Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 4. október 1975 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fíéttastjórierl.frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent nf. Höft og heilbrigð st/órnsýsla Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, lýsti yfir þvi i ræðu á framsóknarfundi nú i vikunni, að ekki væri hægt að bæta gjaldeyrisstöðuna með innflutningshöftum. Það væri óheilbrigð stefna að byggja á sliku. Sérstök ástæða er til þess að fagna þessari yfirlýsingu, þvi að framsóknarmenn hafa fram til þessa verið veikir fyrir hinum úreltu hafta- hugmyndum. Eins og menn muna flutti viðskiptaráðherra samskonar ræðu i byrjun ársins. Þar lét hann hins vegar mjög að þvi liggja að nauðsynlegt kynni að vera að gripa til hafta að einhverju leyti. í kjölfar þeirrar ræðu spunnust miklar haftaumræður og ýmsir létu i það skina að með höftum væri fundin leið út úr aðsteðjandi efnahagsvanda og gjaldeyris- erfiðleikum. Nú segir viðskiptaráðherra að við getum ekki komist upp með það einir að gripa til innflutnings- hafta. Frelsi i viðskiptum sé mikils virði fyrir þjóð eins og okkar er á svo mikið undir utanrikisvið- skiptum sem raun ber vitni um. En það er ekki ein- vörðungu að viðskiptaráðherra telji frjáls viðskipti nauðsynleg, heldur segir hann berum orðum, að haftastefnan sé óheilbrigð. Hér er komið að kjarna málsins. Haftatimarnir voru gróðrarstia flökkspólitiskrar spillingar og mismununar. f skjóli haftastefnunnar spratt upp kerfi flokkspólitiskra eftirlits- og fyrirgreiðslu- manna. Viðskiptaráð, fjárhagsráð og innflutnings- skrifstofa eru minnisvarðar þessa timabils. 1 byrjun sjöunda áratugsins var blaðinu snúið við. Með frjálsum viðskiptaháttum var sjálfkrafa dreg- ið úr flokkspólitisku eftirliti i stjórnsýslunni. Viðskiptafrelsið horfði þvi til heilbrigðari hátta bæði i viðskiptalifi og stjórnsýslu. Það var þvi mörgum áhyggjuefni, þegar vinstri stjórnin endurvakti pólitiska eftirlitsmannakerfið i yfirstjórn Framkvæmdastofnunar rikisins á sinum tima. Með þeirri ráðstöfun var horfið áratugi aftur i timann. Hér er um óheilbrigða stjórnunarhætti að ræða sem heyra til skömmtunarhugsunarhætti haftaáranna. Forystuflokkur núverandi rikisstjórnar sam- þykkti á landsfundi sl. vor að lög um Framkvæmda- stofnun rikisins skyldi endurskoða með það fyrir augum að hverfa frá pólitisku eftirlitsmannakerfi i yfirstjórn stofnunarinnar. í stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar segir að þessi lög eigi að endurskoða en ekki er tekið fram með hverjum hætti. Viðskiptaráðherra hefur nú afdráttarlaust tekið af skarið að þvi er varðar haftastefnuna. Hann segir nú hiklaust, að hún sé óheilbrigð. Forystumenn Framsóknarflokksins hafa ekki talað svo skýrt og skorinort um þetta efni fyrr og beinlinis afneitað haftakerfinu. 1 framhaldi af þessari afstöðu viðskiptaráðherra væri eðlilegt að Framsóknarflokkurinn féllist á að afnema pólitiska eftirlitsmannakerfið i yfirstjórn Framkvæmdastofnunarinnar. Þeir stjórnarhættir eru aðeins leyfar gamla haftahugsunarháttarins. Þegar hann er nú úr sögunni ætti ekkert að vera að vanbúnáði að koma fram nýrri löggjöf um þetta at- riði og festa nútima stjórnsýsluhætti i sessi. Umsjón: GP SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSU8SSSSS5SÍ mmmmSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS! Echeverria velur sér eftirmann í Mexíkó Forsetaefnið lítt reyndur stjórnmóla- maður, sem Echeverria forseti hefur tyllt undir og bindur miklar vonir við þjóömálanna eftir að sex ára kjörtimabili hans lýkur. Hinn 55 ára gamli Lopez Portillo hefur aðeins tveggja og hálfs árs reynslu sem ráðherra. Hann þykir hófsamur i skoðun- um og sú stefna, sem hann hefur fylgt sem fjármálaráðherra, er stefna