Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 9
Þá er Tónhornið komið úr sumarfrii og tekur til starfa á ný, filhresst að vanda. Til að byrja með þakkar Tón- hornið Bramboiti Gisla Lofts- sonar fyrir aðstoðina I sumar. Ýmsar breytingar verða nú á á Tónhorninu, má þar fyrst nefna, að þaö birtist lesendum VIsis tvisvar I viku, á miðviku- dögum og laugardögum. Vlsir er þar með fyrsta dag- blaðið sem birtir „poppsiðu” tvisvar i viku. Þá hefur annar umsjónarmanna Tónhornsins nú komið sér vel fyrir á öðru dagblaði, þakka ég honum vel unnin störf, og óska góðs gengis I framtiðinni. Undirritaður mun þvi annast umsjón Tónhornsins einn i framtiðinni en jafnframt verða birtar greinar er kunna að ber- ast frá ungu fólki, varðandi okk- ar áhugamál eða erfiðleika. Er ástæða til þess að hvetja ykkur til að láta til ykkar heyra ef ykkur er þörf útrásar i ein- hverjum efnum. Greinar þessar verða birtar undir dulnefndum ef óskað er, en fullt nafn þarf þó ætið að fylgja bréfunum. Hljómplötudómar verða á- fram birtir, þó I minna mæli, en ávallt veröur valin „plata vik- unnar”. 1 þeim efnum nýtur Tónhorniö góðrar samvinnu við hljóm- plötudeild Faco. Formfast verður Tónhorniö sem sé ekki, en vafalaust á reynsla nánari framtiöar eftir að forma Tónhornið af sjálfu sér. örp. —Jóhann G. Jóhannsson „með fullskapaða plötu í kollinum" Vísir. Laugardagur 4. október 1975 Sýning ó „rassskelli"! Það má búast við mikium fréttum á Austurvelli I næstu viku. Ádiskótekinu Óöal mun nefni- lega fara fram sýning I „rass- skell” eða dansinum „Bump”. „Þetta geri ég bara til þess að llfga upp á fátæklega dans- mennt fslendinga, og ég vona að landinn taki nú við sér, og læri að dansa eitthvað hressilegt,” sagði Jón Hjaitason, frkvstj. Óðals, er ég innti hann frétta um þessa nýbreytni. Sýning þessimun fara fram á mánudaginn og þriðjudaginn um kl. 21.45 og jafnvel fram- haldið ef áhugi er fyrir hendi. Þaðer virðingarvert að einn af skemmtistööum ' höfuðborgar- innar skuli nú leggja áherslu á það að gera eitthvað annað en bara selja brennivin og kleinur á miðvikudögum. örp. Jóhann G. Jóhannsson er að spenna bogann, og fljótlega fáum viö sendingu frá honum Mynd örp. Öll mín tón- list er tilraun „Á STRIGA” — Jóhann G. með íslenska texta. Það hefur farið litið fyrir hon- um Jóhanni G. upp á siðkastið en nú er tæplega ár siðan aö plata hans „LANGSPIL” kom út. Til þess að svala forvitni minni um framtlðarverkefni Jó- hanns, hringdi ég til hans suður I Garöahrepp núna um daginn. Eftir nokkrar samræður við þann ágætismann, sneri ég mér aö verkinu. ö. „Hvað er á döfinni hjá þér núna, Jóhann?” J. „Ja, það eru engin sérstök framtiöarplön i kollinum á mér núna, nema hvað ég hef hugsað mér að halda aðra sýningu fljótlega.” ö. „Hvar og hvenær?” J. „Ég ætla að halda hana hérna heima, þvi húsnæðið er upplagt. (Jóhann býr í gamla húsinu við hlið Vifilsstaða). Já, og ég býst við að opna hana I þessum eða næsta mánuöi.” ö. „Verður hún þá eitthvað frábrugöin fyrri sýningum þin- um?” J. „Nei, það held ég ekki, ekki nema þá að ég verð með góða lýsingu”. ö. „Er um einhverja breyt- ingu að ræða i myndsköpun þinni?” J. „Já, ég verð t.d. með fleiri vatnslitamyndir, öllu_,stærri myndir, og svo jafnvel nokkrar á striga.” ö. „Þú málaðir aldrei á striga? ” J. „Nei, ég málaði alltaf beint á plöturnar en ég er svona að þreifa mig áfram með strig- ann.” ö. „Svo við snúum okkur nú að tónlistinni, hvað er að frétta frá London varðandi „Lang- spil” ?” J. „Ég er ekki búinn að fá endanlegt svar ennþá, en það er búið að setja sérstakan mann i þetta mál. Við erum búin að fá nokkur tilboð en okkur finnst ekkert þeirra nægilega gott.” Jóhann bætir við: „Annars ætla ég utan um leið og sýningin er búin og athuga framgang mála þar.” ö. „Hvað með næstu plötu?” J. „Hún er fullsköpuð i kollin- um á mér.” ö. „Er um veigamikla tón- listarbreytingu að ræða?” J. „Nei, það myndi ég ekki segja. Langspil var