Vísir - 02.10.1975, Side 10

Vísir - 02.10.1975, Side 10
10 Vísir. Fimmtudagur 2. október 1975 Fáir heyrnarskertir hafa fengið nœga framhaldsmenntun Guðrún Árnadóttir, Agnette Munkesu og Hervör FriOjónsdóttir heimsóttu okkur á Visi og fræddu okkur um málefni heyrnarskertra. „Á alheimsráðstef nu kennara heyrnardaufra og heyrnarlausra sem haldin var í ágúst í sumar voru allir sammála um að nota bæri allar aðferðir jöfnum höndum við að tala við heyrnarskerta. Er þá m.a. átt við varalestur, tákn- mál, látbragð og fingra- mál". Þetta segir Agnette Munkesu frá DanmörkU/ félagsráögjafi heyrnarskertra, sem dvalið hefur hér í rúma viku á vegum foreldra og styrktarfélags heyrnardaufra og félags heyrnarlausra. Hún er hingað komin til þess að gera könnun á högum heyrnarlausra. Hún segir okkur að á Norður- löndunum og viðar i Evrópu og Ameriku starfi félagsráðgjafar i nánum tengslúm við heyrnleys- ingjaskóla landanna. Þeir ráð- leggja heyrnarleysingjum i sam- bandi við áframhaldandi skóla- göngu eða hvaða starf myndi henta þeim best. Ef einhverjir erfiðleikar koma upp, til að mynda á vinnustað,kemur það sér vel að geta snúið sér til einhvers. Þeir heyrnleysingjar sem hyggja á framhaldsnám geta fengið túlk með sér sem þýðir jafnóðum hvað kennarinn er að segja. Með Agnette, þegar hún heim- sótti okkur á Visi, var Guðrún Árnadóttir sem á 2 heyrnardaufa drengi og fimm barna móðii; Her- vör Friðjónsdóttir/Sem hefur ver- ið heyrnardauf frá fæö- ingu. Samtal okkar fór fram á dönsku en um leið túlk- aði Agnette allt sem við sögð- um með táknmáli svo að Her- vör gæti fylgst með. Hervör talar og hún les af vörum en hún skilur ekki dönsku. En þar sem heyrnleysingjar eru saman komnir skiptir ekki máli af hvaða þjóðerni þeir eru. Táknmálið skilst. „Við sem heyrum”, sagði Agnette, „tökum ekki tillit til heyrnarskertra. Við tölum saman kannski timunum saman og svo setjum við þann heyrnarskerta inn i málið á nokkrum minútum á eftir. Hvernig á heyrnarskert barn að skilja, ef við tölum ekki táknmál? Agnetta segir okkur að það sé ekki svo lítið atriði fyrir foreldra heyrnarskertra að kunna tákn- mál. Hvernig á annars að tala við barnið? Ef foreldri verður reitt þá veit barnið ekki af hverju þótt það sjái það á fasi foreldrisins. Hvernig ætlar mamman eða pabbinn að skýra fyrir barninu hvað sé að? Þá sagði Agnette okkur að oft gætti þess misskilnings að nóg væri að láta heyrnleysingja fá bók til að lesa án skýringa. Það er hins vegar ekki athugað að heyrnleysingjar hafa miklu minni orðaforða en þeir sem heyra. Þeir skilja kannski aðeins helming les- efnisins. Athuga þarf lika þegar talað er við heyrnarskerta að tala skýrt og nota fá,skilmerkileg orð. Agnette hefur þegar komist að þvi i könnun sinni að afar fáir heyrnskertir hér hafa fengið framhaldsmenntun. Engir milli þritugs og fertugs, en nokkrir um tvitugt. Einn er útlærður 1 tækni- teiknun, tveir i húsgagnasmiði, einn eða tveir i bifvélavirkjun og einn er að byrja að læra auglýs- ingateikningar. Þetta er ekki af þvi að heyrnar- skertir séu neitt verr gefnir en aðrir og þeir geta svo sannarlega gengið i þvi sem næst flest störf þjóðfélagsins. Það eina sem þeir gætu ekki gert mætti nefna: að vera þjónn, afgreiða 1 búð, svara i sima eða úrsmiði. Eitt af aðalatriðum við kennslu heyrnarskertra er að gera þá hæfa til þess að fara út i samfélag þeirra sem heyra. Þeir þurfa að samlagast kerfinu. Agnette segir okkur að mikill munur sé á kennsluháttum nú og fyrir tiu ár- um, er hún hóf kennslu fyrst i Danmörku. Þá var það trú manna að aðeins eina aðferð mætti kenna heyrnarskertum börnum i einu við að tjá sig. Til dæmis mátti aðeins kenna þeim að lesa varamál annars myndu þau ekki læra að tala nógu vel sjálf. Nú eru allar aðferðir kennd- ar og þykja gefa góða raun. EVI Brandur Jónsson, skólastjóri Heyrnleysingjaskólans, leiðbeinir einum af nemendum skólans. — Ljósm: BG i- iMMMÉutMMFntÍ ^ÍifllISIlSIIfMIIV ^iiiflir isis '»'»f»ij %'lf 81IIW ilC« IIBSi i§itii«rB«siiiifii SiSlfSfSlflSlflfli íisilissisMisiia IllllSISSIISSIIfl MIISIISSIIIIISISII siuisisfliiiissiiinh •ffSSSSSIIIIIIIttMnUH SlifS&ISIIISSISfSII iWIISSSIIIIIISIIIIfl «fMssiiiiiiii«»»;*i Það eru alltaf nokkrir „sparsamir” sem halda sig fyrir utan völlinn f hverjum leik og fá eins mikla skemmtun út úr þvi að horfa á eins og hinir, sem fyrir innan eru. Rétt f þann mund sem leikurinn hefst taka menn til fóta til að tryggja sér almennileg sæti í stúkunni en aðrir leita að vinum og vandamönn- um I mannþrönginni. Það er fylgst með athygli með hverju þvi sem leikmennirnir gera inni á vellinum — fagnað þegar vel er gert, en „baulaö” þegar eitthvað mis- tekst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.