sem dr. Echeverria hefur mótað með honum. Luis Echeverria, for- seti Mexíkó, hefur komið mörgum á óvart með vali á eftirmanni sínum. Sá er að visu lærður maður i sínu fagi, en með litla reynslu á sviði stjórn- mála og á fáa að. Valið á Jose Lopez Portillo, fjármálaráðherra, sem kunn- gert var núna I vikunni með við- eigandi trumbuslætti og lúðra- blæstri að litríkum mexlkönsk- um sið, hefur komið mönnum til að leiða hugann að þvl, hvort dr. Echeverria gangi eitthvað fleira til. Nefnilega að hann sé ef til vill að búa svo um hnútana, að hann geti áfram haft áhrif á gang Dr. Echeverria, forseti Mexikó: — Valdi hann sér eftirmann, sem j> gæti oröiö honum leiöitamur eftir aö Echeverria lætur sjálfur af !! embætti? Fram til þess að hann tók við embætti fjármálaráðherra, hafði Portillo starfað við kennslu i háskólanum, eða þá gegnt embættisverkum, sem honum vorum falin vegna þekkingar hans og álits hennar vegna, en ekki vegna persónu- fylgis sem stjórnmálamönnum er nauðsyn I einsflokkakerfi Mexlkó. Hann á brautargengi sitt að þakka dr. Echeverria sem setti þennan, áður alls óþekkta mann, til ráðherraembættis I mái 1973. Og nú — eftir þvi sem allir telja — valdi þennan saman mann til að erfa forseta- embættið. Kynni þeirra verða rakin aft- ur til ársins 1940, en þá voru þeir nánir vinir, stúdentar saman I háskóla og tókust á hendur ferðalög saman til útlanda. Éf þeir verða áfram jafn sam- hentir og áður er ólíklegt, að Portillo komi að sök þótt hann skorti pólitisk sambönd. Dr. Echeverria getur bætt honum það upp. — Þvi láta menn sér koma til hugar, að dr. Eche- verria muni veita Portillo stuðning I þessum efnum, gegn þvi að fá einu og öðru ráðið um stefnu stjórnarinnar, eftir að hann hverfur frá embætti, sem verður I desember 1976. Mexlkönum þykir þessi hug- mynd ekki svo fráhrindandi sjálfum. Eitt virtasta dagblað þeirra, hið óháða „Exelsior”, skrifaði nýlega, að það væri „rökrétt, að forsetanum léki hugur á að starfi hans yrði hald- ið áfram.” A . „Sá mjói munur, sem getur verið á slikum áhrifum og hin- um óheilbrigðari afskiptum, kynni þó auðveldlega að hverfa,” skrifar blaðið enn- fremur. Það er erfitt að segja fyrir hvort Portillo verði llklegur til að taka upp nýja stefnu við stjórn landsins ef hann kemst að. Eða hvort hann verði likleg- ur til að fylgja fordæmi Eche- verria, sem stefnir að hægfara þróun og þjóðfélagslegum umbótum heima við, en styður eindregið róttækni þriðja heimsins á alþjóðlegum vett- vangi. Flokkur þeirra, byltingar- flokkurinn, sem nú er við völd, hefur ekki tapað kosningum, hvorki forsetakosningum, fylkiskosningum eða þing- kosningum siðan hann var stofnaður 1929. Það þykir ekki ýkja liklegt, að hann taki upp á þvi I forsetakosningunum sem boöað hefur verið til 4. júli næsta ár. ■■ Lopez Portillo hefur þegar sagt af sér fjármálaráðherra- ■■ embættinu til þess að undirbúa ■■ framboð sitt I forsetakosningun- ■■ um. Hljóti hann tilnefningu ■■ flokksins, getur hann vænst 80% !■ atkvæða kjósenda, sem hefur !■ verið það fylgi, sem flokkurinn ■■ venjulegast nýtur. Hann hefur verið talinn lik legur til þess að hljóta I framtlð- |( inni þennan frama, þótt ekki •! yrði kannski alveg strax, meðan U hann hefur ekki meiri reynslu I 5: stjórnmálum. En verkalýðs- :: félögin gengu á undan öðrum :: með þvi að lýsa þvi yfir á dög- unum, að þau styddu framboð hans. Liðu ekki margar klukkustundir, þar til allt flokkskerfið hafði fylgt á eftir, utan fjórir þingmenn. Dagblaðið „Exelsior” hefur tekið sig út úr fjöldanum og gagnrýnt þetta val. Það lýsir Portillo sem öriyndum manni, sem verði að læra, að „stjórnmál og stjórnsýsla íýðræðisriki sé unnin með höfð- inu en ekki hjartanu.” >■■■•■■■■■■■■■■£

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.