Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 4. október 1975 7 „Módel eru — rœtt við Unni Arngrímsdóttur, sem vill gera kurteisis- og siðvenjur skyldugrein í skóla r „Ef ég hefði nægan hma, þá viidi ég berjast fyrir því að kurteisis- og siðvenjur væru kenndar í skyldunáminu." Það er Unnur Arn- grímsdóttir, danskennari með meiru, sem þetta sagði þegar við spjölluð- um við hana. Unnur kvaðst reyndar lika vilja gera danskennsluna að skyldu í náminu. Eins og flestir sjálfsagt vita stofnaði Unnur, ásamt Pálinu Jónmundsdóttur, Modelsam- tökin fyrir nú meira en 12 árum. A fimmtudagskvöld héldu Modelsamtökin sína árlegu tiskusýningu, þar sem sýnd var haust- og vetrartiskan 1975. Um leið og tiskusýningin fer fram er sýningarfólkið kynnt fyrir framleiðendum og fyrir- tækjum. Þessi tiskusýning sam- takanna var með nýju sniði, sem ekki hefur sést hérlendis áður. En fólki gefst kostur á að sjá þessa sýningu aftur, þvi hún verður endurtekin annað kvöld á Hótel Sögu. A eftir verður svo dansað. 100 sýningar frá því í maí Það hefur verið mikið að gera hjá sýningarfólkinu. „Frá þvi um miðjan mai hafa verið 100 sýningar hjá okkur,” segir Unnur. MYNDIR: LÁ TEXTI: EA MYNDIRNAR ERU FRÁ TÍSKUSÝNINGU MÓDELSAMTAKANNA ÞAR SEM HAUST- OG VETRARTÍSKAN ER SÝND alltaf gagnrýnd" Samtökin sýna mjög mikið fyrir útlendinga. Stöðugar sýn- ingar hafa verið á Hótel Loft- leiðum og alltaf hafa verið að minnsta kosti tvær aukasýning- ar i viku. „Allar æfingar og sýningar eiga sér stað i fritimum okkar,” heldur Unnur áfram. Flest starfar sýningarfólkið eitthvað annað utan heimilis og oft er erfitt að finna heppilegan tima fyrir æfingar. „En nú orðið fær sýningarfólk nokkuð góðar greiðslur. ,,Ja, sumum finnst það og öðrum kannski ekki,” segir Unnur reyndar. „Model eru alitaf gagnrýnd" Af þeim 20 sem skipa Model- samtökin eru tveir karlmenn. „Það er mjög erfitt að fá karl- menn i þetta,” segir Unnur. „Ástæðan fyrir þvi er efalaust sú að gagnrýnin er mjög mikil og hér þekkja allir alla.” — En er þá kvenfólkið gagn- rýnt llka? „Jú, módel eru alltaf gagn- rýnd. Það eru alltaf einhverjir sem virðast hafa eitthvað við þetta að athuga. En þær stúlkur sem eru búnar að vera lengi við þetta kippa sér ekki upp við það. Þær vita sem er að starf þeirra er að sýna fötin sem þær eru i en ekki sjálfa sig. Annars vona ég að það komi bráðlega að þvi að islendingar öðlist skilning á þessu, og þá sérstaklega hvað viðkemur karlmönnunum.” „Hleypti þeim öll- um í gegn!" Unnur hefur verið með nám- skeið hér á landi fyrir stúlkur sem áhuga hafa á að komast i þetta starf. Námskeiðin standa yfir i 7—8 vikur tvö kvöld i viku og það siðasta var fyrir ári sið- an. í lok námskeiðsins eru próf og þá verður úr þvi skorið hver kemst til dæmis i Modelsamtök- in. „Þá dæmi ég ekki,” segir Unnur. „Ég vil vera hlutlaus þar. 1 lokin finnst mér orðið svo vænt um stúlkurnar og ég veit svo vel um allt það erfiði sem þær ganga i gegnum að ég hleypiþeim öllum i gegn!” Þess i stað dæma félagar i Model- samtökunum. Unnur hefur kennt ýmsum stúlkum sem náð hafa langt á þessu sviði erlendis. Auk þess hefur hún kennt margt i sam- bandi við þetta, svo sem fram- komu hjá Æskulýðsráði Kópa- vogs og það oftar en einu sinni. Lærði sjálf erlendis Sjálf lærði Unnur erlendis. Hún lærði mikið i Ameriku, einnig i Kaupmannahöfn og fylgdist með kennslu i London. I Ameriku lærði Unnur svolitið I sambandi við sjónvarpsauglýs- ingar, svo sem að auglýsa þvottaefni, sjampó og fleira. Allar sýningar kosta tals- verða vinnu. Til dæmis þurfti fjórar fjögurra tima æfingar fyrir sýninguna á fimmtudag, sem reyndar verður endurtekin á sunnudag. Sýningin þurfti lengri æfingar, þar sem hún var alveg ný af nálinni en oft eru þær styttri og færri, allt eftir þvi hvers eðlis þær eru. Myndirnar hér á siðunni tók Loftur af haust- og vetrartisk- unni þegar Modelsamtökin sýndu hana, Tiskufatnaðurinn er frá Parinu, Dömunni og Herra- garðinum. Það er snyrtistofan Krista sem á heiðurinn af förðuninni. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.