Vísir - 02.10.1975, Side 14
14
Vísir. Fimmtudagur 2. október 1975
Visir. Fimmtudagur 2. október 1975
15
Tískufötin í Karnabœ:
Föt úr riffluðu
flaueli og stutt-
ir leðurjakkar
Nú eru flestallar buxur með rass-
vösum, eins og sjá má á þessum
terelyne buxum, sem fást i
Karnabæ og kosta 4.880 krónur,
fyrir utan beltið. Flestar buxur
eru nú framleiddar fyrir
meðalbreið belti.
Karnabær hefur fjórar
verslanir sem selja
karlmannafatnað. í
versluninni á Laugavegi
66 varð verslunarstjór-
inn, Erlendur Borgþórs-
son, fyrir svörum.
„Karlmannaföt tir riffluðu flau-
eli seljast mest nú. Þau virðast
ætla að verða það vinsælasta I
vetur. Þau eru I mörgum litum og
kosta 16.900 krónur, allar stærðir.
Við framleiðum þessi föt sjálfir.
Þessi flauelsföt eru með sport-
legra sniði en áður hefur tiökast á
fötum,” sagði Erlendur.
Hann sagði að föt úr sléttu flau-
eli væru einnig vinsæl. Stakir
jakkar úr sléttu flaueli seljast
einnig vel.
„Stuttjakkar úr leðri eru i tisku
núna. Þeir kosta 22.500 krónur.
Síöir jakkar úr leðri kosta þúsund
krónum meira. Stuttjakkar úr
öðrum efnum eru lika vinsælir,
t.d. úr flaueli. Þeir kosta 9.380
krónur. Þá fást einnig fóðraðir
nælon stuttjakkar, sem kosta
9.900 krónur,” sagði Erlendur.
Um skyrtur sagði hann, að
flibbarnir hefðu nú allir hvöss
horn, en væru mismunandi lang-
ir. Skyrtumar eru nokkuð litrik-
ar, með munstri. Hjá Karnabæ
kosta skyrtur frá 2.490 kr. upp i
3.990 kr. Bindi hafa öll sömu
breidd og eru yfirleitt bundin með
Karnabær spáir þessum riffluðu flauelisfötum sinum góöu brautar-
gengi I vetur. Salan á þeim hefur verið mikil. Þau kosta 16.900 krón-
ur með vesti, allar stærðir.
VISIR UTURA HERRAFA TA TÍSKUNA
Kaiimannafatatisk-
an hér á landi i vetur
liggur nokkuð ljós
fyrir. Tiskan hefur ekki
tekift mikluni brevting-
um. Þó eru ákveðnar
linur sem ggngið er út
frá. o o
Visir kannaði i gær i
þremur af stærstu 0
tiskufatavérslununum i
Iteykjayik, hvaða fatn-
aður væri mest i tisku
nú.
— ÓH Ljósm: Jim
P. STEFÁNSSON HF.
HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092
PART
Kóróna fötin með Sam-
sniðinu, sem eldri við-
skiptavinir Herrahússins
kaupa mest. Axlalínan er
bein, jakkaboðungarnir
breiðir, og vasar utaná.
Spæll er að aftan. Fötin
kosta 18 til 20 þúsund, án
vestis.
Pessi algreiðslustúlka Karna-
bæjar tekur sig ekki slöur vel út I
fjörlegri karlmannaskyrtunni en
stæðilegur karlmaður mundi
gera. Skyrtan kostar 3.690 krón-
ur, og bindiö, sem raunar er með
tvöföldum hnút, kostar 1.190
krónur.
Jakki úr sléttu flaueli, notaður
stakur við buxur i öðrum lit.
Jakkinn kostar 12.900 krónur.
einföldum „loftmiklum” hnút.
Þau kosta 1.190 krónur.
„Peysur fylgja yfirleitt ekki
neinni sérstakri tisku,” sagði Er-
lendur, „en jakkapeysur eru
einna vinsælastar nú. Algengasta
efnið ér acryl. Unga fólkið vill
peysur sem hægt er að stinga I
þvottavélina.”
Stuttir leðurjakkar eru I tisku. Þessi kostar 22.500.
