Vísir - 02.10.1975, Síða 3
' Vísir. "Fimmtud'agUf ‘2; öktóbef 197ó
3
„Það kvað vera
fagurt í Kína"
Tveir piltar halda til þriggja óra nóms þar
Ragnar Baldursson og
Tryggvi Harðarson heita tveir
ungir menn sem litu við á, rit-
stjórn Visis i gær. Þeir áttu
sannarlega erindi þangað þvi að
viku liðinni ætla þeir að leggja
land undir fót og halda til Kina.
Þeir hafa báðir lokið stúdents-
prófþRagnar frá MH og Tryggvi
frá Flensborg. í Kina ætla þeir
að nema við háskóla, Ragnar
heimspeki og Tryggvi sögu.
— Hvernig datt ykkur í hug
að leita til Kina'til náms?
— Námið er gjörólikt þvi sem
við eigum að venjast hér á Is-
landi. Allar forsendur sem
gengið er út frá i náminu eru
aðrar en þær sem skólakerfi
vesturlanda miða við. Marxlsk-
ar hugmyndir- móta auðvitað
kennslu i heimspeki og forn-kin-
versk menningararfleifð hefur
mikið að segja um sögukennslu
alla.
En forsenda þessa máls er sú
að fyrir u.þ.b. einum og hálfum
mánuði auglýsti kinverska
sendiráðið styrki fyrir islend-
inga sem vildu stunda nám i
Kina. 8sóttu um og eftir að um-
sóknirnar höfðu farið rétta boð-
leið til kinverska menntamála-
ráðuneytisins barst okkur já-
kvætt svar.
— Þið minntust á hve námið i
Kina væri ólikt þvi sem þið eigið
að venjast hér á landi. Verður
ekki erfitt fyrir ykkur að fá
vinnu við ykkar hæfi er þið kom-
ið til baka frá námi?
— Nei, þó námið sé ólikt höf-
um við engar áhyggjur af vinnu
I framtiðinni. Við förum i námið
vegna þekkingarleitar fremur
en af eigin hagsmunum. Við
höfum mikinn áhuga á þvi að
kynnast hinni miklu uppbygg-
ingu sem nú fer fram i Kina.
— Kviðið þið ekki fyrir þvi að
fara frá islensku stúdentsprófi
inn i kinverskan háskóla?
— Þó það hafi verið á ýmsan
hátt erfitt að afla sér upplýsinga
um námið i Kina er okkur samt
kunnugt um að miklar breyting-
ar eiga sér stað á kinversku
skólakerfi. Verið er að ummóta
það I þá átt að það verði i þágu
alþýðunnar. Annars hafa Is-
lendingar litla reynslu af kin-
verskri skólagöngu þvi við erum
þeir fyrstu sem fáum styrk til
náms i Kina.
— A hvern hátt er nám ykkar
frábrugðið námi kinverja
sjálfra við háskóla?
— í Kina eru stúdentar sendir
út á meðal fólksins til þess aö
vinna og kynnast lifi þess. Sam-
kvæmt upplýsingum sem við
höfum fengið munu verða
skipulögð ferðalög um landið
fyrir erlenda stúdenta svo við
fáum að kynnast landi og þjóð.
Það er þó ekki ósennilegt að við
reynum að vinna eitthvað þarna
svo við veslumst ekki alveg upp.
— Nægir styrkurinn ykkur til
framdráttar meðan á Kinadvöl
ykkar stendur?
— Við áæltum að við verðum
3 ár i Kina. Miðað við islenskt
verðlag verður dvölin okkur ó-
dýr. Styrkurinn er 100 til 200
juan (juan er kinverski gjald-
miðillinn) á mánuði og fæðið
kostar um 30 juan á mánuði.
Styrkurinn er þvi riflegur. Fyrir
utan þetta er ferðin til Kina sem
kostar um 100 þúsund og við
greiðum sjálfir.
— Hvernig hugsa ungir menn
sem kynnst hafa danssölum
Klúbbs og Sigtúns sér skemmt-
analif I Kina?
— Leikhús og kvikmyndir eru
álitin skólandi tæki i Kina. Af-
þreyingin er þar fremur auka-
atriði. Okkur er sagt að brenni-
vinsbölið sé óþekkt og æluveisl-
ur I likingu við Islensk partý
þekkjast þvi ekki.
— En ópíumnautnin?
— Fyrir byltinguna 1948 voru
kynsjúkdómar útbreiddir I Kina
og ópíumneysla var geigvænleg.
Kinverskum stjórnvöldum
hefur lukkulega tekist að koma I
veg fyrir þetta.
EKG
Ragnar Baldursson og Tryggvi Harðarson virða fyrir sér landa
bréfabók, en þeirra áfangastaður er Kina.
Umferöarráð er nú að hefja ár-
lega kynningu sina á endurskins-
merkjum þegar skammdegið fer i
hönd. Merkjunum hefur verið
dreift i mjóikurbúðir og i kaupfé-
lögin um land allt.' Að þessu sinni
hefur verið reynt að ná sérstak-
lega til unglinga og fullorðins
fólks.
