Vísir - 02.10.1975, Síða 19

Vísir - 02.10.1975, Síða 19
Visir. Fimmtudagur 2. október 1975 19 DAG 11 KVÖLD | í DAB | í KVÖLP | I DAG 1 MÉR REIKNAST TIL AÐ ÉG MUNI LESA SÍÐUSTU NONNABÓKINA FERTUGUR — Hjalti Rögnvaldsson fer með aðalhlutverkið í útvarpsleikrítínu Hann hóf ieikferil sinn sem rass á Ijóni sá sem fer meö aðal- hlutverkið i útvarpsleikritinu i kvöld. Hann heitir Hjalti Rögn- valdsson. Þetta fyrsta hlutverk sitt, þ.e. rassinn á ljóninu, lék hann hjá Leikfélagi Reykjavik- ur. Hjaltier áreiðanlega mörgum vel kunnur fyrir upplestur sinn á Nonnabókunum. Á siðustu fjórum árum hefur hann lesið þær hverja á fætur annarri I út- varp. Siðast I sumar las hann fyrri hluta bókarinnar „Borgin við sundið”. Hjalti sneri sér fljótt að leik- listinni eða rétt eftir að hann lauk landsprófi. Hann fór 1 framsagnartima hjá Ævari Kvaran haustið 1969 og var þar til áramóta. Hjalti tók á þeim tima þátt I leiklistinni I Hvera- geröi, enda er hann þaðan. Hjá Leikfélaginu hefur Hjalti m.a. leikið i Loki þó, Svartri kómediu, Minkunum ’og Leik- húsálfunum, þar sem hann var i gervi ljónrassins. Hjalti var i Þjóðleikhússkól- anum i þrjú ár eða fram til 1972. Fjárhagurinn var ekki góður á þeim tima og Hjalti segir sjálfur frá þvi að hann hafi i lokin ekki átt fyrir strætó. Þá var honum komið á fram- færi við útvarpið. Um jólaleytið las hann kafla úr nýútkominni barnabók og siðan var honum boðið að lesa hluta af einni Nonnabókinni inn á band og þannig hélt það áfram i fjögur ár. Sjálfur segir Hjalti: ;,Mér reiknast til að ég muni leggja siðustu Nonnabókina frá mér á fertugsafmælinu, enda eru bindin tólf.” —EA A siðustu fjórum árum hefur Hjalti lesið hverja Nonnabókina á fætur annarri I útvarp. Hann leikur Albert i leikritinu I kvöld. Útvarp, kl. 20,25: Að skrúfa sömu skrúfuna ór eftir úr... Það koma fleiri leikendur fram i útvarpsleik- ritinu i kvöld. Við Íátum þó nægja að birta þessar myndir, svona að sinni. Leikstjóri leikritsins er Þórhallur Sigurðsson en þýðandinn er Olga Guðrún Árnadottir. Olga hefur fengist talsvert við þýðingar en þó ekki mikið á leikritum. Þvi hefur þó verið hvislað að okkur að þessi þýðing hennar á „Albert á brúnni” hafi tekist mjög vel. Annars eru leikendur auk þeirra sem við birt- um myndir af, Guðrún Alfreðsdóttir, Valur Gisla- son, Ævar Kvaran, Þóra Friðriksdóttir, Árni Tryggvason, Valdemar Helgason, Pétur Einars- son, Jón Aðils og Klemenz Jónsson. —EA Það fer vel á með þeim Þórhalli Sigurðssyni og Randveri Þorláks- syni. Þórhallur leikstýrir „Albert á brúnni” en Randver er einn af leikendum. — „Albert á brúnni" heitir leikritið í kvöld og er eftir Tom Stoppard e „Albert á brúnni” heitir leik- ritið sem flutt verður I útvarp- inu I kvöld. Leikrit þetta er eftir breskan leikritahöfund sem fæddur er I Tékkóslóvakiu. Tom Stoppard heitir hann og fæddist I Zlin árið 1937. Hann eyddi æskuárum sinum þar og i Indlandi. Hann hlaut hins vegar menntun i Englandi og starfaði meðal annars sem blaðamaður I Bristol. Stoppard hefur samið leikrit