Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 04.10.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Laugardagur 4. október 1975 — 226. tbl. „Allt loðið af dauðri síld" Mikið magn af dauðri síld í trollið hjó Gylfa austur af Bjarnarey — Sjó baksíðu Ólafur Jóhannesson: „Ég boða ekki lífs- kjara- skerð- ingu" „Ég boða ekki lifs- kjaraskerðingu,” sagði Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, i viðtali við Visi. „Viö höfum lifað um efni fram um sem svarar 10% og til þess að mæta þvi þarf aöhaldssama stefnu í peninga- og lánamálum. 1 því sambandi má athuga verð- tryggingu lána.” Þau orð Ólafs Jóhannessonar sem hann mælti á fundi I fyrra- dag að ekki veröi gripið til geng- islækkunar, en skoöa beri niður- færsluleiöina, hafa að vonum vakið athygli. Þvi spyrjum við Ólaf hvaö hann eigi við með niðurfærsluleið. „Niðurfærsluleiðerlltið þekkt hér á landi og sjálfur lit ég á hana fremur sem framtiðarleið en skyndiráðstöfun. 1 henni felst lækkun vöruverðs, skatta, þjón- ustugjalds, álagningar og kaup- gjalds.” Varðandi þaö hvort hann teldi verkalýðshreyfinguna sætta sig við lægra kaupgjald svaraöi Ólafur á þá lund að málið væri enn á frumstigi og ekkert væri hægt að fullyrða fyrr en að und- angenginni skoðun. En vist væri að þessi leiö væri erfið I fram- kvæmd. Um lækkun rikisútgjalda vildi Ólafur sem minnst segja en sagði að stefnan I þeim efnum yrði mótuð i fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar. E.K.G. HVAÐ ER UM AÐ VERA ÞESSA HELGI? — sjó bls. 14— 15 TF Gná hrapaði í Hlíðarfjal í gœr og gereyðilagðist Þyrian cr gerónýt eftir óhappið, mikið brotin og illa farin. Stjórnklefi hennar og búkur urðu þó ekki fyrir verulegu hnjaski. —Ljósm.: Loftur. Fór skyndilega að snúast — Við fengum enga fyrr en þyrlan fór að aðvörun og urðum ekki snúast, sagði Björn varir við neitt misjafnt, Jónsson, flugmaður hjá Björn Jónsson, flugmaður, var við stjórnvöl þyrlunnar þegar hún hrapaði. Hægra megin á myndinni er Ævar Björnsson, flugvirki, scm stóð I dyrum hennar þegar hún byrjaöi að snúast. Myndin er tekin af þeim fé- lögum rétt eftir slysið, er þeir voru að kanna skemmdirnar á þyrlunni. Það var ekki að sjá, að þeir heföu verið rétt um þaö bil að skrlða út úr flakinu. Landhelgisgæslunni, i viðtali við Visi i gær, skömmu eftir að þyrla Gæslunnar, TF Gná, hrapaði i Skálafelli og gereyðilagðist. Björn flaug þyvlunni, þegar ó- happið varö en hann og Ævar Björnsson, flugvirki, sem einnig var I vélinni, sluppu báðir ó- meiddir. TIF Gná var i 12—14 feta hæð, skammt frá skiðaskála KR i Hliö- arfjalli þegar hún hrapaöi. Þyrl- an var kyrrstæð i loftinu og voru menn að festa staura I burðar- krók hennar. Það sem orsakaði slysið var tannhjólagir i stéli þyrlunnar, en hann brotnaöi og við það hætti stálskrúfa vélarinn- ar að snúast. Þá missti þyrlan mótvægi sitt gegn snúningi vélar- innar og fór að snúast um öxul aðal skrúfublaðanna. Vélin rakst þegar niður, en kastaðist siöan i tveim áföngum niöur hiiðina, um tvö hundruð metra vegalengd. Þegar hún tók niðri á leiðinni brotnaði af henni hægra flotholt og hjól. Vélin stöðvaöist á hliöinni og grófu þyrlublöðin sig niður i jarð- veginn. Girinn, sem brotnaði, er tengi- glr i stéli, þar sem öxull stélskrúf- unnar sveigir um 45 gráður. Ekki er að fullu ljóst hvað olli þvi að hann lét undan, en þegar þyrlan er kyrrstæð I loftinu reynir mjög mikið á öxulbúnað stélskrúfunn- ar. TF Gná var af gerðinni Seakorscy S 62. Hún var keypt hingaö til lands áriö 1971, þá ný. Þyrlugerð þessi er þó mun eldri, þvi hún var fyrst smiöuð árið 1955. Eftir óhappið 1 gær er Land- helgisgæslan þyrlulaus i bili. Auk þessarar þyrlu á hún tvær litlar, en önnur þeirra hefur verið þvi sem næst afskrifuð sem ónot- hæf og hin er I stórviögerð. Þurfti að skipta um hreyfil i henni og er unniö að þvi nú. _ jjV. Stóð í dyrum þyrlunnar — Ég stóö I opnum dyrum þyrlunnar þegar hún byrjaði að snúast en tókst að komast yfir að hægri hliðinni og setjast nið- ur, áður en hún tók illa niðri sagði Ævar Björnsson, flug- virki, þegar blaðamaður VIsis hitti hann á slysstab I Skálafelli — Þaö lá reyndar við að ég væri ekkert betur settur þar, sagöi Ævar ennfremur, — þvi ég settist næstum beint fyrir ofan flotholtið sem rifnaði af. Þegar flotholtiö rifnaði af vegna höggsins,rifnaði úlpan min einn- ig. Ævar var að vinna viö að festa staura við burðarkrók þyrlunn- ar, þegar hún byrjaði aö snúast. Það sem bjargaðihonum frá þvi að kastast út var öryggislina, sem batt hann við vélina. — Þetta var verulega snarp- ur snúningur, sgði Ævar — og ég varö strax kolruglaður af hon- um. Björn hélt þó sinni rósemi við stýrið og ég býst viö aö það hafi bjargaö þvi sem bjargaö varð. Það er ekki gott aö vita hvernig farið hefði, ef hann hefði misst stjórn á sér. — HV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.