Erlendur upplýsti einnig, að nú
væri yfirleitt rassvasar á öllum
buxum, lika þeim „finni”.
Hann sagði, að þrátt fyrir að
ýmiss konar efni væru vinsæl
stund og stund, þá stæði terelyne
alltaf fyrir sinu.
„Terelyne er alltaf gjaldgengt
og við seljum mikið föt úr þvi.
önnur efni eru sjaldnast vinsæl
lengi. Buxur úr terelyne eru si-
gildar hvar sem er.”
Aðspurður um hvaða aldurs-
hópur verslaði mest I Karnabæ,
sagði Erlendur, að það væri að
sjálfsögðu mest unga fólkið. „Við
fáum þó oft viðskiptavini þrjátiu
til fjörutiu ára
Fyrir eldri karlmenn:
Sportlegt snið
— og bein
axlalína
LEYLAND
pjónusta um land alk
P. Stefánsson hf. hefur gert samning viö eftirtalda aðila um viögeröir og varahluta-
þjónustu á Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiöum.
,,Trench-coat" frakkinn
sem herrahússmenn
segja að slái í gegn í
vetur. Frakkar með
þessu sniði munu fást úr
þremur efnum, þegar
sala hefst á þeim. Þeir
kosta frá 13 til 16 þúsund
krónur, eftir efni.
Menn sem eru komnir á fer-
tugsaldurinn vilja margir ekki
siður fylgjast með tiskunni en
þeir yngri. Við könnuðum
hverskonar tiska stæði þeim til
boða, hjá Herrahúsinu i Aðal-
stræti, sem hefur flesta við-
skiptavini á aldrinum frá 25 ára
og upp úr. Stærsti hópur við-
skiptavinanna er á aldrinum 25
til 40 ára.
„Okkar lina er likust skandin-
avisku linunni, eins og hún er á
hverjum tfma. Viðskiptavinur-
inn vill fá það sem er nýtt og við
erum með það sem er nýjast er-
lendis nú,” sagði Guðmundur
Ólafsson, verslunarstjóri.
„íslendingar sækjast mikið
eftir einhverju nýju. 1 fötunum
nú er mikið um spæla, utan-
ásaumaða vasa, og útlit þeirra
er sportlegt. Einnig höfum við
látlausari föt, Sam-sniðið. Þau
eru mjög vinsæl h já eldri mönn-
um, meóan þeir yngri velja
Lord-sniðið. A þvi sniði hafa
axlimar hækkað. Axlalinan er
bein,” sagði Guðmundur.
Hann sagði að einlit föt væru
vinsælust. Brúnt og blátt hefur
mest gengið en nú er meira far-
ið að seljast af grænu.
„Menn kaupa ekki bara dökk
föt nú eins og áður. Flestir hafa
lika sætt sig við útviðu buxum-
ar. Þó er alitaf einn og einn sem
vill þær ekki og biður um að þær
séu þrengdar.”
BOLUNGARVÍK:
Vélsmiðja Bolungarvikur,
ÍSAFJÖRÐUR:
Vélsmiðjan Þór.
SAUÐÁRKRÓKUR:
Kaupfélag Skagfirðinga.
PATREKSFJÖRÐUR:
Vélsmiðjan Logi
HRÚTAFJÖRÐUR:
Bílaverkstæði Steins Eyjólfss. Borðeyri,
BÚÐARDALUR:
Kaupfélag Hvammsfjarðar,
VÍÐIDALUR:
Vélaverkstæðið Víðir,
BORGARNES:
Bifreiða og trésmiðjan.
HAFNARFJÖRÐUR
Bílaver AKÓ.
KEFLAVÍK:
Bílasprautun Birgis Guðnas.-
SELFOSS:
Kaupfélag Árnesinga
@ Austin Jaguar Morris Rover Triumph
KÓPASKER:
Kaupfélag N.Þingeyinga
ÞÓRSHÖFN:
Kaupfélag Langnesinga.
SIGLUFJÖRÐUR:
Bílaverkstæöi Magnúsar Guðbrandss.
HÚSAVÍK:
.Vélaverkstæðið Foss.
