Vísir - 29.09.1975, Side 9

Vísir - 29.09.1975, Side 9
Visir. Mánudagur 29. september 1975 9 spuming, hvort réttrar niður- stöðu hafi yfirleitt verið leitað. Ég svara þeirri spurningu umbiiðalaust neitandi. Hér var framleidd frétt. Hin illa fengna niðurstaða var nauðsynlegur efniviður. Án hennar, engin frétt. Þrátt fyrir niðurstöðu sina seg- ir blaðamaðurinn i athugasemd- inni viðgrein mina: ,,NU var það ekki.ætlun min að halda þvi fram, að þeir (raftækjasalar) séu illa innrættir menn, frekar en aðrir menn”. Það sama get ég sagt um hann En hvernig stendur á hinni illa fengnu niðurstöðu hans? Hugsunarleysi, er tilgáta min. Hann er, eins og við öll, barn verðbólguþjóðfélags, sem fyrir- verður sig fyrir það mein og spill- ingarhvata, sem taumlaus verð- bólga er. Þjóðina skortir enn þroska og þor til að horfast i augu við sjálfa sig iþessu efni, en hver reynir að benda á sökudólginn i hópi annarra. Kaupmenn hafa ekki sizt orðið fyrir barðinu á þessu, og gera sér betur ljóst, að áliti þeirra er hætta bUin, þegar þar viðbætist, að þeir sjá rekstr- arfé sitt brenna á báli verðbólg- unnar, með þeim afleiðingum, að þeim gengur þar með verr að rækja sjálfsagðar skyldur sinar við almenning, m.a. vegna þverr- andi vörubirgða. Ég mótmæli þvi framangreind- um vinnubrögðum i þessu djUp- steikingarpottsmáli, sem blaða- manninum þykir litið tilefni þessa „moldviðris”, eins og hann nefnir fyrri grein mina i athugasemd sinni við hana. Annað tilefni En þvi miður hafið þið á ykkar stutta skeiði gefið annað tilefni. A 36. og 37. siðu 1. tölublaðs ykkar, mánudaginn 8. september s.l. birtist grein ómars Valdimars- sonar, blaðamanns: „Hvar gerir maður beztu innkaupin?”. Þess er getið, að þetta sé fyrsta grein, og má þvi bUastvið greinaflokki. I upphafi greinarinnar eru þessi orð: „Viða i verzlunum má sjá einhvem afgreiðslumanninn ganga um með stimpil og verö- merkja á ný vörurnar, sem hann merkti siðast fyrir helgi”. Siðan eru nokkrum matvöruverzlunum gefnar einkunnir i samræmi við fyrirsögnina, og er mér kunnugt um, að ekki likaði öllum eink- unnarþegunum vinnubrögð blaðamannsins, sem kannski er ekki nema von, þar sem hann lýs- ir þeim sjálfur svona i greinar- lokin: „Þá er að lokum ástæða til að geta þess, að á engan hátt má lita á þessa könnun Dagblaðsins sem visindalega unna rannsókn, einhverskonar salómonsdóm, heldur einvörðungu sem lausleg- an verðsamanburð á nokkrum nauðsy nja vörum ”. Ég amast ekki við þvi, að þiö skrifið um kaupmenn, vel eða illa, eftir þvi sem ástæða er til, eða að þið veitið þeim aðstoð, sem rangindum eru beittir. En ég ætl- ast til þess, að þegar þið fjallið um stétt mina, þá byggið þið niðurstöður ykkar á „visindaleg- um”, með öðrum orðum vönd- uðum vinnubrögðum. Viljið þið leggja mál ykkar undir dóm dómara, sem vinnur sitt starf með hugarfari blaða- mannsins, sem getið er hér að ofan? Viljið þið gangast undir óvisindalega unna læknisrann- sókn? Treystið þið óvandvirkum við- gerðarmanni fyrir bilnum ykkar? Kaupmenn vilja ekki, frekar en aðrir, að um málefni þeirra og orðstir sé fjallað á þennan hátt. Neytendum eru slik vinnubrögð ósamboðin og einskis virði, nema þá þeim lágkúrulegustu sem au- virðileg afþreying. Frjáls, óháð blaðamannska, hvað er það? Þetta ykkar eigin fyrirsögn að fyrri grein minni. Frjálst, óháð dagblað.einkunnar- orð ykkar. