Vísir - 02.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 02.10.1975, Blaðsíða 8
Visir. Fimmtudagur 2. október 1975 FiUGMAL r Umsjón Oli Tynes Pon Am flugstjórinn og gomli flugbóturinn Hann var búinn að vera flugstjóri hjá Pan Ameri- can i mörg ár og átti að baki þúsundir flugtima á Boeing 707 og öðrum farþegaþotum. Svo fór hann i fri til Jómfrúreyja og þar rakst hann á gamlan Grumman Goose flugbát. Hann hafði ekki flogið Grumman Goose siðan hann var strákur en gamla „ástin” bloss- aði strax upp að nýju. Hann keypti þvi gömlu gæsina og skemmti sér konunglega við aö fljúga leiguflug á henni i sumar- friinu. Satt að segja varð hann steinhissa á þvi hverjar viötök- urnar urðu. Það liðu ekki nema nokkrir dagar þangað til allt var fullbókað. Visir að flugfélagi Aður en hann vissi af varö gamla gæsin orðin visir aö flug- vélagi. En hann varð að halda aftur til Pan American, svo hann réði flugmann til að halda starfseminni áfram. Farþegunum hélt áfram að fjölga, svo hann varð að kaupa aðra Grumman Goose og svo enn aðra. Hann gat auövitað litið verið þarna sjálfur og það vantaöi flugmenn og hitt og þetta annað. Þá datt honum snjallræði i hug. Hann lét það spyrjast meðal kolleganna að það væri skortur á flugmönnum til að fljúga Grumman Goose flugbátum á Jómfrúreyjum. Hann fékk engan frið næstu daga, þvi flugstjórar Pan American hringdu I hann nætur sem daga, til aö tryggja sér starf. Þeir fengu ekkert kaup, en það hefði ekki getað skipt minna máli. Borðalagðir bátaflugmenn Charles Blair heitir hann, stofnandi flugfélagsins, sem nú heitir Antilles Air Boats. Og Charles Blair þurfti ekki að ANTILLES m BOATS Charles Bleir (standandi) og annar flugstjóri frá Pan American, setja eldsneyti á fyrstu „gæsina’ mm Gæsin i fiugtaki i höfninni á St. Croix. kviða flugmar.naskorti meðan hann var að byggja upp litla flugfélagið sitt. Oftast verða smáfélög að byggja starfsemi sina i fyrstu á ungum mönnum sem enn eru að læra ýmislegt i sambandi við flugið. Flugmenn- irnir sem Blair hafði I sinni þjónustu höfðu hinsvegar að baki fimmtán til tuttugu þúsund flugtlma. Viðgerðarmenn og bátsstjórar Þeir sluppu heldur ekki við flugið eitt. Þeir þurftu lika að hjálpa til við viðhaldið á flug- vélunum og að þvo af þeim salt- ið eftir daginn. Þeir þurftu að selja farmiða og stjórna bátun- um sem fluttu fólkið út að flug- bátunum. En þeir buðu ekki upp á neinn lúxus og enginn virtist kæra sig um hann. Einn tuttugu þúsund tima flugstjóri sagði: „Eina þjónustan sem við veittum far- þegunum var að ýta undir boss- ann á þeim þegar þeir klöngr- uðust úr bátnum, upp i flugvél- ina. Stækkaði og stækkaði En öllum virtist standa á sama um þjónustuleysið og Antilles Air Boats stækkaði og stækkaði. Það var farið að halda uppi föstum áætlunarferðum til nærliggjandi eyja i Karabiska hafinu og það var alltaf upp- pantað. Blair hélt þvi áfram að kaupa Grumman Goose flugbáta. Hann skemmti sér lika alveg konunglega og ákvað loks að hætta störfum hjá Pan Ameri- can og taka við sem yfirflug- stjóri og framkvæmdastjóri hjá sjálfum sér. Hann og kona hans, leikkonan Maureen O’Hara, fluttust þvi til St, Croix. Og stækkaði enn t dag rekur Antilles Air Boats tuttugu Grumman Goose flug- báta, sem hver tekur tiu far- þega. Þar að auki er það með eina Super Catalinu sem tekur 28 farþega og nýlega var keypt- ur fjögurra hreyfla Sikorsky 2-44 sem tekur 47 farþega. Gamla gæsin sem Blair sá i sumarfrlinu sinu hefur eignast marga unga. Vildu ekki hœtto á margar lendingar Suðurríkja flugher- gamalla herflugmanna inn, nefnir sig hópur sem tóku þátt i siðari B-29 Superfortress vél suðurrikjaflughersins. heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra eru margir garpar, en lik- lega má þar frægastan nefna Jimmy Doolittle, sem stjórnaði fyrstu loftárásinni á Tokyo. Hann lagði upp með B-25 flug- sveit sina frá flugmóðurskipi og þótti það hið mesta ævintýri, þvi B-25 var stór og þung (á þeirra tima mælikvarða) „landflug- vél.” Þessar gömlu kempur hafa það „hobbi” að safna gömlum herflugvélum. Þeir eru að reyna að ná I að minnsta kosti eitt sýnishorn af öllum þeim vélum sem tóku þátt i styrjöldinni. Þeir fara i söfnunarferöir út um allan heim og eru sumar þeirra hinar ævintýralegustu. Þeir hafa þegar safnað að sér tugum véla, sem öllum er haldið i fyrsta flokks flughæfu ástandi. Nýjasta vélin þeirra er B-29 Superfortress, en það var stærsta fjögurra hreyfla sprengjuflugvélin sem tók þátt I hildarleiknum. Henni var beitt i Kyrrahafsstriðinu gegn Japön- um og það var vél af gerðinni B-29 sem varpaði fyrstu kjarn- orkusprengjunni á Hiroshima. Fulltrúar Suðurrikja flug- hersins fóru til China Lake I Bandarikjunum, þar sem flot- inn hefur skotæfingastöð. B-29 vélin sem þeir fengu átti einmitt að verða skotmark til æfinga fyrir nýja sjóliða. Það var auðvitað byrjað á að fara i smá reynsluflugferð. En þegar upp I loftið var komið, fóru þeir að velta málinu fyrir sér. Enginn þeirra hafði nefni- lega flogið svona vél áður. Þeir ákváðu þvi að minnka áhættuna af þvi að vera alltaf að lenda flugvél sem þeir kunnu litið á, með þvi að fljúga henni bara beint heim til Texas. Það gerðu þeir og þessi eina lending sem þeir sluppu með, með þessu móti, tókst ágætlega. ,/LÍTIL" RISAÞOTA Boeing 747 er stærsta farþegaþota i hcimi. Nýlega var kynnt minni gerð af henni og er hún kölluð 747 SP. Skammstöfunin stendur fyrir „Special Performance” og er á þvi byggð að þótt sú litla hafi samskonar hreyfla og sú stóra er hún 47 fetum styttri. Hún er þvi bæði hraðfleygari og langdrægari, þótt hún taki færri farþega. FLUGSÍÐU- BRANDARINN Þaö var gífurleg um- ferð um Kennedyflugvöll og margar vélar biðu í „stakknum" eftir að fá að lenda. Flugturninn fékk tilkynningu: ,,Ég er í biðflugi í fimmþúsund fetum." Það var andartaks þögn en svo kom skræk og skelfingu lostin rödd yfir I jósvakann: ,, Þú getur ekki verið í fimmþúsund fetum. ÉG er í biðflugi í fimmþús- und fetum." Það varð aftur andar- taks þögn en svo kom fyrri röddin aftur: ,,Þú ert aðstoðarf lugmaður- inn minn, fiflið þitt."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.