Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 4. október 1975 3 „SVARTOLIA ÓHENTUG FYRIR VARÐSKIPIN" Ægir siglir út önundarfjörö i kyrrum sjó — og notar ekki svartoliu. Ljósm Visis Bragi. „Svartolia erfyrst og fremst not- uð af skipum sem sigla lengi á sömu ferð. A varðskipunum þarf stöðugt að vera að breyta um gang og þvi væri brennsla svart- olíu afar óhentug fyrir þau,” sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæsfunnar, i samtali við VIsi. „Vélarnar i Ægi og Tý eru þannig gerðar að hægt er að brenna svartoliu i þeim. En svartolia er einfaldlega olia sem ekki er jafn vel hreinsuð og gas- olia. Þannig að áður en hægt er að byrja að brenna svartoliuna þarf að hreinsa hana og hita. Sá útbún- aður sem til þess þarf er bæði dýr og fyrirferðamikill. Pétur sagði að bæði Eimskip og SÍS notuðu yfirleitt svokallaða Marine Diesel sem væri bæði þykkri og ódýrari en gasolian. Að lokum sagði Pétur Sigurðs- son: ,,Allt tal um spörun með svartoíiu fer eftir þvi hvernig sigiingin er. Menn verða að vega og meta hver og einn hvort svart- olian hæfi hans rekstri.” „ Svartoliubrennsla borgar sig ekki nú”. 4 skip Eimskipafélags fslands brenna nú svartoliu. Þvi var ekki úr vegi að snúa sér til Viggós Maack, skipaverkfræðings, sem starfar hjá Eimskip, og spyrja hann um svartoliuna. „Til þess að svartoliubrennsla borgi sig þarf munurinn á verði gasoliu og svartoliu að vera meiri en nú er. Eins og þróunin er núna virðist munurinn á verði olianna v^ra að aukast og ef það heldur áfram horfir málið öðru visi við. Annars er afar erfitt að spá nokkru eða gefa afdráttarlaus svör, þvi þrisvar i mánuði fáum við tilkynningar um oliuverð á heimsmarkaðnum, svo forsend- umar geta auðveldlega breyst. Flest skip Eimskipafélagsins brenna Marine Diesel oliu. Sú oliutegund var flutt inn fyrir nokkrum árum en þvi hefur nú verið hætt. Vegna þess hve Marine Diesel er hagkvæm, taka skipin hana erlendis, og verða þau að taka svo mikið magn i hvert skipti að það nægi þeim til Islands og aftur til útlanda. Þetta rýrir flutningsgetuna og veldur skipafélögunum ómældu tjóni.” „Marine Diesel stæðist ekki sam- keppni hérlendis” ,,BP flutti inn Marine Diesel oliuna fyrir nokkrum árum, en þar sem við fengum ekki undan- þágu frá tollum og söluskatti hættum við þvi. Þvi má svo bæta við að við kaupum alla okkar oliu af sovétmönnum og þeir hafa ekki átt þessa tilteknu tegund.” Þetta sagði önundur Asgeirsson i sam- tali við Visi. „Þvi er ekki að neita að mikil þörf væri að hafa þessa oliu hér. Núna brenna 25—30 skip þessari oliu svo markaðurinn væri stór. En meðan afstaða yfirvaldanna er óbreytt stenst Marine Diesel- olian gasoliunni engan veginn samkeppni,” sagði önundur að lokum. EKG Kvennafrí: „Undrandi ef þóttakan verður ekki stórkostleg — segir Margrét Einarsdóttir sem ó sœti í Framkvœmdanefnd kvæmdanefndinni um kvennafriið. Undirbúningur er i fullum gangi. „Þetta gengur skinandi vel og satt best að segja er ég hissa á þeim almenna áhuga sem rikir á þessu. Andinn i dag er allt annar en hann var i byrj- un eða þegar þetta kom til .fyrst”, sagði Margrét ennfrem- ur. Meiri áhugi hefur lika gripið um sig úti á landi. Akveðinn hópur annast undirbúning varð- andi þátttöku úti á landi. Ýmislegt verður gert á þeim tima sem eftir er fram að 24. október. Sérstakur dreifingar- hópur sér um að dreifa skjali þar sem ástæðurnar fy rir þessu kvennafrii eru taldar upp. 20 þúsund eintökum er dreift. Þá verða seld merki, þar á meðal hiðsvokallaða kvennaársmerki. — EA ,,Ég verð mjög undr- andi ef þátttakan verð- ur ekki stórkostleg”, sagði Margrét Einars dóttir, einn af nefndar mönnum i Fram Eftir öllu að dæma ætti þátttaka I kvennafríi að verða mjög góð. Hér er framkvæmdanefndin á undirbúningsfundi enda fer að styttast i stóra daginn! Ljósm: Jim. Hulda Viktorsdóttir með eina af talstöðvunum sem gefnar voru til björgunarsveitanna. Konurnar með hlutaveltu ó morgun „Markmiðið er alltaf það sama, aö styrkja slysavarnar- starfsemi i landinu”, sagði Hulda Viktorsdóttir, form. kvennadeildar Slysavarnarfé- lags tslands i viðtali við Visi. „Hlutaveltan veröur að Hall- veigarstig — i Iðnaðarmanna- húsinu, kl. 2 á sunnudag. Við viljum mjög gjarnan koma á framfæri þökkum til allra þeirra er gefið hafa muni á hana og jafnframt hvetja fólk til að koma á sunnudaginn og efla Gófu 10 talstöðvar sveitum úti ó landi þannig starfsemi deildarinnar eins og það hefur gert undan- farin ár. Allur ágóði rennur beint til slysavarnamála,” sagði Hulda. 1 tilefni af 45 ára afmæli kvennadeildar S.V.F.l. s.l. vor var gefið fé úr sérsjóði deild- arinnar til kaupa á 10 talstöðv- um séí^) sendar verða til björg- unarsveita úti á landi, t.d. i Mý- vatnssveit, Borgarfirði eystra, Alftaveri og Vik i Mýrdal. — eb— Kvennadeild Slysavarnarfélags íslands í Reykjavík HLUTAVELTA ÁRSINS verður í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1 ó morgun sunnudaginn 5. október kl. 2 e.h. Fjöldi góðra muna — Ekkert happdrœtti — Enginn núll Reykvíkingar! Styrkið slysavarna- og björgunarstarf SVFÍ Stjórnin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.