sólar- upprás — nýjan skilning á hraðri þróunarsögu mannsins. Athyglisverð ljósglæta i skammdegisdrunga hugsandi manna og kvenna. Af öðrum komandi myndum Tónabiós má nefna hin marg- umtöluðu Tommy, þá „Women in love” með Glendu Jackson, „Decameron” og svo aðra mafiumynd með danska húmoristanum Dirch Passer. Tætlur af likömum... Laugarásbió er I svipaðri að- stöðu og Háskólabió i dag að þvi leyti, að húsið stendur i samningum um meginhluta vetrarforða sins. Ein er þó sú mynd, sem húsið leggur mikla áherzlu á að ná til sin — og, að undirrituðum skild- ist, til sýninga um jólin — er „Jaws”. „Jaws” er enn ein tegund hryllingsmynda og fjallar hún um glimu manna við hákarls- óvætt eina, sem hrjáir bað- strandagesti i Bandarikjunum. Fjallar myndin nánast um það, hversu varnarlaus mann- skepnan er i glimunni við sér stærri og sterkari skepnur og ennfremur um það, hvernig hákarlinn getur drepið, ef sá er gállinn á honum. Þykir það allvel við hæfi að sýna slíkar myndir á hátið friðarins. Eftir tvo rimmulausa daga verða Reykvikingar vafa- litiö orðnir nægilega blóðþyrstir til að fjölmenna i Laugarásbió og gleðja augu sin með blóði annarra — eyrun með neyðar- ópum annarra. Tekið skal þó fram, að ef að likum lætur, verður Laugarás- bió ekki eitt um að sýna ofbeldi og ógnir á tjaldinu um jólin. Reynsla undanfarinna ára sýn- ir, að einmitt um jól og páska keppast kvikmyndahúsin um að sýna sem mest af ofbeldi og öðr- um ósóma. ...og tætlur af sálum. Að lokum má svo geta þess, að i októbermánuði megum við eiga von á, að Exorcist verði loks sett upp i Austurbæjarbiói. • Fáum við þá loks að sjá seið- skratta og samningamenn djöfulsins hér, en biðin er orðin nokkuð löng. Hvemig væri annars, að for- ráðamenn Austurbæjarbiós sýndu þolinmæði enn um sinn og geymdu okkur hana til jóla? Þess ber siðast að geta, að ekki náðist samband við for- ráðamenn allra kvikmyndahús- anna i gær, en vetraráætlun verður nánar á dagskrá siðar. — HV Hvað verður það, sem á komandi vetrar- mánuðum mun dynja á blásaklausum kvik- myndahúsgestum i Reykjavik? Ef að lik- um lætur, falla okkur i skaut svipaðar glásir og siðastliðinn vetur, sem voru svipaðar glásum vetrarins næsta þar á undan, en ef til vill með fáeinum spæleggjum þó — rétt tU að ýta við andanum. Afþreyingin lengi lifi Við stuttlega og fremur óná- kvæma skyndikönnun á vetrar- skipulagi kvikmyndahúsanna i Reykjavik i gær, kom ekki ýkja margt i ljós. Að minnsta kosti ekki margt, sem sérlega vekur áhuga kvikmyndaunnanda. Ber þar margt til — og til að gæta fullrar sanngirni, verður að lýsa nokkurri sök á undir- ritaðan, sem ekki gaf sér tima til að kanna framboðið af ná- kvæmni. Einnig ber það til, að kvik- myndahúsin eru mörg að enda samninga og i þann veginn að fitja upp á nýjum, þannig að rúsinur gætu enn bætzt i vetrar- grautinn fyrir jól. Ljóst er þó, að skömmtunar- nefnd kvikmyndamenningar, kvikmyndahúsrekendur, heldur sinu striki og hyggst ekki breyta til að nokkru marki. Okkur veröur boðið upp á nokkurt hrafl af þokkalegustu afþreyingar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.