Vísir


Vísir - 02.10.1975, Qupperneq 6

Vísir - 02.10.1975, Qupperneq 6
6 Visir. Fimmtudagur 2. október 1975 vísm ÍJtgefandi: P’ramkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Davið Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Rlaðaprent nf. Vilja menn draga úr verðbólgu Fram til þessa hefur aðsteðjandi efnahagsvanda- málum yfirleitt verið mætt með verðbólguhvetjandi aðgerðum. Afleiðingum verðbólgunnar hefur með öðrum orðum verið mætt með aukinni verðbólgu. Þetta virðist vera þverstæða, en i raun réttri hafa stjórnmálamenn og forystumenn hagsmunasam- taka ekki þorað að spyrna við fæti. Forvigismenn launþegasamtakanna i landinu, sem með nokkrum rétti hafa verið nefndir verka- lýðsrekendur, hafa ávallt einblint á kauphækkanir i krónum, án nokkurs tillits til þess hvort um raun- hæfar kjarabætur sé að ræða eða ekki. Stjórnmála- mennirnir hafa aldrei þorað að spyrna við fæti og stemma stigu við þenslunni i þjóðfélaginu af ótta við kröfur hinna ýmsu hagsmunasamtaka. Nú stöndum við frammi fyrir svo örri verðbólgu- þróun, að tæpast er unnt að tala um heilbrigt efna- hagslif. Það hættulegasta sem menn gera er að spara. Geymd króna er töpuð króna. Nær útilokað er að menn beri skynbragð á vöruverð og verðlags- þróún. Þetta eru alkunnar staðreyndir, sem mönn- um hafa lengi verið ljósar. Eigi að siður halda menn áfram á sömu braut. Á siðustu árum hefur rikisbúskapurinn verið þan- inn út, ekki aðeins úr hófi fram, heldur einnig án nokkurrar stefnumörkunar. Á siðasta ári hefur þó verið reynt að stemma stigu við aukinni þenslu á þessu sviði. Árangurinn er enn sem komið er tak- markaður. Með útlánatakmörkunum bankanna hefur verið reynt að draga úr þenslu. Áhrif slikra aðgerða verða aldrei þau sömu og til er ætlast, ef ekki er samhliða reynt að spyrna við fæti á öðrum sviðum. Allt virðist nú benda til þess, að verkalýðshreyf- ingin stefni enn einu sinni að þvi að mæta kjara- skerðingaráhrifum verðbólgu og versnandi þjóðar- hags með nýjum verðbólgukröfum. Forystumenn launþegasamtakanna mæla árangur starfs sins i þvi, hversu miklar verðhækkanir þeir geta knúið fram i krónum talið. Á tiu ára timabili fram til 1973 voru raunhæfar kjarabætur aðeins einn tólfti hluti þeirrar kaup- hækkunar, sem knúin var fram i krónum. Á þvi sést gleggst, hversu árangurinn af núverandi stefnu er takmarkaður. Kaupmáttur útflutningstekna hefur lækkað hrikalega siðastliðið eitt og hálft ár. Við slikar aðstæður hljóta lifskjör að versna. Að horfa framhjá þeirri staðreynd er beinlinis að kalla yfir sig nýja verðbólguholskeflu. Framundan eru mjög erfiðir timar i efnahags- málum. Þá kemur i ljós, hvort stjórnmálamenn og forystumenn hagsmunasamtaka eru i raun og veru reiðubúnir til þess að vinna gegn verðbólguþróun- inni. Það verður ekKi gert með sömu vinnubrögðum og viðgengist hafa. Rikisútgjöldum þarf að halda i skefjum og við kjarasamninga er óhjákvæmilegt annað en að taka tillit til raunverulegs ástands i efnahagsmálum. Hættulegast af öllu er þó, ef nota á viðræður um nýja kjarasamninga i hefðbundinni þráskák stjórn- ar og stjórnarandstöðu. Slikur skollaleikur getur einvörðungu leitt af sér nýja verðbólguskriðu er fyrst og fremst myndi bitna á þeim efnaminnstu i þjóðfélaginu. Spurningin er sú, hvort forystumenn hagsmunasamtakanna og stjórnmálamenn vilja i raun og veru draga úr verðbólgunni. Verður nýja hœkk- unin til að snúa olíuvopninu í höndum þeirra? Tiu prósent verð- jj hækkunin á oliu, sem jj samtök oliuútflutnings- 1 rikja komu sér saman j um á fundi sinum i Vin- :: arborg, kemur mis- |j jafnlega niður, en við- jj ast þó þunglega. Þyngst kemur hún eðlilega :: niður á þeim löndum, sem hafa j: ekki neinar vörur að selja oliu- :■ útflytjendum I staðinn oliuna, er ■: þau kaupa af þeim. ■ 1 hópi þessara oliuneytenda 5 eru þróunarlöndin, sem verða ; örugglega harðast úti af þessari 5 ráðstöfun OPEC. íslendingar telja sig ekki til i þróunarlandanna en þessi oliu- ■ hækkun mun koma þeim ámóta ■ illa, þótt þeir kaupi ekki sina ■ oliu af OPEC-löndum heldur af • rússum. 