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Bilaverkstæðið Múlatindur.
AKUREYRI:
Baugur H/F.
EGILSSTAÐIR:
Arnljótur Einarsson.
REYÐARFJÖRÐUR:
Bílaverkstæðið Lykill.
HORNAFJÖRÐUR:
.Vélsmiðja Hornafjarðar.
VÍK í MÝRDAL:
Kaupfélag Skaftfellinga.
HVOLSVÖLLUR:
Kaupfélag Rangæinga.
í tiskuversluninni
Adam eru vinsælust
jakkaföt úr terelyne og
ull, Adamson-fötin.
„Þau eru framleidd fyrir
Kóróna-búðirnar. Adam er ein
þeirra,” upplýsti afgreiðslu-
maður i versluninni okkur um.
„Við erum nýbyrjaðir að
selja nýtt snið, svokallað Lord-
snið. Það er linan hjá okkur i
vetur. Fötin njóta þegar mikilla
vinsælda,” sagði afgreiðslu-
maðurinn.
Hann sagði að mest seldust nú
.einlit föt, brún og drapplituð.
„Við eigum aldrei nóg til af
brúnum fotum, eftirspurnin
eftir þeim er svo mikil.”
Adamson-fötin með Lord-
sniðinu kosta 19.950 krónur með
vesti.
Afgreiðslumaðurinn sagði
einnig, að föt úr riffluðu flaueli
væru mjög vinsæl.
Að sögn hans stefnir allt i þá
átt, að einlit föt og stakir jakkar
hljóti mestar vinsældir.
Skyrtur hjá Adam eru svipað-
ar þeim sem fást i Karnabæ.
Þær kosta frá 2.600 krönum upp
I 3.300 krónur. Flestar kosta
kringum 3000 krónur. Hnepptar
peysur með kraga eru mikið
seldar svo og hnepptar peysur
með tveimur tölum. Þær kosta
frá 3.800 krónum upp i rúmar
5000 kr.
Gallabuxur hjá Adam eru frá
Falmer. Þær eru flestar úr
denim og kosta frá 3.500 upp i
4000 krónur.
Adamson föt með Lord-sniði, sem Kóróna búðirnar hafa nýiega
sett á markað. Fötin eru úr blöndu af terelyne og ull, og kosta með
vesti 19.950 krónur.
Um skyrtur sagði Guðmund-
ur, að þær væru töluvert mikið
munstraðar, með allskonar
figúrum, teikningum, blaðaúr-
klippum os..frv. á hvitum
grunni. Menn vilja yfirleitt að
skyrtur falli þétt að og þvi býður
Herrahúsið upp á þrjár viddir áf
skyrtum.
Skyrtur kosta frá 2000 upp i
4000 krónur eftir þvi hvaðan þær
koma.
„Við búumst við mikilli sölu á
svokölluðum „Renchcoat”
frökkum i vetur. Við fáum
* fyrstu sendinguna bráðlega.
Þessir frakkar eru siðir,
tvihepptir, með löfum og spæl-
um, og stórum hornum. Frakk-
ar hafa verið stuttir, en nú er
sen sagt verið að breyta um. Af
öðrurn hlifðarfatnaði má nefna
stutta mjög vinsæla frakka, sem
kallast „pee-coat”. Yngri
mennirnir kaupa þá mikið”,
sagði Guðmundur einnig.
„Pee-coat”, Islenskt nafn er
ekki til, frakki sem yngri
viðskipavinirnir hjá Herra-
húsinu hafa keypt mikið.
Frakkinn kostar 13.980 krónur.
„Veðurfarið hér hamlar fjöl-
breytni i klæðaburði mjög mik-
iö. En með auknum fritima_á
siöari árum hefur fatavalið orð-
iö fjölbreyttara. Menn sem áður
fyrr sáust ekki úti nema i jakka
og pressuðum buxum, i skyrtu
með bindi, þeir klæðast kannski
gallabuxum, blússum og öllu
sportlegri fatnaði,” sagði Guð-
mundur ólafsson að lokum.
Lord-sniðið vinsœl-
ast í Adam
— og mest spurt
um brúnu litina