Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 23.09.1975, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 23. september 1975 7 i ■■■■■■■■■■■■■■■■■BBBBaaBBBBBBBBBBaaBoaBBBaaBaaBaaa■■■■■!!■£■■■■■■■■■■■■■■■■■bhb■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! 'ÖJIÉ’M dráttar i oliuframleiðslunni eða oliusölunni, þá reynast olíu- félögin þeim hinir nýtustu þjón- ar. Þau eru meistarar i þvi að úthluta úr oliubirgðunum og miðla markaðnum sparlega,” skrifar Sampson. Hann heldur þvi fram, að oliu- félögin miði sina úthlutun við að halda verðinu uppi, en ekki niðri.Segirhann.að mönnum sé að verða ljósar með hverjum deginum sem liði, að „systurnar (eins og oliufélögin eru kölluð) séu rekkjunautar framleiðend- anna”. t upphafi samræmdist það hagsmunum oliufélaganna að ná langtima samningum við oliulöndin og þau prúttuðu linnulaust til þess að fá olíuna á hvað lægstu verði, sem kom oliuneytendum til góða. ,,En þau hafa nú hiotið sömu örlög og flestir landnemar. Þeir blandast innfæddum og eru nú komnir á fremsta hlunn með að verða ekkert annað en viðskiptalegir málaliðar erlendra rikisstjórna,” skrifar Sampson. Um stöðu oli'ufélaganna núna segir bókarhöfundur: „Eins og sakir standa eru þau króuð milli tveggja elda. Annars vegar tog- ast á hræðslan við þjóðnýtingu, en hins vegar græðgin i ódýra oliu.” Af þessu dregur Sampson þá ályktun, að stjórnir Vesturlanda verði að bæta ráð sitt og hafa meiri hönd i bagga með þvi, sem stóru oliufélögin hafast að. Hann telur, að framtiðin eigi eftir aðleiða i ljós að hagsmunir OPEC og oliuneyzluríkja eigi eftir að liggja betur saman. Tel- ur hann, að finna verði heppi- legri lausn á þvi að hafa stjórn á olíulindum heims, heldur en fæstmeð stöðugum árekstrum i hagsmunabaráttu seljenda og kaupenda. Leggur Sampson til, að komið verði á eins konar alþjóða-oliuráði. ■ s s ! sláfur? ef ekki, þá birtum við hér leiðbeiningar um hvernig bezt er að fara að Lifrarpylsa 450 grömm lifur 100 grömm nýru 3 dl mjólk eða kjötsoð 2 tesk. salt 100 g haframjöl 100 g hveiti 300 g rúgmjöl 400 g mör Vambakeppir, salt og vatn. Or þessari uppskrift fást 1,7-1,8 kg af soðinni lifrarpylsu. Hreinsið og saxið lifur og nýru og brytjið mörinn vel. Blandið svo salti I lifrina, og siðan er korntegundunum hrært vel og duglega saman við. Blanda skal siðan mörnum I. Vambakeppirnir skulu fylltir rúmlega til hálfs með hrærunni og siðan er saumað fyrir. Soðið I 2-2 1/2 tima eftir þvi, hve stórir keppirnir eru. Blóðmör 1 litri blóð 2 dl vatn 2 tesk. salt 300 g haframjöl 500 g rúgmjöl 500 g mör Vambakeppir, vatn og salt. Or þessari uppskrift fást 2 1/2-3 kg af soðnum blóðmör. Byrjað er á þvi að sia blóðið. Siðan er það blandað með vatni og salt sett saman við. Mjölið er sett út i og það er hrært duglega I. Mörnum er blandað út i að slð- ustu. Keppirnir eru hafðir rúm- lega hálffullir af hrærunni, og þá er saumað fyrir þá. Blóð- mörinn er soðinn i 3 stundir. Fjallagrasablóðmör 7 dl blóð 2 tesk. salt 3 dl vatn 250 g rúgmjöl 100 g fjallagrös 100 g haframjöl 300 g mör Vambakeppir, vatn og salt. Sama aðferð og við blóðmörinn. Ýmislegs þarf að ,gæta við sláturgerðina. 1. Að hræra mjölinu vel sam- an við blóðið. Gjarnan i hrærivél með deighnoðara, ef litið er búið til. Bezt er að blanda saman rúgi og höfrum, rúgi og hveiti eða rúgi og fjallagrösum I blóð- mörinn. Einnig má blanda sam- an fleiri tegundum kornmatar. Blöndunarhlutföll i blóðmör er að finna I matreiðslubókum. Þó verður ætið að meta I hvert skipti, hve þykk hræran skal vera og lærist það aðeins af reynslunni. 2. Að nota eingöngu vamba- keppi og hafa þá ekki mjög stóra. Þeir hlaupa utan um blóðmörinn og gera hann þéttari og bragðbetri. 3. Að láta keppina niður I sjóð- andi vatnið þegar I stað, eftir aö búið er að láta i þá og sauma fyrir, en aldrei svo mikið I einu, að það hætti að sjóða I pottinum. Við gerjun i rúginum myndast loft, og verður slátrið þvi holótt, ef suðan dregst. 4. Að sjóða blóðmörinn nógu lengi, i 3 1/2 klst, og láta suðuna aldrei fara af á meðan. 5. Að kæla slátrið snöggt, gjarnan i rennandi vatni, um leið og það er fært upp úr. Allan mat, sem á að súrsa, skal sjóða svo lengi, að öruggt sé, að hann gegnsoðni. Um kælingu er sama regla um öll matvæli. Hún skal vera snögg og maturinn gegnkaldur, þegar honum er raðað I ilát til súrsunar. — EA Þegar slátrið er soölö, skulu keppirnir settir I pottinn eftir aö suöan er komin upp. Lifrapylsu skal sjóöa I 2 1/2 tima en blóðmörinn I 3 tima. IIMIM SIÐAN . Umsjón: Edda Andrésdóttir V VÍSIB SPYR= Ætlar þó að gera slátur? Jóhanna Gunnarsdóttir, gjald- keri: Ég hef aldrei gert þaö og fer áreiðanlega ekki að leggja út i slikt stórvirki núna. Ég er aðeins ein með litið barn, svo að það kemur tæpast til greina. Annars var þetta gert heima, en það er þó orðið langt siðan slátur var gert siöast. Steinunn Siguröardóttir, húsmóð- ir: Nei, vegna þess að slátur er ekki borðað á minu heimili. Ég mundi vilja gera slátur sjálf, en þegar enginn vill borða það, þá þýðir það ekki. Annars er þetta alltaf gert hjá foreldrum minum, svo aö ég fæ kannski eitthvað þar. Erna Aradóttir, húsmóöir: Já, það ætla ég að gera. Ég hef alltaf gert slátur.og tek þá oftast 10. Ég tek ekki minna núna, þvi að þetta er stórt heimili. Mikil vinna? Ekki þegar maður er orðinn van- ur þessu. Margrét Páisdóttir, húsmóðir: Það getur vel verið, þvi að ég hef mjög gaman af þvi. Ég gerði það reyndar ekki i fyrra, en það kem- ur vel til greina núna. Ætli ég taki ekki 3-4 slátur, ef til kemur. Jón Dal, næturvöröur: Ég býzt ’við þvi. Að visu geri ég það ekki sjálfur heldur konan min, en ég reyni að hjálpa til eins og ég get. Slátur er mjög ljúffengt en kannski ekki það allra bezta, sem ég fæ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.