1 oliusamningnum við Sovétrikin er gert ráö fyrir, að kaupverðið fylgi breytingum á heimsmarkaðsverði, og sovét- menn letu okkur kenna á túlkun þess, þegar OPEC-löndin fjór- földuðu oliuverðið, sem kallaði kreppu yfir mörg riki heims. t þessu tilliti eiga þeir við svipaðan vanda að striða og þróunarlöndin i viðskiptum sin- um við oliuseljendur. Kominn er hrikalegur halli nú þegar á við- skiptajöfnuð þróunarlandanna ogoliusölurlkja.Hin fyrrnefndu sitja uppi með tóma gjaldeyris- sjóði, og oliufurstarnir tregir til að kaupa vörur þeirra upp i skuldir. Ollukreppan leiddi til sam- dráttar hjá iðnaðarþjóðum jafnt og hjá þróunarlöndunum, en smám saman hafa flestar iðnaðarþjóðirnar verið að rétta úr kútnum aftur. Allir eru þó sammála um, að þeirri endur- bót muni seinka vegna þessara nýju hækkana. En hjá þróunarlöndunum hef- ur ekki gætt neins afturbata, og þeim er oliuhækkunin aukin byrði á mjóar axlirnar, sem voru að sligast undir þungum bagganum fyrir. Framsýnir menn spá þvi, að þessi siðasta verðhækkun OPEC sé byrjunin á endalokum sam- takanna. Þarna hafi þau koll- siglt sig. Þeir benda á klofninginn sem gætti á fundinum siðast i Vinar- borg, og efast stórlega um, að samstaða náist aftur i júní á næsta ári um hækkun. Fleira bendir til þess, að oliu- vopnið hafi snúist i höndum arabanna. Á alþjóölegum vett- vangi hafa þeir um skeið notið stuðnings atkvæða þriðja heimsins, nefnilega þróunar- landanna, sem nú verða harðast fyrir barðinu á oliuhækkuninni. Þróunarlöndin fylgdu oliu- ■ rlkjunum að málum, þegar um- ræðurnar snérust um, að hækk- ■ un á hráefnum, eins og oliunni, • væri sanngjörn lagfæring á lágu verði, sem iðnaðarrikin hefðu greitt fyrir útflutt hráefni þróunarlandanna. En reynsla ■ síöustu þriggja ára hefur kennt rlkjum þriðja heimsins með • harkalegum hætti, að oliufurst-. • arnir ætluðu aldrei að leyfa þeim að njóta góðs af brautryðj- endastarfi þeirra við að leið- ■ rétta verðlagningu hráoliu. Verð á hráefnum, aðalútflutn- ingi flestra þróunarrikjanna, ■ hefur ekki átt neina samleið með hækkunum oliuverðsins. ■ t fyrstu viðbrögðum rikis- stjórna hinna ýmsu landa eftir i olluhækkunina er gagnrýnin j hörðust hjá stjórnunum þróun- j arlanda, sem skiljanlega eru beisk i garð oliusölurikjanna. j Iðnaöarmálaráðherra Tanzaniu 1 reið á vaðið, þegar hann lýsti, j hverjum augum Tanzaniustjórn j liti 10% hækkunina: „Oliuút- jj flutningsrikin hafa greinilega jj snúið baki við þróunarlöndun- jj um.” Þessara viðbragða á vafa- jj laust eftir að gæta í áhrifum á j samstöðu Arabalandanna og jj rikja þriðja heimsins á lþjóðleg- jj um vettvangi. Þegar haldinn var sameigin- j legur fundur fulltrúa oliu- jj neyzlurikja og fulltrúa oliu- jj framleiðenda i aprii, komu j sendimenn OPEC-landanna sjö jj fram I nafni þriðja heimsins. :i Þeir þvinguðu það fram, að jj vandamál hráefnaframleiöslu : þróunarlandanna væru tekin á : dagskrá oliuráðstefnunnar. ■■ ■5 Þessi fundur i april leystist : upp, án þess að nokkur árangur : fengist af honum, en allir fund- j arsækjendur höfðu góð orð um að reyna aftur með fundi 13. október i París. Svo blint geta þróunarlöndin naumast fylgt otiuframleiðend- um. að þeir telji hér eftir mál- stað sinum vel borgið i höndum hinna siðarnefndu á slikum alþjóðlegum ráðstefnum. Það má þvi búast við annarskonar atkvæðaskiptinu á Parisarfund- A verði við eina af þeim lciðslum, sem flytur „svartagull” Kuwait til strandar. Hversu lengi veröur samstaða um aö verja oliuverðiö? Má vænta þess, að þeir byrji strax á næsta ári að undirbjóða hvern annan? ínum, ef af honum verður núna i október. !■ ■■■■■■■■«•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ - ■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■Mi .■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.