Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 €? j Breiðholtsbúar Kennsla mun fara fram i Breiðholtsskóla i eftirfarandi greinum: Barnafatasaumi, ensku 1-^4. fl., þýsku 1. og 2. fl. 1 FELLAHELLI er fyrirhuguð kennsla i leikfimi mánud. og fimmtudaga klukkan 9.30 og 11.30 að morgni en siðdegis mun kennt: enska, spænska, stærðfræði (mengi fyrir foreldra),myndvefnaður og postulinsmálning (i henni hefst kennsla ekki strax, en þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að gefa sig fram við innritun). Inn- ritun i Breiðholtsskóla fer fram 24. sept. kl. 8—10 siðdegis. Innritun i Fellahelli fer fram i byrjun okt. samkv. auglýsingu. Barnagæsla verður i Fellahelli fyrir börn innan skólaaldurs, meðan foreldrar eru við nám. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR I VELJUM fSLENZKT <H> fSLENZKAN IÐNAÐ I Þakventlar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENNUR KENNSLA | HREIHGERNINGAR | TAPAD — FUNDID Hyert ætlarðu aðhringja... Hvert ætlarðu að hringja þegar stiflast, eða dripp-dropp úr eld- húskrananum heldur fyrir þér vöku? Þjón- ustuauglýsingar Visis segja þér það — og margt fleira. mmmm\ ÞJONUSTA |" OKUKENNSLA | BARNAGÆZLA Vísir hefur farið þess á leit við Aron Guðbrandsson, forstjóra Kauphallarinnar i Reykjavlk, sem er stærsta og elzta verðbréfasala landsins, að hann skrifi greinar fyrir blaðið um fjármál og þjóðmál almennt. — A næstunni birtast i Visi greinar eftir Aron, og sú fyrsta I dag. Vart þarf að kynna Aron fyrir lcsendum blaðsins. Skoðanir hans vekja ávallt mikla athygli, og er skemnist að minnast þátt- ar, er hann flutti I Útvarp og olli miklu fjaðrafoki. Aron hefur mjög ákveðnar skoðanir á efna- hagsmálum og fleiri þáttum þjóðlifsins, og verða greinar hans vafalaust mjög áhuga- verðar. — Hér á eftir fer fyrsta grein Arons Guðbrandssonar: Aron Guðbrandsson. Nýlega hafa birst i Visi greinar um verslun með veðskuldabréf, en menn hafa ekki verið sammála um þau efni. Ekkert fast gengi er til á sllk- um verðbréfum og stafar það af þvl, að þau greiðast niður á mis- munandi löngum tima. Þau bera mismunandi háa vexti, sem eru frá 7% til hæstu leyfi- legra vaxta, sem munu vera nú um 16%. Þá getur tryggingin fyrir slikum skuldakröfum ver- ið misjöfn, þannig að nokkur áhætta getur verið fólgin i slík- um verðbréfakaupum. Endur- sala á þeim getur li"ka valdið eigendum þeirra erfiðleikum. Þá hefir það verið venja að slik verðbréf hafi verið seld með afföllum þ.e. að þau hafa ekki verið greidd með fullu nafnverði þeirra. Þetta hefir mörgum orð- ið hneykslunarefni og þá helst þeim, sem ekki þekkja til mál- anna. Dæmi um þetta er, að al- gengt er i viðskiptum manna á milli, aðsá sem greiðir keypta eign af öðrum og borgar allt á borðið, gerir betri kaup en sá, sem þarf að skulda og þannig hefir seljandinn tekið afföll af skuldinni með hærra verði á þvi sem selt var. Afföll af verðbréfum eru venjuleg viðskiptafyrirbæri i hinum vestræna heimi, bæði manna á milli og eins á hinum opinberu verðbréfamörkuðum. Á sama hátt geta verðbréf einnig selst á yfirverði.' Ávöxtun peninga i' fasteigna- tryggðum skuldabréfum hérhjá okkur,ermjög léleg ráðstöfun á sparifé. Fyrir þvi eru eftirtald- ar ástæður: Afföll af slikum skuldabréfum eru skattskyld, svo og vextir af þeim, hvort tveggja sem tekjur og höfuð- stóllinn er skattskyldur sem eign. Svo gæti farið, að helming- ur