Vísir - 06.10.1975, Page 2

Vísir - 06.10.1975, Page 2
Vísir. Mánudagur 6. október 1975 VjSBSmt: Eikir meira frjálsræði i ástamálum hér en annars staðar? Sólveig Viöarsdóttir, fjarritari: „Ég hef enga reynslu af þeim málum hérna og get þvi ekki svaraö þessu. Ég er hreinlega ekki dómbær um það.” Árni Þór Árnason, sendili: „Ekki veit ég hvort það er meira hér en annars staðar, en hitt veit ég, að ég er ákaflega fylgjandi frjálsum ástum.” Árngunnur Jónsdóttir, nemi: „Þaö veit ég bara ekki. Ég er hreint ekki viss um það. Ætli við séum ekki álfka og aðrar Norður- landaþjóöir i þeim efnum.” Sigurður Helgi Þórisson, skrif- stofumaður: „Að sjálfsögðu. í öllu falli sláum við Þjóðverja og Finna algerlega út i þeim efnum.” Daniel Jónasson, tannsmiður: „Nei, það hugsa ég ekki. Ekki meira en á hinum Norðurlönd- unum. Annars er þetta ágætt hérna, og ég er hæstánægður með það eins og það er.” Thora Pribe, húsmóðir: „Nei, það myndi ég alls ekki segja. Það er svipað hér og annars st.aðar. tslendingar eru bara ófeimnari, og þetta fer fram meira fyrir opnum dyrum. 1 öðrum löndum er fólk að pukrast út i horn með þessi mál. Hérna er þeim ekki haldið leyndum, heldur talað um þau opinberlega og þvi ber meira á þeim.” Vilja skoskt sjónvarps- viðtal við Jóhannes hér Hringlað með stafsetningu Þrenn ung hjón skrifa: „Það kuhafakomið flott viðtal við okkar knattspyrnuhetju, Jó- hannes Eðvaldsson, i sjónvarpi i Skotlandi. Við fréttum það úti i Glasgow og fengum það svo staðfest i Visi nýlega. Hvernig væri nú að fá þessa upptöku og sýna i okkar sjónvarpi? Alltaf er gamanað frétta af landa, sem gerir garðinn frægan, og Jóhannes er afar viðkunnanlegur og duglegur.” Jón móðurmálskennari skrifar: Mikið gladdi þaö mig að sjá i blaðinu i dag (þriðju- dag) að ritstjórn Visis hefur séð að sér og fellt niður notk- un zetunnar og auk þess horfið til annarra þeirra stafsetningarreglna sem gilda i dag. Þetta er mikil framför og ber vott um þroska sem enn er ekki fyrir hendi á sumum hinna blað- anna. Eitt hryggði mig þó, það var að ekki skyldi hafa verið athugað að skipta um „hausa” á t.d. smáauglýs- ingunum og fella þar niður zetuna, smbr. „barnagæzla” sem ætti að vera „barna- gæsla” og „verzlun” sem ætti að vera „verslun”. Auk þess eru fleiri dæmi til um þetta. Það er von min og ósk að ritstjórnin fái þessu breytt hið skjótasta og sýni þar með að henni er full al- vara með þe'ssa breytingu. Það verður að rikja full sam- ræming i þessum efnum, það hefur verið heldur leiðinleg sjón að sjá i blaðinu hringlað endalaust með stafsetning- arreglurnar og veröur æ erfiðara fyrir okkur móður- málskennarana að brýna fyrir börnunum rétta staf- setningu þegar vitleysan er höfð fyrir þeim dag eftir dag i svo útbreiddum fjölmiðli sem dagblöð eru. SUMARIÐ AÐ KVEÐJA Árelius Nielsson skrifar: Viö hérna á suðvesturhorni landsins gætum vel nefnt sið- asta misseri, sumarið sem aldrei kom. Svo mjög hefur súidin og þokan fetað um fjöli og strendur. En samt hefur verið færra um hret og hreggviðri í skemmtanalifi og samkomu- haldi þessa sumars en oft áður. Enn rikir þar sami andblær heiðrikjunnar og var i fyrra á þjóðhátiðarsamkomum. Engin hvitasunnuundur — engin ósköp um verslunarmannahelgi — engin ólæti i Þórsmörk né Þjórsárdal, engin örkuml i brekkum Þingvalla. Þessu ber að fagna sem sér- stöku sólskinu. Og vonandi verður framhaldið á sömu brautum. Nógu margt er samt sem mæðir i mannasiðum eða öllu heldur i skorti á mannasið- um þjóöarinnar. Tillitsleysið ræður þar enn of miklu einkum i umferð og á mannamótum. Eitt af þvi sem ekki má gleymast að þakka er dugnaður islenskra ungtemplara. Þótt mér sé málið skylt, held ég að þar sé ein blómlegasta greinin á félagssviði æskunnar i landinu. Þvi varð mér hverft við i sumar er ég hlustaði á útvarpsþátt Páls Heiðars og Olafs Sigurðs- sonar og heyrði ráðist með óduldum svigurmælum að mót- inu i Galtalækjarskógi og fram- kvæmd þess. Höggur sá er hlifa skyldi. Það ætti þó að vera öllum auð- skilið, miðað við afstöðu is- lendinga til áfengismála, að ekki verður unnt fyrst um sinn, að halda vinlaust sumarmót, þar sem þúsundir koma saman, án nokkurrar gæslu gagnvart þeim sem vilja slika starfsemi feiga og koma til að sundra og troða niður. Ég hef oft dáðst að Barða Friörikssyni fyrir drenglund hans og gáfur. Hér vil ég þakka honum það sólskin sem orð hans brugðu yfir afrek og viðleitni unga fólksins i skóginum, við- leitni til að kenna æskunni að gleðjast fallega á fögrum stað. Fátt er mikilsverðara en virðing fyrir gróandi fegurð landsins stutt sumur þess. En margra alda bitur reynsla hefur sannað óhrekjandi að Bakkus og tilbeiðsla við hann er lélegur landvörður. Það þurfa þjónar umhverfis- verndar og landverndar vel að vita. En þar eru hinir nýju land- vættir að verki til aðstoðar sumrum og til að bæta upp þau sem aldrei komu. Heill vormönnum og sumar- disum Islands. Vaki vor i hjörtum vetur langan. Víravirki í Grundarfirði Bæring i Grundarfirði sendi þessa ijósmynd og skrifar: Þetta viravirki á að sjá Grundarfirði fyrir rafmagni, en er alltaf að slá út og þá er Grundarfjörður rafmagns- laus i þrjá til fjóra tima i hvert skipti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.