Til þess að hvetja unglinga til
að ganga með endurskinsmerki
hafa verið gerð hjartalaga merki
i 4 litum með áletruninni „Slapp-
aðu af”. önnur merki sem unnt er
að fá i mjólkurbúðum og kaupfé-
lögum eru hringlaga og er hægt
að sauma þau á flikur með mynd
af „Höfuðpaurnum”' svo og
glærar endurskinsplötur sem
einkurn eru ætlaðar fullorðnu
fólki.
Árið 1973 gerði umferðarráð á-
ætlun til þriggja ára um sölu
endurskinsmerkja.Það ár seldust
28.000 merki. Á siðasta ári seldust
um 50.000 merki og er það von
Umferðarráðs að salan verði ekki
minni nú.
Þá var bryddað upp á þvi i
fyrra viö fyrirtæki, skóla, stofn-
anir og sveitarfélög, að þau gætu
fengið merki með nafni, og not-
færðu margir sér slikt. Mun sá
sami háttur verða hafður á nú.
Enginn vafi er á notkunargildi
endurskinsmerkjanna. 1 myrkri
sést sá sem merkið notar i 5sinn-
um lengri fjarlægð er ljós skin á
plötuna, en hinn sem ekki notar
endurskinsmerki.
Mjög auðvelt er að nota endur-
skinsmerki. Þau má næla i föt.
Hljólreiðamenn geta haft það
hangandi á vinstri handlegg, auð-
velt er að setja endurskinsmerki
á barnavagna o.s.frv.
—EKG
SVÆÐAMÓTIÐ VERÐUR HALDIÐ ÞÓTT
BORGARRÁÐ NEITI UM FJÁRSTYRK
„Það er allt i fullum gangi hjá
okkur við uudirbúning svæða-
mótsins, þrátt fyrir synjun borg-
arráðs um styrkveitingu,” sagði
Gunnar Gunnarsson forseti Skák-
sambands islands.
Mótið verður haldið dagana 19.
okt. til 11. nóv. og eru keppendur
15 frá 14 löndum, þ.á.m. Júgó-
slaviu, Ungverjalandi, Israel og
Norðurlöndunum. Tveir is-
lendingar taka þátt i mótinu, þeir
Friðrik Ólafsson og Björn Þor-
steinsson.
„Við treystum á stuðning
áhorfenda,” sagði Gunnar, „en
einnig eru fyrirhugaðar ýmsar
fjáröflunarleiðir, s.s. sláttur á
peningi með mynd af Friðriki
ölafssyni, sala á plöttum og
bökkum og öðru sliku i tengslum
við mótið. Þá verður opið pósthús
á mótsstað fyrsta daginn. Aætlað-
ur kostnaður við mótið, dag-
peningar, vinnulaun, verðlaun og
annað er kringum 3 milljónir
króna”, sagði Gunnar að lokum.
— EB.
Venus skínandi
björt í austri
ó morgnana
Reikistiörnurnar sjást
nú mjög vel í heiðskíru
Arrisulir menn liafa undan-
farna daga getað séð afar bjarta
og fallega stjörnu á austurhimn-
inum. Það er Vcnus sem er þar á
ferð og hún á eftir að verða enn
meira áberandi á morgunhimnin-
um, svo framarlega sem hann
heldur áfram að vera heiðskir.
Þorsteinn Sæmundsson,
stjörnufræðingur, sagði VIsi að
Venus hefði gengið milli jarðar og
sólar 27. ágúst siöastliðinn. Siðan
hefði hún verið að fjarlægjast sólu
og er komin það langt frá að hún
sést nú mjög vel.
Venus er álika stór og jörðin, en
hún er i sextiu milljón kilómetra
fjarlægð. Þó getur birtan af henni
orðið svo skær hér á jörðinni að
hún vcrpi skugga af hlutum, við
sérstök skilyrði. Þorsteinn sagði
það alvegvist að jörðin væri lika
mjög falleg séð frá Venusi.
— Þetta er reyndar mjög heppi-
legur timi til að skoða reikistjörn-
urnar, sagði Þorsteinn. — Júpiter
er lágt i austri á kvöldin en hækk-
ar sig og er kominn i suður
nokkru eftir miðnætti. Mars sést
einnig vel þegar liður á nóttina og
er nokkuð skær i suðri um kl. 6 30
fyrir hádegi. — OT.
Lónin verða
milljón
Allt hækkar með
verðbólgunni. Hjá
flestum lifeyrissjóðum
hafa lán verið u.þ.b. 800
þúsund krónur. En
miðað við verðþróun-
ina, þykir sú tala ekki
há i dag. Lifeyrissjóður
rikisins og barnakenn-
ara hefur þvi hækkað
lán sin úr 800 þús. kr.
i eina milljón. —óH