Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Þriðjudagur 23. september 1975 „Það ó ekki að slótra því í haust" — Hérna er lambið mitt. Það er orðið svo stórt, að ég ætlaði varla aðþeklcja það, sagði þessi litli snáði. — Afisagði, aö það ætti ekki að slátra þvi i haust. Reykvikingar flykktust I Lögbergsrétt, enda var gott veður þennan sunnudag. Reykjavikurbörnin þurfa lika að fá að upplifa réttardag eins og börnin I sveitinni. "'l ' , Þau komu riðandi i réttirnar, eins og sveitamönnum sæmir, en Reykvikingarnir komu auðvitað ak- andi á „blikkbeljunni”, enda er hún núorðið þarfasti þjónninn eða hvað.. Hann er faglegur þessi Lyonsmaður, þar sem hann gengur um beina og seiur fólki kaffi og sætabrauð. En ljónynjurnar höfðu bak- aö meðlxtið. Auðvitað var peiinn á sinum staðIrassvasanum... Hún er alltaf góð, brjóstbirtan, ekki sizt I réttunum á haustin, þegar farið er að kóina. Annars er brennivínið orðið svo fjári dýrt, að það iiggur við, að maður verði að leggja niður þennan þjóðarsið að hafa með sér smá- lögg i réltirnar! Þegar farið er yfir langan veg, er alltaf hætta á því, aö hestarnir missi skeifurnar undan hófunum. Ungir Reykvikingar fylgdust áhugasamir með, þegar verið var að járna klárinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.