fyrir útvarp, sjónvarp, og leik- svið. Auk þess hefur hann samið eina skáldsögu. Hann hlaut heimsfrægð fyrir leikritið „Rósinkrans og Gullin- stjarni eru dauðir”. Þar tekur hann tvær minniháttar persónur úr Hamlet og gerir þær að aðal- pesónunum. Hamlet er hins vegar minni háttar persóna i verkinu. Þá hefur hann einnig samið leikritið Miltað i Georg Riley og Hound Sannur, lögregluforingi. Ekki má svo gleyma „Albert á brúnni”, sem við heyrum i kvöld. Leikurinn fjallar um tilbreyt- ingarleysið og andleysið á vél- væddri tækniöld. Þar sem maðurinn gerir ekkert annað en að mála sama staurinn aftur og aftur eða skrúfa sömu skrúfuna ár eftir ár i verksmiðju. Þetta hlýtur að skapa andleg- an dauða. Maðurinn verður eins og vél sem hugsar ekki lengur sjálfstætt. Albert er ungur maður, vel menntaður sem alltaf málar sömu brúna. Þegar hann hefur lokið einni yfirferð, þá byrjar hann á hinum endanum aftur.... —EA Þeirtaka sig svo sannarlega vel út þarna þeir Klemenz Jónsson, GIsli Alfreðsson og Bessi Bjarna- son. Við gátum ekki stillt okkur um að birta þessa mynd, enda eru þeir allir meðal leikenda I kvöld. IÍTVARP • Útvarp, kl. 16,40: Litli barnatíminn á þriðjudögum í vetur — síðasti fimmtudagstíminn í dag Litli barnatiminn sem verið hefur á fimmtudögum i útvarp- inu verður á þriðjudögum I vet- ur á sama tima klukkan 16.40. Siðasti fimmtudagstiminn verður I dag og að vanda verður þar ýmislegt á dagskrá. Lesið verður úr bókinni Sagan af Jonna og Kisu eftir Mariette Vanhalewijn þýdd af örnólfi Thorlacius. Bækurnar um prinsessuna sem átti 365 kjóla og Grétu og gráa fiskinn sem eru eftir sama höfund hafa báð- ar verið lesnar i Litla barnatim- anum. 4ára stúlka, Mary Björk Þor- steinsdóttir, syngur 3 lög og tvö lög af plötunni um Róbert bangsa verða leikin i Litla barnatimanum i dag. Að lokum verður Kvæðið um fuglinn og Fúsa eftir Sig. Júl. Jóhannesson lesið. —EKG— ■y 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni 14.30 Miðdegissagan: „Hag- bók Þcódórakis” 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.40 Litli barnatiminn 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar 19.35 Svipast um á Suðurlandi 20.00 Frá sumartónleikum i Skálholti 20.25 Leikrit: „Albert á brúnn- i” eftir Tom Stoppard Þýð- andi: Olga Guðrún Arna- dóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Persónur og leikendur: Albert: Hjalti Rögnvaldsson. Fraser: Gisli Alfreðsson. Fitch: Bessi Bjarnason. Kata: Guðrún Alfreðsdóttir. For- maðurinn: Valur Gislason. Georg: Ævar Kvaran. Móðirin: Þóra Friðriksdótt- ir. Faðirinn: Árni Tryggva- son. Aðrir leikendur: Valde- mar Helgason, Pétur Einarsson, Jón Aðils. Rand- ver Þorláksson og Klemenz Jónsson. 21.25 Strengjakvintett i G-dúr op. 77 eftir Antonin Dvorák Dvorák-kvartettinn og I’rantisek Posta leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul Vad Þýðandinn, Úlfur Hjör- var, les (23). 22.35 Létt tónlist á siðkvöldi Frægir pianóleikarar leika rómantiska tónlist. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.