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa”, var sagt endur fyrir löngu. Sé það einnig ykkar skiln- ingur á einkunnarorðum ykkar, eru þau sannarlega háleit. Og ströng. Þrátt fyrir visindalega og vandaða viðleitni margra, hefur okkur mannanna börnum gengiö upp og ofan að höndla sannleik- ann. En það er sjálfsagt að reyna, og betur má, ef duga skal! Andrés Reynir Kristjánsson Langiþig til Kanaríeyja, þá lestu þetta Okkur er ekkert aö vanbúnaði lengur. Viö höfum nú gengið endanlega frá gistingu á Kanaríeyjum fyrir allar okkar feröir í vetur, og þetta er þaö sem viö bjóöum: VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400 VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800 VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200 Auk þess bjóöum viö barna- unglinga- og hópafslátt frá þessu verði. Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist meö eöa án fæöis. Nú er um aö gera að hafa samband viö sölu- skrifstofur okkar og umboðsmenn eöa feröa- skrifstofur, til þess aö fá ýtarlegri upplýsingar og panta síöan. f^n{AC LOFTLEIBIR ISLANDS [hornklofi] Mál og menningar Pipur flokkslinunnar Sú sögusögn gengur nú um bæinn, að I bfgerð sé stofnun nýs bókmennta- og menningartfma- rits. Ástæðan mun sú, að eftir að stórkapítalistar flokkslfnu Al- þýðubandalagsins hröktu skáld- ið Sigfús Daðason úr stjórn Máls og menningar, hafa ýmis skáld (sem hafa jafnan neitað að ger- ast hreinir leigupennar flokks- ins), ákveðið aö snúa saman bökum gegn fjárplógsöflum flokksstjórnarinnar. Flogið hefur fyrir aö á bak við nýja ritið standi auk Sigfúsar, ólafur Jóh. Sigurðsson og flest þau frambærileg skáld, sem rituðu áður I tlmarit Máls og menning- ar. Hyort þeirra skarð veröur fyllt með leigupennum af Þjóð- viljanum, t.d. Ólafi Hauki. Gunnar Gunnarssyni, Nirði P. Njarðvlk og öðrum vaxandi þjóöskáldum — skal ekkert full- yrt um. „Skýjahóran” Helga Kress hlaut fyrr á þessu ári Vísindasjóðsstyrk til að rannsaka bókmenntir og þá sérstaklega stöðu kvenna I bók- menntum. t tilefni af þessu birt- ist við hana heilslðu viötal I Þjóðviljanum, sem bar yfir- skriftina: Ég var ung gefin Njáli. „ — A hinn bóginn er svo hægt að vitna I Davíð Stefánsson, sem lltur mannkyniö sem karlmenn eina, er hann t.d. segir: „Hver dáö sem maðurinn drýgir, er draumiir um konuást”. — ”, Helga hamrar hér á þeirri merku staðreynd, að ljóðllnur Stefáns frá Hvltadal úr kvæðinu Þér konur: „Hver dáð sem maðurinn drýgir o.s.frv.” séu eftir Davlð Stefánsson. Þetta er þvl rökréttara, þar sem Davlö Stefánsson var uppi á eftir Stefáni frá Hvitadal og hefur þvl getað flett upp I bók eftir Stefán til að yrkja það, sem Stefán hafði ort löngu áður. Þess mun vart langt að biða að Helga sanni á sama hátt, aö Sigurður A. Magnússon hafi skrifað Bósasögu og Herrauðs nokkur hundruð árum áður en hann fæddist og Svava Jakobs- dóttir sé ieynihöfundurinn á bak við Egilssögu. Er furða þó Helgu Kress sé veittur Vlsindasjóðsstyrkur? Hún á þaö vissulega skilið og veitir ekki af. Helga hefur svo sannarlega aukið hróður VIs- indasjóðs. Pétur

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.