nokkurs konar tilraun hjá mér og það sem ég er að gera núna er beint áframhald af sumu þvi efni sem að ég var með á „Langspili.” Það er eins og t.d. söngstillinn i lögunum „I néed a woman”, „Road . Runner” og „What ya’gonna do”. ö. „Verður hún þá öllu heil- steyptari en „Langspil?” J. „Já, það má segja það, hún verður öllu meira „rokkuð” upp og „funky”. Annars er varla hægt að segja að hér sé um eitt- hvað endanlegt að ræða, þvi öll min tónlist er tilraun. T.d. var „Langspil” tilraun og nú veit ég hvernig ég beiti rödd minni best, sbr. „Road Runner”. ö. „Hvar hyggstu taka hana upp?” J. „Tja, ég var jafnvel að spékúlera I þviað taka hana upp héma heima og þá jafnvel með islenskum texta.” ö. „Ertu þá að stila upp á jólamarkaðinn?” J. „Nei, alls ekki, þetta plötu- flóö fyrir jólin verkar mjög neikvætt^ á mig.... Sjáðu þessar plötur sem koma út fyrir jól, þær skyggja á hver aðra i allri ösinni, og eftir jól hverfa þær svo, eins og hvert annað jóla- skraut. Þannig hefur mörg góð platan farið i súginn og það er fyrst og fremst verslununum að kenna.” Ö. „Nú?” J. „Jú, þær tina þessar plötur úr búöinni eins og jólaskraut. þær bókstaflega hverfa. Svo veitir Rikisútvarpið islenskum plötum allt of litið aðhald.” Ö. „Ef þú hljóðritaðir þessa plötu hérlendis, hverja myndir þú velja þér til aðstoðar?” J. „Ég er ekkert farinn að pæla i þvi ennþá enda hef ég ekkert fylgstmeð nýjum mönn- um i bransanum. Efalaust myndi ég þó taka óla Garðars á trommur, og annað- hvort Kobba Magg. eða Magga K. á pianó, en eins og ég sagði ég er ekkert farinn að pæla i þvi og ef ég fæ aðstöðuna úti, þá má allt eins vera að platan verði hljóðrituð þar.” Lát.um þetta nægja úr þvi simtali en eins og allir vita þá er Jóhann G. gæddur þeim einstöku hæfileikum að láta ekki mikið fyrir sér fara en koma fólki svo hressilega á óvart með listsköpun sinni. örp. Karlakórinn „Flóögát” I fullu f jöri. Frá vinstri, Kiddi rótari, Laddi og Magnús Kjartansson. Mynd. örp. Eins og landslýð efalaust er kunnugt, var hljómsveitin JUDAS nýlega stödd á MALL- ORCA, þarsem að hún skemmti landanum m.m. á Hotel 33. Var ekki að þvi að spyrja, hljómsveitin vakti geysilukku ogathygli áeyjunni. M.a. birtist heilsiðu grein um hljómsveitina I einu útbreiddasta blaði Mall- orca, „Mallorca Daily Bullet- in”, eftir Harold J. Greenberg. Hljómsveitin lék fjögur kvöld vikunnar á Hotel 33 en kom jafnframt fram á Diskótekinu BARRABAS við mikinn fögnuð viðstaddra. Á næsta sumri fyrirhugar hljómsveitin mánaðardvöl á Mallorca, og mun þá að öllum likindum koma fram á þvl fræga diskóteki Barbarella. Ekki verður það eina utanför hljómsveitarinnar á þvi ári, þvi Júdas er um þessar mundir að pæla I þriggja mánaða dvöl i Ameriku. Ekki voru Júdasarnir einir um það að vekja á sér athygli á Mallorca, þvi Halli og Laddi voru þar í frii, og fengust til þess að troða upp á sama hóteli. Ekki þarf að fjölyrða um árangurinn, þeir voru hreint og beint ráðnir til hótelsins, auk þess sem þeir tróðu upp á diskótekinu Sir Lawrence. Já, þaö var sannarlega fjör á Mallorca þá daga sem Júdas, Halli og Laddi dvöldu þar. örp. Júdas—the way out lcelandic pop group by HAROLD J. GREENBERG UEN ÍCELVCDN mod •Ur rock nib-i al .-roup, , ■pi>« i -etl »t - tiiowad th« Tn»tton»l t th«y Ja hérna, Júdas •’Y*». On« of th«m 1» c«U«d B»r»bb»», for iiamplt, and Uk« our»«ÍT«» thay'T* »l»o IOM to the BibU for ínapiration. Anotb«r U c«B«d PandlM »nd th«r* u »l»o on» c»)Wd Chingo. Thtn thtrr U « froup -U«d Niurrth." -Well, whon I ho»rd *il»y, I juit couldn't •• you w«r« You play wlth rican muiiral much bottor heims- frœgir know. And there i> now ■ great deal of hiitorical reiearch going on now -Tirding tíi« influence of . IceUndic »»g»> and »rly I celandic tiona on thr ’ ducoveriea of lumbui. • thing | "But alwaya with whnt we think i> an ii-eUndíc muaical accent! ” EVtNlhiGS rROM j jUpn. FOLKSOVGS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.