affalla og vaxta væri tekið af eigandanum i skatt. Mestur hluti af þessum skuldabréfum er gefiðúttil handhafa. Margir halda, að hér skapist ágætt tækifæri til þess að sniðganga skattgreiðslur af þeim, en þetta er ekki rétt. Ef skattheimtan er Ilagi hjá því opinbera má fylgja skuldabréfunum eftir með þvi að krefjast sagna um það, hver Plastsundlaug við Breiðholtsskólann — Verður sett upp þegar hœðarpunktar eru ákveðnir i haust er áætiað að setja niður rúmlega 120 fermetra plastsundlaug við Breiðholtsskóla í Breiðholti I. Sundlaugin er innf luttog hefur nú um skeið beðið þess á hafnarbakka í Reykjavik að verða leyst úr tolli. Upphaflega var sundlaug þess- ari ætlaður staður við Fella- skóla i Breiðholti III, en eftir að ákveðið var að tilbúin kennslu- laug sky ldi vera við fjölbrautarskólann þar var staðsetningu plastlaugarinnar breytt. Uppsetning laugarinnar tekur skamman tima, þar sem hún er að öllu leyti tilbúin til niður- setningar. Það sem á stendur er hönnun byggingar einnar við Um veðskuldabréf o k og þátt þeirra í viðskiptum tekur við greiðslum af þeim, og þetta mun almennt gert, hvort sem innheimtan fer fram i banka eða hjá einstakiingum. Þá kemurhéreinnig til greina hið mikla hrun á verðgildi peninganna. Ef lögð er til grundvallar visitala bygginga- kostnaðar, litur dæmið þannig út: Á timabilinu 1. júli 1974 til 1. júli 1975var visitalan 45.81%. Ef maður hefði keypt fasteigna- tryggt skuldabréf þ. 1. júli 1974 með 45.81% afföllum, þá hefðu afföllin öll verið horfin I verð- rýmun peninganna á einu ári. Eftir það hefði hann getað horft á eignir sinar fara sömu leið og sparifé i banka, að þvi viðbættu að greiða skatta til þess opin- bera af skuldabréfinu, sem hann hefði þó sloppið við, ef hann hefði átt aurana sina i bankabók. Þá er full ástæða til þess að vara fólk við, ef það ætlar að selja fasteign. Það ætti fyrst að afla sér upplýsinga um það, hvað þvi getur orðið úr skulda- bréfum, sem oft verða til við slik viðskipti. Venjulegur mark- aður fyrir þau er sáralitill. Breiðholtsskóla, en sú bygging á i framtiðinni að gegna hlutverki búningskiefa og baða fyrir sundlaugina. Þegar hæðarpunktar og önnur staðsetningaratriði byggingar- innar hafa verið ákveðin, verður haf izt handa um að grafa fyrir sundlauginni. Vonast er til, að hönnun byggingarinnar ljúki i bvrjun október. -HV. Tafl- og bridgeklúbb- urinn heiðrar tvo menn Aðalfundur TBK var haldinn þann 15. þ.ma. i Domus Medica. Ný stjórn var kosinn eftir að fyrri stjórn hafði beðizt undan endur- kosningu. Nýju stjórnina skipa: Formaður, Eirikur Helgason. váraformaður Helgi Einarsson. gjaldkeri Sigurjón Tryggvason, ritari Kristján Jónasson og áhaldavörður Ingolfur Böðvars- son, Fyrrverandi formanni. Tryggva Gislasyni, voru þökkuð sérlega vel unnin störf i þágu félagsins. Áfundinum voruveitt verðlaun fyrir unna sigra i keppni vetrarins. Tveir menn voru heiðraðir, þeir Tryggvi Gislason, fyrrverandi formaður, sem veitt var guilmerki félagsins, æðsta viður- kenning sem veitt er, og Harald- ur Snorrason fyrrverandi gjald- kerfi sem var veitt silfurmerki félagsins fyrir mikil störf i þágu TBK unnin af ósérhlifni. Þá voru ræddar lagabreytingar, og spunnust út af þeim miklar umræður Ákveðið var að kalla saman aukaaðalfund hið fyrsta, þar sem ekki tókst að ljúka umræðum um málið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.