Vísir - 02.10.1975, Qupperneq 7
Vísir. Fimmtudagur 2. október 1975
7
Breiðholt:
„Áreiðanlega
hesta hverfið
í Reykjavík!"
Þaö þykir alltaf sjálfsagt að spyrja þá f ullorðnu álits á hlutunum. Það er öllu
sjaldgæfara að við leitum til barnanna og spyrjum þau hvað þeim f innst um
þetta eða annað.
En þegar til þess kom að við heimsóttum íbúa í Breiðholtinu til þess að for-
vitnast um það hjá þeim hvernig það er að búa í þessu umskrifaða og umtal-
aða hverfl, létum við ekki nægja þá fullorðnu, heldur tókum krakkana tali
líka.
Þeir hafa sínar skoðanir líka. Við spjölluðum við krakka sem hittum á göt-
unni í efra og neðra Breiðholti.
„Þaö er alveg stórfint að eiga
heima hérna. Breiðholtið er
áreiðanlega besti staðurinn i
Reykjavik.”
Það voru hressir strákar sem
við hittum við Fellaskóla sem
þetta sögðu. Þeir voru i fótboita
þegar við ákváðum að trufla þá.
Allir sögðust þeir vera 15 ára
gamlir og enginn þeirra hefur
búið lengur i Breiðholti en i tvö
ár. Þeir hafa þvi allir saman-
burð við önnur hverfi og muna
„Stundum leikum viö okkur
hérna, stundum á róló eða ein-
hvers staðar.— Arni Sig-
urðsson og Friðjón Unnar Hall-
dórsson.
þau vel, þar sem þeir eru orðnir
þetta gamlir.
En það er eins gott að vita
hvað þeir heita, sem við erum
að tala við: Skúli Hafsteinsson,
Baldur Þór Baldursson, Magnús
Sigurðsson, Gunnar Valdimars-
son, ómar Gislason og Birgir
Gunnarsson.
„Við erum allir i Fellaskóla,”
sögðu þeir. „Jú, það er alveg
ágætur skóli. Það eina sem
vantar hér i skólann eru fleiri
mörk!” Og kannski ekki skritið
þó þeir segi það þegar þeir verja
öllum friminútum i fótbolta. En
mörkin eru liklega nógu mörg,
þvi þau eru að minnsta kosti
tvö.
Iþróttahús sögðu þeir að yrði
tilbúið um mánaðamótin og eitt-
hvaðhöfðu þeir heyrt um að þar
yrði byggð sundlaug. „Við vild-
um gjarnan hafa sundlaug
hérna.”
— Hvað fleira vilduð þið fá
hingað ef þið fengjuð að ráða?
„Við vildum fá einn Tónabæ
hingað upp eftir”, varð einum
að orði og hló dátt. „Við förum
sumir hverjir þangað. Svo væri
stórfint að fá bió hingað svo
maður þurfi ekki alltaf að fara
svona langt til þess að sjá ein-
hverja mynd.” Og einn bætti
við: „Ég vildi gjarnan fá KR
hingað!” Þeir ú-uðu hann niður,
nokkrir...
— Getið þið ekki farið á böll og
séð bió i Fellahelli? (Fellahellir
er sá staður sem býður upp á
ýmiss konar æskulýðsstarf-
semi.
„Nei, það er voðalega litið
fyrir okkur þar. Jú, að er hægt
að fara i diskótek þar en margir
okkar vilja nú frekar fara i
Tónabæ, þangað fara svo marg-
ir. Við förum aldrei i bió i Fella-
helli. Yfirleitt eru bara myndir
með Gög og Gokke, voða slapp-
ar, —og þá klukkan þrjú. Það er
aðallega eitthvað fyrir 12 ára
krakka i Fellahelli.”
,,Ég er bara
voöalega ánægð!”
Það er Elfa Ellertsdóttir sem
er svona ánægð i Seljahverfinu i
Breiðholti. „Ég á heima i Akra-
seli og ég er 11 ára,” sagði hún
okkur þegar við stöðvuðum
hana á reiðhjólinu sinu.
„Ég er búin að eiga heima
hérna i svona fjóra mánuði.
Aður átti ég heima á Kóngs-
bakka.”
— A hvorum staðnum er
skemmtilegra?
„í Akraseli. Af hverju? Af þvi
að nú eigum vib heima i einbýl-
ishúsi en áöur áttum viö heima I
fjölbýlishúsi.”
Elfa sagðist vera i öldusels-
skóla.
— Er langt fyrir þig að fara I
skólann?
„Við förum i skólabil þangað
en við verðum að labba heim. Ef
við flýtum okkur, þá erum við
svona tiu minútur.”
— Finnst þér ekkert vanta hér
! hverfið?
„Nei, ekki neitt.”
„Verður gott hér
i framtiðinni”
í neðra Breiðholti hittum við
tvo stráka, sem sögðust heita
Magnús Sigurðsson og Helgi
Einarsson. Þeir virtust önnum
„Viö vildum fá einn Tónabæ hingað”, sagði sá með húfuna, Baldur Þór Baldursson. Hinir heita (f.v.)
Skúli Hafsteinsson, Magnús Sigurðsson, Gunnar Vaidimarsson, Ómar Gíslason og Birgir Gunnars-
son. Ljósm.: LA.
Þeir voru að reyna að mæla sólarhæðina. Magnús Sigurðsson og
Helgi Einarsson.
kafnir við eitthvað á gagnstétt-
inni, en þegar við ætluðum að
forvitnastum hvaö þeir væru að
gera, vildu þeir ekkert segja.
Loks fengust þeir til þess.
Þeir voru að reyna að mæla
sólarhæðina. „Við vorum að
læra þetta i eðlisfræði áðan,”
sögðu þeir. Þeir eru I Hóla-
brekkuskóla og eru 15 ára.
Báðir hafa átt heima i neðra
Breiðholti i nokkur ár. „Það er
alveg ágætt að eiga heima
hérna,” sögðu þeir. „Við kunn-
um betur við okkur hér en þar
sem við áttum heima áður.”
„Hér verður áreiðanlega gott
að vera i framtiöinni,” sagði
Magnús. „Nú er Fjölbrautar-
skólinn að koma og svo verður
hér áreiðanlega ýmislegt.”
Þeir voru annars sama sinnis
og hinir strákarnir sem við töi-
uðum við. „Það má gjarnan
vera bió hérna,” sögðu þeir.
„Hér fæst allt...........”
Þeir siðustu sem við spjölluð-
um við eru bara 8 og 9 ára. Arni
Sigurðsson og Friðjón Unnar
Halldórsson kváðust þeir heita.
„Það er gott að eiga heima
hérna,” sögðu þeir. „Við erum i
Fellaskóla og það er ágætt að
vera þar. Ef okkur langar i fót-
bolta þá getum við það á skóla-
lóðinni. Svo er róló hérna sem er
ekkert mjög langt I burtu. Hér
fæst lika allt i búðunum sem við
þurfum að fá.”
—EA
Hún Elfa Ellertsdóttir segist vcra „voðalega ánægð" að búa i Selja-
hverfinu.